Jafnaðarmaðurinn - 26.11.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 26.11.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN Öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö frá fall litlu dóttur okkar, vottum viö okkar innilegasta þakklæti. Sigrföur Lúövíksdóttir. Jónas Guömundsson. >Q3ZX5SC5>8®<SaGB<gaSS><3 JAFNAÐARMAÐURINN kemur út tvisvar á mánuði og kostar fjórar krónur á ári.,— Útgefandi Verklýðssamband Austurlands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Guðmundsson. Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar Seyðisfirði. Jafnaöarmaöurinn er stærsta blaðið á Austurlandi og allir lesa hann. Þess vegna er best að auglýsa í honum.— Jafnaðarmaðurinn er blað allrar alþýðu. Utanáskrift blaðsins er: „Jafnaðarmaðurinn" Norðfirði. D<23C5><2XS>®<í)<25CS<23C®e orðum að skrifum Jóns Sveins- sonar ótilneyddur. Glósur hans til smiða þeirra, er starfað hafa við hús mitt í sumar, fæst jeg heldur ekki um. Smiðirnir munu líta á þær sem heimskulæti hálf- ringlaðs manns. Jónas Guðmundsson. sína gjalla út yfir þjóðina, sem orðin var þyrst, þyrst eftir andlegum verðmætum. Skólarnir fyltust og bækurnar flóðu yfir þjóðina. Alt var lesið, bandvit- laust skáldsagnarusl var teygað eins og svaladrykkur. Nú kom sjer vel að kunna dönsku. Nú var farið að lesa í stórum stíl argvítugt skáldsagnarusl á Ijelegri dönsku, sem „atvinnuskáld“ og blekfiskar allskonar dreifðu í all- ar áttir, öllum til hinnar mestu óþurftar. Og það sem enn verra var, — ísiendingar reyndust svo smekklausir, og reynast enn í dag, að snúa þessum ófögnuði á Ijelegt íslenskt mál, sem spillir ntálfarskend þjóöarinnar, auk þess sem hann slævir fegurðar- smekk og dómgreind hjá óþrosk- uðum lesöndum. Þetta hefir verið og er enn í dag hið mesta mein, að bókhneigð þjóðarinnar skuli villast inn á þessa glapstigu. Það er vert að geta þess, að hier mun ekki aðeins það liggja til grundvallar, að menn vilji helst lesa það, sem Ijelegast er. Menn hefir skort þekkingu á höfund- unum og bóka-„forlögunum“, auk þess, sem Ijelegu bækurnar eru oftasf ódýrastar, en hvernig á því stendur, það er heil rauna- saga. Lesandi þjóð. „Sú var þá hans iðja, er hann var á ungum aldri, að hann var löngum að bóknámi, en að riti oítlega, á bænum þess á milli, en nam þá, er eigi dvaldi anriað er móðir hans kunni kenna hon- um, ættvísi og mannfræði". Þannig hefir lýst verið æsku Þorláks biskups helga, en mun þó geta átt við fleiri fræðimenn þeirra tíma. En þetta er einnig lýsing á þörf hinnar íslensku þjóðar til að lifa andlegu lífi, sem lifði með henni ódrepandi í gegn- um Ijós og skugga ótal hörm ungaalda. Ættvísin, sagnfræði og mannfræði voru ekki verkefni ör- fárra fræðimanna, heldur lifði sá vísdómur á vörum þjóðarinnar^ þótt nú geti fáir rakið ætt sína af sjálfsdáðum lengra en til afa eða'langafa. Ekki er þó vert að horfa á alþýðumentun liðinna alda í neinu töfraljósi. Bækur voru nær því engar, og þekking afar takmörkuð. Það var brjóst- vitið, lífsreynslan og innlendi fróðleikurinn, sem voru sterkustu stoðirnar undir alþýðumentuninni, og sökum þess, að þjóðinni voru runnar gáfurnar í merg og bein, gat hún öðru hvoru fætt af sjer snillinga, jafnvel á hinum mestu neyðartímum. Tímarnir breyltust. Hinir djúpu íslands álar urðu ekki lengur vígi fyrir straumum umheimsins. Andlegar hreyfingar bárust yfir djúpin og vöktu hina blundandi íslensku þjóð til hlut- verka sinna, eftir dauðadofa kúg- unar og harðrjettis. í landinu, sem eittsinn var „öndvegi andans í norðurhöfum“, vaknaði pú aft- ur bókmentastarfsemi, sem þó aldrei lagðist niður aö fullu, — Skáld og rithöfundar ljetu rödd Jeg ætla að nota tækifærið og benda þeim, er kynnu að vilja afla sjer skáldsagna á danskri tungu, á bóka-„forlag“, er aðeins gefur út skáldrit eftir ágæta og fræga höfunda, og auk þess með afar lágu verði. Það er ríkis- „forlagið" danska (Nationalfor- laget; utanáskrift: Nationalforlaget Linnésgade 24, Kobenhavn K). Það gefur út úrvalsbækur, sem áskrifendur fá smátt og smátt. Hingað til lands eru t. d. sendar 4 bækur í hvert skifti með nokk- urra vikna millibili. Hvert bindi, semeríágætu bandi, með skinni á kili og hornum, með vandaðri gyllingu, kostar aðeins kr. 1.85 (danskar), en í lausakaupum eitt- ivað meira, og þó er verðið ekki yrir bandinu, væru bækurnar bundnar hjer á landi. Til þess aö koma í veg fyrir að nokkur haldi að *hjer sje um Ijelegt rusl að ræða, skal jeg nefna nöfn nokk- urra höfunda, er á þessu þingi sitja, svo sem Leo Tolstoj, Hall Caine, Maximi Gorki, Rudiard Kipling, Blasco Ibones, Gabriel d’Annunzio, Bertha von Suttner, Lewis Wallace, Flygare Carlén, Fritz Reuter og Francais Coppéé, auk ýmsra ágætra danskra höf- unda, t. d. Falle Rosenkrans, Sven Lange, Knud Hjorto o. fl. Lestur gódra skáldrita er ein af þessum andlegu nautnum, sem eiga mátt til að fegra lífið og hugsunarháttinn. Það er nautn, sem ekki er bundin við augna- blikið, eins og þær, sem standa í sambandi við magann, heldur heyrir framtíðinni til og bera ávexti. En skáldsagnaruslið, leir- inn, lætur annað tveggja ekkert eftir skilið, eða þá illgresi eitt í máli og hugsun. Islenska þjóðin þarf að verða lesandi þjóð, ekki aðeins í þeim skilningi, aö kunna að lesa, heldur þjóð, sem lifir andlegu lífi og gleymir þó engum hlut- verkum lifsins. 1. vetrardag 1928. Hannes J. Magnússon. ðfundaraugun. Veslings Arnar hefir í nýja blaðinu sínu óvart gotið upp öfundaraugum íhaldsins yfir ut- anför minni. Heitir þar smágrein ein. „Menningarsaga Norðfjarð- ar“ og er þannig: „Jónas Guðmundsson „Sogneraad" fór ntan í vor til þess að kynna sjer stjórn bæjarmála. Er þetta mjög frum- legt hjá „Sogneraadet", þ\í það inun mjög sjaldgæff, að menn kynni sjer eigi störf sín fyr en þeir hætta að gegna þeim“. , Greinarstúfur þessi, sem er eftir ritstjórann, er auðsjáanlegt skrifaður í algerðu hugsunarleysi og af þeirri löngun einni, að gera mjer eitthvað illt. Ef B. B. Arnar hefði nú hugsað ofurlítið út í það sem hann skrifaði, hefði hann ekki birt þessa klausu. En Arnar er fáfróður maður mjög í þessu efni og skal þetta því virt til vorkunnar. Svo er mál með vexli, Arnar sæll, að ef sókt er um styrk úr Sáttmálasjóði, verður umsókn að vera komin fyrir septemberlok til stjórnar sjóðsins. Þetta getur þú lesið í „Morgunblaðinu“. — Nú sókti jeg í fyrrahaust og voru þá engin bæjarrjettindi fengin - og óvíst að þau fengjust á árinu 1928, vegna skipunar efrideildar. Um það áttum við tal saman, Arnar. Fengjust nú ekki bæjar- rjettindin, átti jeg eftir að vera í hreppsnefnd og líklega oddviti í 3 ár enn og kannske lengur. — Var því ekki úr vegi fyrir mig að kynna mjer bæjarmál betur en jeg hafði átt kost á hingað til. Þessvegna sókti jeg um styrk- inn, Arnar. Sem betur fór, sner- ist Guðmundur Ólafsson í bæjar- rjettindamálinu og það náði fram að ganga, en þinn flokkur, Arn- ar, íhaldið, það reyndi að drepa bæjarrjettindin. Framsókn vesling- urinn — með bitlingana og hvað það nú heitir alt saman á íhalds- vísu — varð til þess, með til- styrk jafnaðaimanna — |?ess flokks, sem þú nú ert farinn aö vinna á móti — að veita Norö- firði bæjarrjettindin., Og rjett fyndist mjer það nú, Arnar, að þú tækir þig nú til rjett fyrir kosningarnar og skrifaðir í „Ár- vak“ um alt það mikla sem Sig- fús, sjera Jón og Jón Sveinsson hafa fyrir baejarrjettindamáliö gert og tækir duglega í mig fyrir af- skifti mín af því máli. — Það væri ansi hressandi að lesa það t. d. um jólin, Arnar. Mjer var tilkynt það í desem- ber, að jeg hefði fengið styrk til utanfararinnar, en jeg gat ekki farið fyr en í maí — eða júní. í apríl voru svo bæjarrjettindin samþykt og eins og jeg veit að þú getur skilið, Arnar, fór jeg ekki að senda sjóðstjórninni styrk- inn aftur — af því nú ætti jeg að hætta að vera oddviti. Mjer fanst það geta komið sjer vel fyrir mig, þó jeg ekki yrði annað en óbreyttur bæjarfulltrúi hjer eða annarsstaðar, að hafa sjeö Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningar í Neskaupstaö liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu hreppsins frá 25. þ. m. til 10. desember n.k. að báðum dögum meðtöldum. Kærur yfir að einhver sje þar of eöa van talinn sendist undirrituðum fyrir 17. desember n.k. Noröfirði, 22. nóvember 1928. Oddviti Neshrepps. Schiedmayer & Soehne Sluttgart — Neckarstrasse 16 (Stofnsett 1809) er ein at elstu og frægustu Harmoni- um-, Piano- og FlUgel - verksmiöj- um Þýskalands og hefir mörgum sinn- um hlotið hæstu verðlaun á heims- sýningum, t. d. í París, Lundúnum, Berlín, Vín, Stutt- gart, Miinchen, Amsterdam, Sydney, Queensland og víðar. — Verið vandlát, þegar þjer fáið ður hljóðfæri og kaupiö þau ðeins frá þektum verksmiðjum. — Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála getið þjer feng- ið hjá Arnf inni Jónssyni.EskifirOi mig svolítið um bekki. Þú hlýtur líka að skilja þetta, Arnar. í fám orðum er þetta svona, Arnar. — Jeg sótti um styrkinn, áður en jeg vissi að jeg ætti að hætta oddvitastörfum, fjekk hann áður en þingið samþykti bæjarrjett- indin og fór utan af því jeg bjóst við að geta haft gagn af því, er jeg sæi og heyrði þar — þó jeg ekki yrði oddviti áfram. Svona er málið lagað, Arnar. Jeg vona að þú skiljir það. Og nú vona jeg að þú gerir það ekki oftar íhaldinu til geðs, aö gjóta upp öfundaraugum yfir þessum krónum, sem jeg fjekk úr Sáttmálasjóði til þessarar far- ar minnar. J. G. ,0ft fer sáviltergeta skal1. Þeim til verðugra vonbrigöa, sem hafa ætlað mig vera höfund grein- arinnar „Mikill er munurinn á mönn- unum", í 17. tbl. Hænis þ. á., þá lýsi jeg hjer meö yfir því, aö jeg er alls eigi höfundur þeirrar greinar. I 13. tbl. Jafnaðarmannsins þ. á. er greinarstúfur með fyrirsögninni „Hr. X.“ Greinarkorn þetta á auð- sjáanlega að vera kvittun fyrir ofan- nefndri Hænisgrein. Höfundinum, sem velur sjer dulnefnið: **, hefir því allmjög skjátlast, þegar hann miðar skeytum sínum að mjer. Hinsvegar mun jeg hvorki „blikna nje blána“, þó hann telji mig vera „skósvein kaupmanna, læknisins og yfirvaldsins í einni sýslu“. Það er hans eiginn sleggjudómur. Þau hjegómaorð, að jeg hafi sagst „vera þektur um land alt“, bið jeg hann að hirða sjálfan sem algjörlega ósörin. Annars ræð jeg herra ** tii þess aö láta mig hlutlausan, því jeg mun verða seinþreyttur til þeirra vand- ræöa, að fara í saurkast við hann í alþjóðaráheyrn. Búðum, 21. okt. 1928. Sveinn Benediktssoiii Unglingaskólinn hjer er nú tekinn til starfa. Eru fastir nemendur 26 — 12 í neðri deild en 14 í efri deild, og auk þeirra nokkrir nemendur, er þátt taka í einstökum námsgreinum. — Hefir skólinn aldrei verið jafn fjöl- sóttur sem nú, enda hefir hann nú betri húsakynni en áður hefir verið. Þorvaldur Sigurðsson er aöal-kenn- ari skólans og veitir hann honum forstöðu, en auk hans kenna þar kennarar barnaskólans. Athygli bæjarbúaskal vakin á því, að athuga það í tíma, hvort þeir standi á kjörskrá.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.