Jafnaðarmaðurinn - 15.12.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 15.12.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN ^5><2oc5>c2ac5>®®c2aca><2ac5>G JAFNAÐARMAÐURINN kemur út tvisvar á mánuði oí* kostar fjórar krónur á árí. Útgefandi Verklýðssamband Austurlands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Guðmundsson. Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar Seyðisfirði. Jafnaðarmaðurinn er stærsta blaðið á Austurlandi og allir lesa hann. Þess vegna j er best að auglýsa í honum.- Jafnaðarmaðurinn er blað allrar alþýðu. Utanáskrift blaðsins er: „Jafnaðarmaðurinn" Norðfirði. 1» C2X5><30Cc>©®<2Xg)CTZ)G tilraunum þínum í minn garð. En hræddur er jeg um, að þar hafir þú tekið að þjer verk, sem þú ert ekki vaxinn, þó þú þyk- ist ekki lengur sjerlega rýr í roð- inu. Er grein þín sýnilega skrif- uð í reiðikasti miklu, er yfir þig hefir komið eftir lestur 15. tbl. Jafnaðarmannsins, og sannast þar sem oft fyr, að „sannleikanum verður hver sárreiðastur". Grein þín, sem er svo ókurteislega rit- uð, að hún mun varla eiga sinn líka í því efni, ber þess merki, að þú hafir í skóla gengið og telja beri þig mentaðan mann. þú byrjar greinina á því, að lýsa því yfir, að jeg þjáist af „ofsókn- aræði“, er harðast komi niður á þjer. Þá kallar þú mig „pólitísk- an vindhana“, „angargapa“ og „loddara", og loks klikkirðu út með því, að líkja mjer við and- skotann (sbr. Allstaðar sáir and.... o. s. frv.). Slíkur er rithátturinn, og það sjest glögglega á grein- inni, að þú kaust ekki að fyrir- verða þig fyrir þetta, heldur stær- irðu þig af og lofar framhaldi í sama tón. Þú telur það köllun þína, að reyna að standa í vegi fyrir „til- raunum mínum til að hefjasjálf- an mig til vegs“, og skal jeg ekki að því finna. Sumir menn eru |>annig gerðir, að þola aldrei að sjá neinn mann komast áfram í heiminum án þess að fyllast öf- und og hatri að ástæðulausu og kannske ert þú einn af þeim. Jeg hef aldrei ætlað að sú væri ástæðan fyrir andstöðu þinni við umbótatillögur mínar, heldur or- sakaðist hún af hinni illu að- stöðu þinni í hreppsnefndinni, þar sem þú hlýtur aö finna, að þú ert ekki fulltrúi almennings, heldur aðeins eins eða tveggja manna. Af þessum ástæðum hef- irðu orðið hálfgert utanveltu í hreppsnefndinni, og verður utan- veltu í bæjarstjórninni, ef þú kemst þangað. Þjer er skipað að reyna að hindra heilbrigða þró- un bæjarmálanna, en það er til- gangslaust fyrir þig að reyna það — hún verður hvorki stöðvuð nje hindruð nema þá um stutta stund. Jeg skal svo taka þaö strax fram, aö öllu því, sem þú beinir að mjer persónulega, mun jeg ekki svara einu orði, frekar en hjer er gert, hvorki nú nje síðar. En frásögn þinni um hreppsmál- in, sem varla nokkurt satt orð finst í, álít jeg að mjer sem odd- vita beri að hnekkja, og sný jeg mjer (>ví að þeim. 1. Hafnarmannvirkin. Um kaup hreppsins á eignum Samein. ísl. verslana farast [>jer þannig orð: „Vil jeg þá fyrst rifja upp kaup- in á eignum Samein. ísl. verslana. Án vitundar hre/jpsnefndar gerðir þú fyrst fyrirspurn til eiganda um eignina og taldir líklegt, að hreppurinn vildi kaupa eignina á 75 þúsund krónur eða meira. Er þú svo síðar fjekst staðfestingu á þessu tilboði þínu og lagðir fyrir hrepps- nefndina, reis jeg öndverður gegn slíku tiltæki, en árangurinn af á- kveðinni andstöðu minni og ann- ara varð sá, að eignirnar komust niður í 45 þúsund, sem þó er ó- hæfilega hátt verð, samanborið við söluverð annara eigna „Sameinuðu" á næstu fjörðum“. (Leturbr. hjer.) Þó það sje raunar óþarfi, aö svara þeim fjarstæðum, sem þú hjer segir, því öllum er gangur þessa máls svo kunnur orðinn, skal jeg skýra þetta nánar eftir bestu heimildum, sem um það geta fengist — bókum hreppsins og umsögn hreppsnefndarmanna — sökum þess, að vera má að einhverjir sjeu til, ertrúnað Ieggja á sögusögn þína. Jeg hef skýrt frá því í 10 tbl., Jatnaðarmannsins þ. á., hvernig upptök þessa máls voru, og nægir að prenta þau ummæli aftur hjer, en þau voru svona: „Þegar Samein. ísl. versl. liættu störfum, átti jeg tal um það við stuðningsmenn mína í hreppsnefnd- inni, að rjett mundi vera, að bærinn keypti eignir verslunarinnar fyrir hafnarmannvirki handa bænum, ef þær fengistá viöunandi verði. Töldu þeir allir að það mundi vera rjett, að ekki yrði eignunum slept, án þess hreppnum gæfist kostur á að gera tilboð í þær“. Þessu hefir enginn þeirra mót- mælt, en til þess frekar að sanna, að þú ferð með rangt mál, er þú segir mig hafa „án vitund- ar hreppsnefndar" gert fyrirspurn um eignirnar til eigenda, set jeg hjer yfirlýsingu þeirra fjögra hreppsnefndarmanna, er ásamt mjer komu kaupunum í kring: Eftir beiðni Jónasar Guðmunds- sonar, oddvita, lýsum við því hjer með yfir, að það var með full- um vilja okkar og vitund gert, er oddviti Jónas Guðmundsson gerði fyrirspurn til seljanda að eignurn Sameinuðu ísl. verslana, um hvort þeir vildu gera hreppn- um tilboð um kaup á eignunum. Norðfirði, 8. des. 1928. Ingvar Pálmason. Sigd. V. Brekkan. Magnús /idvarðsson. Vilhj. Stefdnsson. það er einnig alrangt, að jeg hafi „talið líklegt“, að hreppurinn vildi gefa 75 þús. kr. fyrir eign- irnar, hvað þá heldur meira. því til sönnunar skal jeg benda á |>að, að jeg, eins og þið allir hinir hreppsnefndarmennirnir, greiddi atkvæði móti fyrsta tilboðinu — 75 þús. kr. — á fundi hrepps- nefndar 10. maí 1927 og einnig á vorfundi 13. sama mán., ertil- boðiö var Iagt fyrir almennan sveitarfund. Á fundi þessum — 10. maí — kom fram svohljóðandi tillaga frá Páli Þormar: „Hreppsnefndin samþykkir aö hafna tilboöi Ragnars konsúls 01- afssonar um kaup á eignum þeim, er áður áttu Hf. Hinar samein. ísl. verslanir, þar sem veröið er ofhátt eftir núverandi ástandi eignanna". „Tillagan var sam|>ykt með öllum atkvœðum". Þessa tillögu bar jeg svo fram á vorfundinunt þ. 13. niaí og var hún líka samþykt þar. — Af þessu geturðu sjeð, að þetta er alrangt hjá j>jer, og jeg hjelt að þú þektir mig það vel, að þú vissir að jeg greiði aldrei atkv. með þeirri tillögu, sem fer í öf- uga átt við skoðanir mínar. En á þessum fyrsta fundi skiftust skoðanir hreppsnefndarinnar um það, hverja Ieið skyldi farið i kaupmáli þessu. Vildi jeg og fleiri að til samninga yrði stofn- að af beggja hálfu — hreppsins og R. Ól. — og nefnd manna af hálfu hreppsins yrði látin reyna samninga, svo verðið fengist fært niður í j>að, sem telja mætti sannvirði eignanna. Gegn þessu beitti Páll Þormar sjer aðallega. Benti hann á, að eins og stæði væri enginn kaupandi að eign- unum, svo vitanlegt væri, og að seljandi mundi síðar bjóða eign- irnar aftur, og þá á lægra verði. Taldi hann þá leiðina, að láta seljanda sækja á um kaupin, heppilegri en þá, sem jeg vildi fara. Skoðun P. Þ. varð ofan á í nefndinni. Hreppsnefnd ákvað með því að stofna ekki til samn- inga, heldur leita lags um kaup- in, þegar eignirnar hefðu fallið nægilega í verði. Þá gefur þú í skyn — segir [>að beinlinis — að fyrir ákveðna andstöðu þína og annara hafi eignirnar fallið úr 75 þús. kr. niður í 45 þúsund. Rarna lilýt- urðu að vita, að þú segir vísvit- andi ósatt. Það, sem boðið var á 75 þús., voru allar eignirnar, en hreppurinn keypti ekki nema sumt af þeim i'yrir 45 þús. kr. Raunverulegt söluvevö allra eignanna var ca. 65 þús. krónur, því auk þess, sem hreppurinn keypti á 45 þús. kr., var það, sem jeg keypti á 18 þúsund, — eru þá komin 63 þúsund kr. — en auk þess voru mestöll fiski- verkunartækin, segl, vigtir o. fl., sem seljandi hafði sjálfur selt öðrum, áður en jeg keypti af honum. Er því raunverulegt sölu- verð nákvæmlega það sama sem jeg þegar í upphafi taldi rjett að bjóða í eignirnar og hefðu þær sennilega þá þegar fengist fyrir það verð. Þetta læt jeg nægja um þetta mál. Ósannindin eru |>jer sjálfum verst, þau saka hvorki mig nje hreppinn, en það lýsir ekki góð- um málstað, að þurfa að grípa til annara eins ósanninda og þú hefir hjer gert. Aö þú barðist móti kaupunum á „Sameinuðu" ,var eðlilegt. þú sást, að þau hlutu með tíð og tíma að verða til þess, að draga skipaafgreiðsl- urnar frá Sigfúsar-bryggjunni, og gegn því barðist þú. Þaö var ekki af umhyggju fyrir hag hreppsins, ekki af umhyggju fyrir hag almennings, að þú barðist gegn kaupunum. Þaö var blátt áfram af því, að þú sást, að kaup þessara eigna gátu orðið óhag- ur fyrir Sigfús bróður þinn. Af söinu ástæðum varstu á móti rafveitunni og þú hefir altaf verið á móti öilu, sem á einhvern hátt hefir snert hagsmuni Sigfúsar. — Meira að segja hefirðu verið á móti vegarbreikkun í bænum, af því, að væri einn skúrinn hreyfð- ur, gat það orðið til þess, að hróflað yrði við einhverju í for- arsundinu hjá Sigfúsi. Og ef þú værir nokkur mað- ur, þá mundirðu viðurkenna að þetta er svona. Það væri þjer lika miklu sæmra, en að vera að flagga með |>ví, að þú sjert „kos- inn til að gæta hagsmuna al- mennings“, sem þú gætir alls ekki. Almenningur hefir hag af kaupúnum á „Sameinuðu", en Sigfús óhag. þú ert Sigfúsar meg- in — móti almenningi. Þetta vita allir og þessvegna þýðir [>jer ekki annað en kannast við það. Jeg hef aldrei tekið þetta illa upp fyrir þjer, oftast vorkent þjer þá illu aðstöðu, sem þú hefir, þar sem sannfæring þín er kannske stundum á öðru máli en Sigfús bróðir þinn. Hve háður þú ert hohum er augljóst af því, að þú —hreppsnefndarmaðurinn—skul- ir ekki mega kaupa straum af rafstöð bæjarins, heldur verður að þiggja hann sem ölmusu frá Sigfúsi. Ef þú hefðir verið nokk- ur maður, þá hefðirðu krafist straums frá stöðinni, svo þú yrðir ekki brotlegur við rafveitu- reglugjörð bæjarins. Jeg tel að grein þín gefi mjer ekki tilefni til frekari athugasemda um kaupin á hafnarmannvirkjun- um, og tek |>á fyrir hið næsta, sem er: 2. Skólabyggingin. Ekki ertu sannleikanum sam- kvæmari í ummælum þínum um afstöðu niína í skólabyggingar- málinu og byggingu hafnargarðs- ins, en um „Sameinuðu“-kaupin. Þar um segir þú: „Einnig lýsti jeg |>ví yfir, að jeg taldi hreppnum nauðsynlegra aö snúa sjer að byggingu barnaskóla- liúss og byggingu hafnargarðs á Neseyri. Þessi mál eru, eins og all- ir Noröfirðingar vita, bráð aðkall- andi, en þar hefir þú sífelt staðið á rnóti og reynt að draga þau á langinn. (Leturbr. hjer.) Nauðsyn skólahússins þekkja allir, og hefir hr. X áður skrifað um það lijer í blaðinu. En ekki flýtir það málinu, að þú, oddvitinn, hefir eytt til ann- ars þeim 15 þúsund krónum, sein hreppsnefnd samkv. fjárhagsáœtlun liafði beinlínis œtlað til skóla- byggingar (leturbr. hjer) og aö þú auk þess ert búinn að festa stórfje í bryggjum og rafstöð". Það er áreiðanlegt, að slík um- mæli sem þessi liefðu ekki getað koniið frá neinum öðrum en þeim, sem hefir gert það að at- vinnu sinni, að segja ósatt. Að jeg hafi sífelt - staðið á móti skólabyggingunni og hafnargarö- inum, er svo langt frá sannleik- anum sem nokkuð getur verið, því jeg er einmitt fyrsti flutnings- maður beggja þessara mála — annars á almennum sveitarfundi, en hins í hreppsnefnd. Hinn 14. apríl 1925 flutti jeg hjer á almennum hreppsfundi til- lögu uin stækkun barnaskóla- hússins — eða, ef þess yrði ekki kostur, að stækka |>að, — þá að segja mjer upp stöðunni oggera skólann aftur að annarshversdags skóla, því húsið væri of lítið fyrir hversdagsskóla handa svo mörg- am börnum, sem þá voru orðin. Það var samj>ykt, að athuga stækkunina, en felt aö segja mjer upp starfanum. Á fyrsta hrepps- nefndarfundinum, sem jegboðaöi til eftir að jeg varð oddviti, var samj>ykt sú gerð um skólamálið t Magnús Kristjánsson fjármálaráðlierra er látinn. Hann andaðist á ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn, sunnudaginn 9. þ. m., af afleið- ingum uppskurðar. — eftir tillögu skólanefndar — að stækka ekki gamla húsið, heldur byggja nýtt hús. Við Ingvar Pálmason — jeg sem oddviti og hann sem for- maður skólanefndar — höfum svo síðan unnið það fvrir þetta mál, sem gert hefir verið, en það er þetta: 1. Staður undir skólahús liefir verið ákveðinn af skipulagsnefnd og eftir því sem jeg best veit, sætta sig allir vel við bann, en áður var liver höndin upp á móti annari í því efni. Einn vildi- þetta og annar hitt. 2. Uppdrættir að framtíðar- skólahúsi, ásamt leikfimishúsi og leikvelli, hafa veriö gerðir af húsameistara ríkisins og sam- |>yktir af fræðslumálastjóra. — Kostnaðaráætlun hefir verið gerð af húsameistara og áætlar liann að skólinn fullbúinn með leik- fimishúsi muni kosta 120þúsund krónur. 3. Landsbankinn hefir lofað að lána 40% af fasteignamatsverði hússins, þegar það er uppkoniið og fyrir milligöngu fræöslumála- stjóra hefir fengist loforð veð- deidarinnar um að fje þetta feng- ist að mestu fyrirfram, en ann- ars er ótítt að veðdeild láni fyr en bygging sú er uppkomin, seni lánið er tekið út á. 4. Hreppsnefndin hefir við niðurjafnaðir 1925 og 1926 tekið frá 15 þúsund kr. til byggingar- innar. Það má því segja, að hrepps- nefndin hafi trygt til byggingar- innar: 40% af 120 þús. krónuni — eða 48 þúsundir, og hafi til að leggja í bygginguna 15 þús., eða hafi alls útvegað rúrnan helming hins áætlaða kostnaðar. Það, sem enn er eftir að útvega, eru 60 þús. kr„ sem við Ingvar höfum [báðir oft bent á að ekki yrði hægt að útvega nema meö ríkisábyrgð, með svo góðum kjörum, sem á sliku láni þyrfti að vera. Að enn hefir ekki ver- ið farið fram á slíkt lán, stafar af tvennu: Fyrst því, að meðan íhaidið fór með völd, fylgdi það þeirri stefnu, að ganga alls ekki í tieinar dbyrgðir fyrir bœjar- eða sveitarfjelög, og á |>ví eina þingi, sem Framsókn og Jafnaðarmenn hafa haft meiri- hluta, átti Norðfjörður stórmál —- bæjarrjettindin — og taldi hreppsnefndin öll — þú líka, Jón —• ekki ráðlegt, að sækja iim stóra ábyrgðarheimild, um leið og rjettarbóta þeirra var krafist. Alt þetta, sem jeg lijer hefi sagt, veistu allra manna best. Þó geristu svo djarfur, að segja það opinberlega, að jeg Jiafi sífelt staðið á móti“ þessu máli og dregið það á langinn. Það, sem gert hefir verið, hefi jeg átt mest- an þátt í, en þú hefir ekkert gert og mundir hafa orðið á móti, ef j>ú hefðir sjeð að alvara hefði ætlað að verða úr meö

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.