Jafnaðarmaðurinn - 31.12.1928, Blaðsíða 2

Jafnaðarmaðurinn - 31.12.1928, Blaðsíða 2
2 JAFNAÐARMAÐURINN | C5>C2X5)<2XS)©©(aXSC JAFNAÐARMAÐURINN kemur út tvisvar á mánuði oií kostar fjórar krónur á ári. — Útgefandi Verklýðssamband Austurlands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Jónas Guðmundsson. Prentsm. Sig. Þ.Guðmundssonar Seyðisfirði. Jafnaðarmaðurinn er stærsta blaðið á Austurlandi og allir lesa hann. Þess vegna er best að augiýsa í honum.— Jafnaöarmaöurinn er blað allrar alþýðu. Utanáskrift blaðsins er: „Jafnaöarmaðurinn" Norðfirði. Listarnir. Fjórir listar verða í kjöri við kosningarnar 2. janúar. Á einn þeirra — A-listann ,— er sjer- staklega minst annarsstaðar hjer í blaðinu og skal því slept að minnast á hann hjer. Það er sá listinn, sem „Jafnaðarmaðurinn" stendur að, og þvi eðlilegra, að aðrir dæmi frambjóðendur hans. Hina listana þrjá telur blaðið sig aftur á móti geta athugað og skal því minst á þá lítillega. Það er rjett að taka það fram strax, að ekki getur orðið um að ræða, að neinn þessara lista komi að meira en 2 mönnum og veröa því listarnir dæmdir út frá stefn- um flokkanna, sem að þeim standa, og tveim efstu mönnum listanna. B-listinn er listi íhaldsflokksins. Á íhaldiö hjer í bæ hefir svo rækilega ver- iö minst hjer í blaðinu áður, að öllum lesendum þess er kunnugt hvernig það er. Efstu menn list- ans eru þeir tveir menn, er í- haldið hefir haft fyrir fulltrúa sína í hreppsnefnd undanfarinár. Skipun listans er dálítið einkenni- leg. Efstu mennirnir — þ. e. þeir, sem von hafa um að komast að — eru frá tveim stærstu atvinnu- og verslunarfyrirtækjum bæjarins, og ber því fyrst og fremst að Jíta á þá sem fulltrúa þessara tveggja fyrirtækja. — Smákaupmennirnir skipa í þriðja sætið, sem er al- gerlega vonlaust. Þó leggja smá- kaupmennirnir og þeirra lið til rneira en helming kjósenda þeirra, sem Íhaldsílokkurinn getur feng- iö. Hafa því smákaupmenn og aðrir smærri spámenn íhaldsins verið „settir hjá“ við skipun listans. En þeir um það. Þeir munu sjálfsagt dingla aftan í eins og fyr, þó þeir sjeu enn sem fyr afskiftir. Sterkur grunur leikur á því, þó ekki sje fullsannað enn, að suinir á listanum sjeu þang- að nauðugir teknir, þ. e. að þeír hafi verið settir á listann án þess þeir gæfu samþykki sitt til. Bend- ir þetta á, að mannfæð mikil muni vera orðin hjá íhaldinu. það er fyrirfram vitað, að hvort sem listí þessi kemur að einum eöa tveimur, verða iulltrúar hans til þess eins, aö draga úr öllum framkvæmdum í bænum. þem munu verða á mótí því, að í nokkuð það verði ráðist, er kemur í bága við hagsmuni kaup- sýslumanna bæjarins, þó það geti miðað almenningi til góðs. Efsti maður listans, Páli G. Þormar, kanpmadur, heíir þó fyr meir fylgt einstaka máli, en allar líkur eru til, að úr þeim áhuga fari nú að draga. Annar maður listans, Jón Sveinsson, verslunarmadur, er kunnastur allra manna hjer í bæ aö því, að vera á rnóti öllu sem miðar í framfaraátt, og er líklegt að hann bregði ekki vana sínum í því efni, ef hann nær kosningu í bæjarstjórn. Um fleiri af þessum lista getur ekki orðið að ræða, og fái íhaldið ekki stuðning frá mönnum þeim, er að kunna að komast af C- og D-ltsta, verður það áhrifalaust í bæjarstjórninni. C-listinn er listi Framsóknarflokksin s. Til Framsóknar hafa talið sig flestir útgerðarmenn bæjarins og ýms- ir aðrir miðstjettarmenn. Hefir Framsókn átt 4 fulltrúa í hrepps- nefnd að undanförnu og á síð- ustu árum unnið með jafnaðar- mönnum að umbótamálum bæj- arins. Nú hefir það undarlega fyrirbrigði gerst í flokki þessum, að einn besti maður Framsókn- ar, Sigdór Brekkan, kennari, hef- ir ekki veriö tekinn á lista flokks- ins, en í hans stað hefir verið settur Helgi Pálsson, kaupfje- lagsstjóri, sem mjög lítið hefir gefið sig að opinberum málum hingað til. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú, að Sigd. Brekkan hafi þótt vera of mikill jafnað- armadur, tit þess Framsókn gæti stilt honum upp, og ef þetta er rjett, bendir það til þess, að Framsókn sje að verða íhalds- samari en hún hefir verið. Um efsta manninn á lista Framsókn- ar, Ingvar Pálmason, olþm., hefir „Jafnaðarmaðurinn aöeins gott eitt aö segja. Hann hefir beitt sjer ötullega fyrir bæjarrjettind- unum og verið góður fylgismað- ur ýmsra mála, er verið hafa á döfinni í seinni tíð. Hver, sem þekkir Ingvar Pálmason, mun treysta honum vel til giftusam- legrar þátttöku í stjórn bæjar- málanna. — Helgi Pálsson kaup- fjelagsstjóri hefir enn lítið fengist við opinber mál, nema hvað hann hefir starfað í skólanefnd nokkra mánuði og var hann til þess starfs kosinn af íhalds- mönnum nær eingöngu. Bendir það á, að íhaldiö telji hann í ætt við sig, hvort sem það reyn- ist rjett, ef hann nær kosningu til bæjarstjórnar. Ýmsar aðgeröir H. P. í skólanefnd benda til þess, að hann muni alt eins vel fylgja íhaldinu að málurn, ef til kemur, enda mun því það ekki móti skapi, að hann nái kosningu. -— Jfnm. telur hiklaust skift um til hins verra, er H. P. er tekinn í stað Sigd. Br. og telur Framsókn með því hafa færst skrefi nær íhaldinu. D-Hstinn er ekki talinn vera listi neins stjórnmálaflokks, heldur einhvers- konar utangarnarlisti, ruslakista, sem safna á í því, sem ekki vill binda trúss við hina pólitisku flokka. — fhaldið hefir aðallega beitt sjer fyrir því, að koma fram lista þessum, og er tilgangurinn augljós. Það hefir valið listanum nafnið „Sjómannalisti“, því það veit sem er, að sjómenn eru hjer fjölmennir, og íhaldið hyggur þá auðginta til fylgis •við sig, ef það siglir undir nógu fölsku flaggi. Lista þessum er ætlaö að draga frá Framsóknar- og Alþýðu- flokknum og koma að á þann hátt íhaldssinnuðum útgerðar- manni, er síðar gæti orðið flokks- maður eða fylgifiskur þess. Þessi er tilgangurinn, hvernig sem alt tekst. Nokkrir útgeröarmenn og formenn af 3 stærstu bátunum hjer skipa listann, en engir eru þar hásetarnir, og mun fylgi listans meðal sjómanna vera mjög lítið. Sjóménn fylgja hjer sem annarsstaðar Alþýðuflokkn- um að málum og kjósa lista hans. Enginn þeirra, sem á listanum er, hefir áður fengist við opinber mál. Gísli Kristjánsson útgerð- armaður, sem er í efsta sætinu, er þektur dugnaðar- og fram- kvæmdarmaður fyrir sjálfan sig, og hefir á tiltölulega mjög skömm- um tíma komist í röð fremstu útgerðarmanna hjer. Q. K. hefir áður veriö talinn fylgja Framsókn, en nú telur íhaldið sjer hann vísan sem stuðningsmann, ef hann nær kosningu. — Varla er hugsanlegt, að listi þessi komi að nema einum manni — ef liann þá kemur nokkrum að. — Allir hljóta að sjá það og skilja, að hann er fram koininn sem „sprengilisti“ og ætlaður íhaldinu til framdráttar. Væri íhaldinu því maklegast, ef listinn kæmi að manni, að það yrði þá á kostn- að þess sjálfs, þannig, að annar maður B-listans falli,— því ólík- legt er að Q. Kr. reynist jafn illa í bæjarstjórn og annar maður B-listans, J. Sv., hefir leynst í hreppsnefnd. — Allir þeir menn, er D-listann skipa, hafa áöur ýmist fylgt framsókn eða Jafn- aðarmönnum. Nú liafa þeir skil- ið við þá flokka — fyrir tilverkn- að íhaldsins — og eru á Ieiðinni til þess, og enginn efi er á því, að lendi fulltrúi þessa lista í bæj- arstjórn, hlýtur hann að hafna hjá — íhaldinu. Þeir, sem greiða B- eða D-listanum atkvæði, kjósa íhaldið, og vinna með því að kyrstöðu eða afturhaldi í bæjarmálum um ófyrirsjáanlegan tíma. Kaupgjaldsmálið. Eins og öllum Norðfirðingum mun kunnugt vera, hefir Verk- lýðsfjelag Norðfjaröar sagt upp gildandi kaupgjaldssamningi við atvinnurekendur lijer, frá 31. þ m. aö telja. Hitt munu líka allir vita, að verkafólk hjer á Norð- firði hefir unnið fyrir lægra kaup en víðasthvar annarsstaðar á landi hjer. þessvegna gerir það nú líka kröfu um að fá flesta liði gildandi kaupgjaldssamnings hækkaöa um ca. 18%. það verður trauðla annað sagt, en að þetta sje í íylsta máta sanngirniskrafa, og mjer þykir það næsta ósennilegt, að atvinnu- rekendur sjái það ekki sjálfir, þegar þeir fara að hugsa um málið með sanngirni og stillingu. þeir mættu vel muna verkafólk- inu joað, að árið 1926 — sem var erfitt ár fyrir þá, sein at- vinnu ráku hjer — aö |)á gaf verkafólkið góðfúsiega eftir að kaupið lækkaði niður í 85 aura um klst., og mun það aðeins á þrem stööum á landinu hafa ver- ið lægra næstliðið ár. Aftur á móti hefir næstliðiö ár verið veltiár fyrir atvinnurekend- ur, og allir vita, að gróði þeirra skiftir tugum þúsunda. Ef þeir nú ekki góðfúslega ganga inn á þá hækkun, sem verkafólkið fer fram á, þá sanna þeir, að alt skraf þeirra um það, að kaup- hæðin eigi að fara eftir gjaldþoli atvinnuveganna, eru blekkingar einar. Jón Þorláksson alþingis- maður, núverandi flokksbróðir þeirra, hefir sagt um gróðamenn landsins, að þeir sjeu menn, „sem stari á sínar eigin pyngjur". Ætla atvinnurekendur hjer að láta þessi orð Jóns sannast á sjer? Úr því verður framtíðin að skera. Alþýða manna getur vissu- lega ekki vænst neins góðs af þeim mönnum, sem hafa allan sinn manndóm í maganum, og ekki kunna að meta annað en það, sem í þeirra eigin ask verð- ur látið. Þeir, sem reynt hafa að kynna sjer afkomu fólks hjer, vita, að hún er fremur slæm. Árlega bæt- ist við í þann hóp, sem af sveit Þyggur, þó margir hafi bjargast, fyrir ítrustu sparsemi, — með því að búa í húsakynnum, sem meiriháttar atvinnurekendur mundu telja ófullnægjandi handa hænsnum sínurn og kúm, og með því að lifa á Ijelegu fæði og ganga í vondum fötum. Það er takmark okkar jafnaðarmanna, aö útrýma fátæktinni úr heimin- um, og við trúum — og vitum að það tekst, þegar kenning- ar okkar hafa sigrað. það munu flestir verða sam- niála um, að það jjjóðfjelag eða bæjarfjelag á tryggasta framtíð, sem á flestum efnalega sjálfstæð- um einstakiingum á að skipa.— Atvinnurekendur hljóta líka að skilja, að það kemur óbeinlínis niður á þeim sjálfum, ef hagur verkafólksins versnar. Því fleiri, sem fara á sveitina, því hærri út- svör verða auðmennirnir að bera. Eitt af því, sem hlýtur að hafa drýgstan þátt í því, að bjarga fás tæku verkafólki frá sveit, er að það fái sanngjarna borgun fyrir vinnu sína, en það hefir verka- fólk hjer á Noröfirði ekki fengið. þáð er sannanlegt. Hversvegna ætti að vera lægra kaup hjer en annarstaðará landinu? Qeta at- vinnurekendur sannaö, að verð á nauðsynjavörum sje yíirleitt lægra lijer en annarstaðar, þar sem hærra kaup er greitt? Qeta þeir sannað, að þeir fái lægra verð fyrir fisk þann, sem þeir kaupa og láta verkafólkið þurka fyrir sig, en annarstaðar, þar sem sama atvinna er stunduð ? Nei! Hvernig sem málinu er velt fyrir sjer, er enganveginn hægt að sjá að atvinnurekendur geti með nokkurri sanngirni staðið á móti kauphækkunarkröfu verkafólksins hjer. Jeg skal ekki spá neinu uni það, hvort atvinnurekendur lijer á Norðfirði eru orðnir svo blindir af Ijóma þeim, sem af pyngjunni stafar, að þeir sjái ekki sannleika þann og rjettlæti, sem hjer hefir verið bent á. Vonandi er, að svo sje ekki, og þá munu þeir líka fljótlega ganga að kröfum þeim, sem verkafólkið heíir sett. Þv. S. A-listinn. í fyrsta sinn í sögu Norðfjarð- ar gengur alþýða bæjarins nú til kosninga sem sjerstök heild. — Verkamenn, sjómenu og smærri útgerðarmenn fylkja sjer nú til sóknar á sviði stjórnmálanria í bænum — ekki til þess að tapa - heldur til þess að vinna glæsi- legasta sigurinn, sem þá enn hefir dreymt um að vinna í bæj- armálum hjer. Verklýðsfjelag Norðfjarðar, með sínum 230 meðlimum, stendur Óskift að baki A-listanum. — Allir frambjóðendur á listanum eru þar fjelagar og hafa starfað þar lengri og skemri tíma. Fje- lagið heldur sjer við þá sjálfsögðu reglu jafnaðarmanna, að stilla engum upp til kosninga öðrum en þeim, sem bundnir eru fje- fjelagsböndum. Fjelagið gerir þá kröfu til fulltrúa sinna, að þeir sjeu fyrst og fremst jafnaðar- menn — fulltrúar hinna vinnandi stjetta. A-listinn er sigurvænlegasti listinn, sem nú er boðinn fram. Hinir listarnir allir eru lækkandi stjörnur á stjórnmálahimninum. A-listinn einn getur vænst þess, að koma að fleiri en tveim fulltrúum, og hann á að koma að minst fjórum mönnum. Tak- ist það ekki, er sigurinn ekki nema hálfur. Til þess að koina að fjórum, þarf A-listinn að fá helming allra greiddra atkvæða, og það á að vera leikur, ef öll alþýða kemur og kýs. Allir af írambjóöendunum á A-listanum eru að heita má óþekt- ir í hinu opinbera lífi, nema efsti maðurinn, Jónas Guðmundsson. Hann er aftur á móti einn þekt- asti maður er við stjórnmál fæst hjer eystra, og hefir á umliðnum árum beitt sjer fyrir að sarneina verkalýðinn til sóknar gegn íhaldinu. Afskifti J. Q. af bæjar- málum hjer eru svo kunn öllum almenningi, að um þau eróþarfi að fjölyrða að þessu sinni. Annar maður listans, Þorvald- ur Sigurðsson, kennari, er nú formaður Verklýösfjelagsins og hefir á síðustu árum tekið mik- inn þátt í störfum þess, enda lengst af verið í stjórn fjelagsins síðan hann kom tll bæjarins. — Þ. S. er maður glöggur oggegn, vel máli farinn og líklegur til þess að vinna málstað verkalýðs- ins mikið gagn, er liann tekur sæti í bæjarstjórn. Þriöji maðurinn er Guðjóri Hjörleifsson, skipstjóri. Hann er sjerstaklega valinn sem fulltrúi sjómannadeildar Verklýðsfjelags- ins á lista flokksins og munu allir þeir, er best þekkja G. Hj. treysta honum manna best til að starfa að áhugamálum sjómanna, þeim er fyrir kunna að koma í bæjarstjórn. Er G. Hj. ötull og fylginn sjer, óvæginn efþvíerað skifta, reglusamur mjög og hefir hvarvetna getið sjer hinn besta orðstír. F'jórði maöur listans er Stefán Quðmundsson, trjesmiður. S. Q. hefir um mörg ár verið fjelagi 1 Verklýðsfjel. Nfj. og lengst af í stjórn þess. Hefir hann starfaö þar ötullega eins og í öllum þeim fjelagsskap, er hann hefir lekið þátt í. Ber St. Q. bindind- indismál mjög fyrir brjósti og

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.