Jafnaðarmaðurinn - 15.12.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 15.12.1928, Blaðsíða 4
4 JAFNAÐARMAÐURINN staura aðalleiöslunnar, þar sem hægt er að koma því við, sömu- leiðis á hús, þar sem því verður viðkomið og þau liggja eins heppi- lega og þó sjerstakir staurar væru, en þó sjerstaklega þau Ijósstæöi, sem uppsett kunna að verða nú í nóvember, með tilliti til þess, að vöntun er á Ijósastaurum og leiðsluþræði. 2. Hreppsnefnd sjái mjer fyrir heim- ild til að leggja aðalljósaleiðsluna og setja upp þá ljósastaura, sem þörf er á á fyrnefndu svæði, og leyfi til að hafa leiðsluna eftir- gjaldslaust á fyrnefndu ljósasvæði til ársloka 1936. 3. Að jeg selji hreppnum rafstraum til kvöldlýsinga þessara 20 50 kerta Ijósstæða, og sje lengd Ijósatímans frá því er dimmir að kvöldi til kl. 12 á miðnætti á tíma- bilinu frá 1. september til 15. apríl, og annast jeg eða rafstöð- in að kveikja og slökkva Ijósin frá einum eða fleiri slökkvurum. 4. Hreppurinn greiði mjer fyrir upp- setningu hvers Ijósstæðis til að bæta mjer að nokkru leiöslukostn- að, kr. 140,00 — eitt hundrað og fjörutíu krónur — fyrir hvert uppkomið Ijósstæði, og greiðist gjaldið þegar eftir uppsetningu Ijósstæðanna. Sjálf Ijósstæðin (lamparnir) veiða eign hreppsins og ber hann allan kostnað af viðhaldi þeirra og endurnýjun frá „Isolatorum" þeim, sem næstireru hverju ljósstæði, en alla viðgerð þeirra annast stöðin fyrir hrepps- ins reikning og í samráði viö hann og eins fljótt og tök eru á. 5. Fyrir ljósastraum greiði hreppur- inn mjer fyrir hvert tímabil frá 1. september til 15. apríl kr. 90,00 — níutíu krónur — fyrir hvert 50 kerta Ijós, og greiðist gjaldið í tvennu lagi, helmingur 1. nóv- ember og síðari helmingur 1. mars. Fyrir þann hluta, sem nú er eftir af ljósatímabilinu til 15. apríl nk. gröiðist aöeins kr. 65,00 — sextíu og fimm krónur — fyrir hvert 50 kerta ljós, sem kemur til notkunar nú í nóvember, og greið- ist helmingur þessa gjalds nú um nýár og hinn helmingurinn 1. mars nk. Óski hreppurinn að bæta síðar við Ijósstæðum, greið- ist sama gjald fyrir hvert Ijós- stæði og Ijósastraum og ákveðið er hjer að framan, en aukningin getur þó aðeins komið til greina fram með ' aðalleiðslu eða auka- leiðslum þeim, sem síðar kunna að koma í þorpinu út frá aðal- leiðslu, þó aðeins innan 35 metra fjarlægðar frá næsta leiðslustaur. 6. Tilboö þetta um uppsetningu götu- Ijósa og straumsölu til þeirra er bundið því skilyrði, að hreppur- inn semji um straumkaupin með fyrnefndum skilmálum til ársloka 1936, og leyfi ekki uppsetningu rafstöðva til ljósasölu samnings- tímabilið, sem sje til árslokal936. 7. Verði verulegar breytingar á verö- gildi peninga og þar af leiðandi á reksturskostnaði stöðvarinnar, lækkar eða hækkar gjaldið, bæði á ljósstæðum, sem kynnuaðverða sett upp eftir l.september nk.ár, og á ljósastraum, frá sama tíma, hlutfallslega og eftir samkomulagi aðila, eða ef það næst ekki, þá eftir úrskurði 3ja manna gjörðar- dóms, er skipaður sje mönnum utan þorpsins; kýs hvor aðili einn gjörðardómsmann, en sýslumaður Suður-Múlasýslu sje oddamaður. Allur annar ágreiningur, sem kann að rísa út af samningi um lýsinguna, og aðilar geta ekki oröiö ásáttir um, skal vísað til úrskurðar gjörðardóms, sem skip- aður sje á sama hátt og getið er um hjer að framan. Kostnað við gjörðardóm borga báðír aðilar.sinn helminginn hvor. 8. Seljandi rafstraumsins er ekki Aðvörun um eiturhættu af áttavitavökva. í auglýsingu Dómsmálaráðuneytisins um alkohol á áttavita, 21. ndv. 1928 (Lögb.bl. nr. 48, 1928), er svo fyrir mælt, að frá 1. jan. 1929 megi ekki nota brennivín (æthylalkohol-blöndu) á áttavita eins og tíðkast hefir, en í þess stað megi nota tréspiritus (methylalkohol). Nú er tréspíritus (methylalkohol) banvænt eitur. Fyrir skömmu bar það til í Reykjavík, að maður tók vökva úr áttavita í hreyfilbát á höfninni og drakk f þeirri trú, að þetta væri brennivín, en það var þá tréspiritusblanda — og maðurinn beið bana af þeirri nautn. Þess vegna eru sjémenn alvarlega var- aðir við því að leggja sér til munns þarin vökva, sem látinn verður á áttavita í öllum íslenzkum skipum eítir næstu áramót. Landlæknirinn, Reykjavík 24. nóv. 1928. G. Björnson. Jólavörur nýkomuar í verslun A. A. Pálmasonar: Kornvörur, nýlenduvörur, vefn- aðarvörur, glervörur, járnvörur, og pappírsvörur. — Urval af smekklegum jólagjöfum. Munið, að bestu og ódýrustu vörurnar fáið þjer ávalt í verslun A. A. Pálmasonar. skaðabótaskyldur vegna stöövar- bilana, sem fyrir kunna að koma, eða bilana á ljósaleiðslum, en aö sjálfsögðu ber honum skylda til að flýta viðgerð eftir föngum. Taki stöðvarbilunin lengri tíma en einn mánuö, ber stöðinni að endurgreiða helming hlutfallslegs Ijósagjalds þess tíma, sem Ijósa- stöövunin stendur yfir. Svar yðar viðvíkjandi tilboði þessu óskastjiið fyrsta, þar eö jeg þyrfti helst að síma strax á morgun út af efni, ef til samninga kæmi.. Virðingarfyllst Sigfús Sveitisson. Til oddvita Neshrepps, Norðfirði11. Eins og þú sjálfur hlýtur að sjá, er ekkert satt orð í öllum þessum ummælum þínum. Sigfús býður ekki götulýsinguna „upp- setta með leiðslum, staurum og Ijóskerum og öllu tilheyrandi".— Uann á sjálfur að eiga leiðsluna og staurana — eiga alt nema aðeins Ijóskerin sjálf. Á þeim er líka mestur viðhaldskostnaðurinn. Hann býður ekki að selja hreppn- um þetta uppsett fyrir 1800 kr., eins og þú segir, heldur vill hann að hreppurinn greiði sjer 140 kr. fyrir hvert Ijósstæði, til þess að bœta honum að nokkru leiðslu- kostnaðinnu. Nú voru Ijósstæðin 20 að tölu og því eru þaö ekki 1800 heldur 2800 krónur, sem hann vill fá fyrir að setja upp götuljósaleiðsluna, og eiga hana síðan sjálfur uppsetta, og fá frá hreppnum minst 1800 kr. á ári fyrir strauminn ttl götuljósanna. En ekki nóg með þetta. Auk þessara ókjara er svo tilboðið bundið því skilyrði, (sbr. 6. lið), „að hreppurinn semji um straum- sölu til ársloka 1936 og leyfi ekki uppsetningu rafstöðva til Ijósa- sölu samningstímabilið“. Hjer er farið fram á að hrepp- urinn afsali sjer í hendur Sigfúsi Ieinkaleyfi því, er hreppurinn að landslögum hefir til reksturs raf- stöðva, og þó ekkert annað hefði verið við tilboðið að athuga, þá hefði jeg ekki greitt því atkvæði af þessum ástæðum. Jeg tók það fram strax og jeg sá þetta tilboð, að mjer fyndist það ekki viölits vert, og á sama máli mun öll hreppsnefndin hafa verið, nema þá þú, sem sjálfsagt hefir fundist þetta fyrirtaks heppi- legt fyrir hreppinn. Jeg var þá eins og fyr „á verði“ er ganga átti á hagsmuni sveitarfjelagsins og jeg mun altaf spyrna á móti yfirgangi einstaklinga á hendur sveitarfjelaginu, og eins þó eigi að nota sjer neyð þess, eins og berlega kemur fram í tilboði þessu. Jeg læt þá hjer staðar numið. Eins og jeg hefi áðurtekið fram, liirði jeg ekki að svara einu orði persónuleguni skömmum þínum í minn garð. þær eru á jafn ó- heilum grundvelli reistar og frá- sögn þín um hreppsmálin, sem jeg hef nú hrakið Iið fyrir lið. þú barst þig borginmannlega og þóttist ætía að „taka mjer tak og rífa mig úr roði“. En ekki er það mín sök, þó ýmsum kunni að finnast, eftir lestur þess- arar greinar, að þar sje skift um hlutverk og þú sjert nú orðínn mun rýrari í roðinu en þú þótt- ist fyrr vera. Alt er það þín eig- in sök. Hefðirðu ekki látið reið- ina hlaupa með þig í gönur, þá hefðirðu getuð stilt skrifi þínu svo í hóf, að eirihversstaðar hefði satt orö til verið. En svo lán- samur varstu ekki. Nú stendurðu frammi'fyrir almenningi sem op- inber ósannindamaður. Þú, sem ert í einni virðulegustu stöðunni, sem sveitarfjelagíð ræður yfir, ert búinn að gera þig að ómerking, sem enginn — ekki einu sinni þínir allra-allra nánustu fylgis- menn í íhaldinu trúa hjereftirtil eins eða neins. Jeg veit, að ef þú reynir að svara þessari grein minni, verður það ekki með rökum. þau eru óþekt í þínu höfði. það verður með nýjum ærumeiðandi skömm- um og svívirðingum. Öðruvísi geturöu ekki ritað. En það lieil- ræði vil jeg gefa þjer, að minn- ast þá ekki á hreppsmál og síst af öllu vanrækslu mína á þeim. Vera má þá að jeg minni þig á sundlaugarbygginguna og nefnd- ina, sem starfar í því máli og ef til vill fleira, sem jeg annars mun þegja um. Þú veist eins vel og allir aðrir hreppsnefndarmenn, að jeg hefi rækt oddvitastörf mín vel, þó þau sjeu nú margfalt yfir- gripsmeiri en í tíð fyrri oddvita, því hreppurinn hefir nú svo miklu fleira með höndutn en þá var. Þú veist, aö jeg hef einn oft unn- ið þau störf, sem heilum nefnd- um var ætlað að gera. Og þetta dettur mjer ekki í hug að þakka mjer neitt. Jeg álít það skyldu mína, og þessvegna gerði jeg það. Jeg skal svo að lokum taka það fram, að jeg er fús til þess hvenær sem er og hvar sem er, að ræða við þig hreppsmálin, stefnurnar þar og störfin þar, með rökum og á þeim grund- velli, sem okkur sem hrepps- nefndarmönnum er samboðinn. En það sagði jeg þjer fyr og segi þjer enn, að persónulegum skömmum þínum og annara íhaldsmanna í minn garö, get- sökum og öðru ótæti, mun jeg ekki svara, nema mjer þyki þær ganga svo langt, að jeg telji mig neyddan til, að vísa þeim til dómstólanna. Jónas Quðmundsson. Gideon Dan vél.þriggja hesta lítið notuð og endurbætt. — vél, 25 hesta 2ja cyl. í ágætu Iagi, fást keypt- ar með tækifærisverði, ef samiö er strax við Einar Sigurðsson Seyðisfirði. Út af kjörskrá. Eflir tillögu íhaldsmanna í hreppsnefndinni samþykti hrepps- nefnd nýlega að leita upplýsinga hjá framfærslusveitum nokkurra kjósenda, er flutt hafa hingað á siðari árum, um það, hvort við- komandi kjósendur væru ekki þar í sveitarskuld. Var oddvita falið að afla þessara upplýsinga símleiðis, því ekki mátti bíða" með að fella þá af kjörskrá nú við bæjarstjórnarkosningarnar.— Árangurinn af þessu hefir orðið sá, að a. m. k. 7 kjósendur verða strikaðir út af skránni næst er hún kemur fyrir hreppsnefndar- fund, nema þeim takist að fá styrkinn eftirgefinn fyrir þann tíma, sem litlar líkur eru til. — .Kemur hugulsemi íhaldsins við hið fátæka fólk, sem það ginnir hingað með loforöum um „góða vinnu“, vel fram í þessu, þar sem það ann því ekki þess, að njóta hjer borgaralegra rjettinda, þó það fyrir fátæktarsakir hafi einhverntíma á æfinni þegið sveitarstyrk annarsstaðar og scm ekki hefir verið eftirgefinn. —En allra bragða skal beitt til þess, að fækka kjósendum Alþýðu- flokksins. — þar er ástæðan. Um bæjarfógetaembættið hjer sækja Kristinn Ólafsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Jón Hallvarðsson Iögfræðingur í Reykjavík.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.