Jafnaðarmaðurinn - 31.12.1928, Blaðsíða 3

Jafnaðarmaðurinn - 31.12.1928, Blaðsíða 3
JAFNAÐARMAtJUKlNN 3 mun vinna að framgangi þeirra mála hjer, nái hann kosningu, og er þess full þörf, að þau mál eigi sjer ötulan og öflugan niál- svara í bæjarstjórn, svo miklu sem hún getur ráöið í þeim efn- um, leggist hún á þá sveif. St. Q. er vinsæll af fjelögum sínum og munu allir bera til hans hið besta traust, enda er honum stilt i það sæti listans, sem mestur styrinn stendur um. Allir, — and- stæðingarnir líka — telja3menn vissa af A-lista. Um fjórða sætiö á þeim lista stendur slagurinn. Þessvegna verða alþýðumenn — karlar og konur — að hafa það hugfast á kjördegi — hvernig svo sem veðrið kann að verða — að því aðeins vinnast/y'ó'£«r sæti Alþýðuflokknum til handa, að allir, hver einasti maður og kona, sem kosningarrjett hefir og flokkinn styöur, kotni og kjósi. Alþýðuflokkurinn hefir stilt þeim mönnum á lista sinn, er hann telur sig hæfasta hafa inn- an vjebanda sinna. — Sýnið nú, kjósendur, að þjer kunnið að meta starf forvígismanna yðar á umliðnum árum og fylkið ykkur undir ykkar eigið merki. þá er ykkur sigurinn vís. Þá gengur Alþýðuflokkurinn af hólmi með þeim glæsllega sigri, að verða einn jafnstór öllum hinum flokk- unum til samans, og það á hann að verða og verður, ef hver ein asti kjósandi hans gerir skyldu sína. Munið það, að þeir, sem sitja heima, hjálpa íhaldinu. Þeir fækka atkvæöúm Alþýðuflokksins og minka með því sigurvon hans! Munið það, að á því veltur alt, hvernig þið sjálf — hver einasti einn — gegnir skyldu sinni! Komiö og kjósiðl A-listinn er listi alþýö- unnar! Veitiö honum sig- urinn! B. S. D Svarið fyrir „krógann" í 3. tbl. „Árvaks" gefur hr. Pál G. Þormar, meöeigandi í fyrirtækinu V. K. H., út yfirlýsingu þess efnis að enn hafi V.K. H. ekki lagt fram fje til útgáfu „Árvaks", hvað sem síöar kunni að verða. Er þar með byrjað á svardögunum fyrir „króg ann“ „Arvak" og mun svo fara aö lokum, að enginn vill við hann kann ast. Þó er sanni nær að ætla, að hr. P. Þ. gefi yfirlýsingu þessa frek ar til að láta svo sýnast, sem V K. H. standi ekki að blaðinu, en ti hins, að sanna að svo sje ekki. Það er sem sje kunnugt, að hr. P. Þ er einn af útgefendum blaðsins. Hann hefir lagt til pappírinn í þaö sem nú er að vísu þrotinn (sbr. 4, tbl. Arvaks) og hann á tæki þau sem blaðið er fjölritað meö. Mun hr. P. Þ. því ekki geta meö góðr samvisku svarið krógann af sjálfum sjer, þó hann sverji hann af versl uninni, en V. K. H. og hr. P. Þ. er álíka skylt og skeggið er hökunni Þá finst hr. P. Þ. það vítavert, að „Jfm." skuli segja, að íhaldið hafi vanrækt bæjarmálin á umiiðnum ár- um. Bendir hann á því til sönnun ar, að svo sje ekki, að liann hafi sjálfur sókt manna best fundi hreppsnefndar. Ekki verður því neit- að, að hr. P. Þ. hefir sókt fundi ýmsum betur, en ekki sannar það neitt áhuga hans nje annara fyrir framgangi hreppsmála. Menn geta alveg eins sókt vel fundi til þess, að vera á móti málunum — hindra framgang þeirra — eins og til að koma þeim fram, og það er grunur Jfnm., að sumir /haldsmenn sæki fundi til þess, frekar en til hins, að koma málunum fram. Hinu hjelt Jfnm. líka fram, að fáar viðlitsverðar umbótatillögur hefðu frá íhaldinu komið. Auk til lagna hr. P. Þ. í rafveitumálinu, sem sumar hafa verið góðar, rekur Jfnm aðeins minni til tillögunnar um kaup á þarfanauti lianda hreppnum, jar sem hr. P. Þ. var annar þeirra, er tilboð geröi um sölu á nautinu, fyrir hönd bróður síns. Sú tillaga var samþykt í hreppsnefndinni, og var ritstj. Jfnm. sá eini, sem atkv. greiddi móti kaupum á nautinu. Þá eru ummælin um að íhaldið tími ekki að borga til sveitar, sem stungið hafa hr. P. Þ. nakkuð fast. Astæðulaust er það alveg af hr. P. Þ. að fjargviðrast mikið út af þeim ummælum. Hr. P. Þ. ætti að vera jað allra manna kunnugast, að stærstu verslanirnar bera hlutfalls- lega lægri útsvör en smærri versl- anirnar, hvað þá heldur en útgerð- armenn eða almenningur. Ritstjóri Jfnm. hefir enn ekki fengiö því fram íomið, aö hækka svo útsvörin á verslununum, sem vera á, en Jfnm er sammála hr. Birni Björnssyni um jað, aö eftir útsvari hr. B. B. ætti t. d. útsvar Sigfúsar Sveinssonar að vera ca. 30 þúsund kr. og útsvar V. K. H. svipað. Nú eru útsvör Dessara gjaldenda ca. 11 þús. og 12 þús. kr., eða ekki helmingur af jví, sem hr. B. B. telur að þau ættu að vera. Sýnir þetta að verslunum ■>essum hefir verið hlíft, þó nokkuð hafi færst í rjetta átt meðálagning una á síöustu árum. Þaðerþvíekki tiltökumál, þó ekki liafi veriö kært yfir útsvörum, sem ekki liafa verið nema ca. hálft álag við þaö, sem vera ætti. hátt og eru „stórir" gjaldendur, að þeir eru manna verst fallnir til al- menningsforráða. Er það skiljanlegt, því flestir eru svo gerðir, að þeir vilja hlífa sjólfum sjer viö álögum, og það því fremur, sem álögurnar eru stærri. — Væri sanni næst, að nefna slíka skoðun sem þessa pen- ingahroka, og þykir hann aldrei þroskamerki. Loks minnist hr. P. Þ. á hiö þverrandi fylgi jafnaöarmanna hjer í bænum. Enginn má lá hr. P. Þ. þó hann reyni nú fyrir kosningarnar að hressa upp á íhaldið með góðum vonum. Minna getur það ekki verið En varla er hægt að ímýnda sjer, að jafnaðarmenn tapi við þessar kosningar. Jafnaðarmenn hafa nú aðeins einn fulltrúa í hreppsnefnd, og varla fer svo, aö þeir tvöfaldi ekki fulltrúatölu sína, en þaö mun enginn hinna flokkanna gera. Sú er spá Jfnm. aö ekki rætist þessar vonir hr. P. Þ. og muni hann verða að glíma við þrisvar til fjórnm sinn- um öflugru jafnaðarmannaflokk bæjarstjórninni en liann átti við aö glíma í hreppsnefnd. Því miður hefir hr. P. Þ. ekki arið allskostar með rjett mál um afstöðu jafnaðarmannsins til út gerðarmanna og sjómanna — eöa eins og hann kallar þaö, „þessa framtakssömu menn á sjó og landi" fnm. hefir aldrei „kastað aur og óþverra", livorki að sjómönnum nje útgerðarmönnum. Hann hefir þvert á móti altaf talað máli þessara stjetta og reynt eftir mætti að leggja jeim liö. Jfnm. hefir aldrei kastað „aur og óþverra" aö neinum, — ekki einu- sinni íhaldinu. —-En liann hefir oft sagt íhaldinu tll syndanna, en það Dolir ekki tilsögnina, heldur ærist og spýr nú allskonar ófögnuði á )áöa bóga. Væri rjettast fyrir hr. P. Þ. að athuga vel, hvort íhalds-puntur sá, sem hann heldur í, er ekki þegar visnaður orðinn í höndum hans, því nú er alt undir því komiö, aö hann bresti ekki í kosningunum. En þó er það svo, að sumir a: helstu „broddum" Ihaldsins hjer bæ hafa svo að segja á hverju ári kært útsvör sín, þó|iau væru svona lág. Og nú síðast í ár hafa tveir þeirra fengið samtals 2000 kr. lækk un á útsvörum sínum hjá yfirskatta nefnd, hvort sem nú Atvinnumála ráðuneytiö samþykkir þá lækkun eða færir aftur til rjetts vegar. Það er enginn, sem öðrum fremur ber byrðar sveitarfjelagsins. Þær eiga allir að bera í rjettu hlutfalli við efni sín og ástœður. —• Þaö er þv ekkert góðverk við sveitarfjelagiö er eigandi að hálfri miljón króna greiðir 1% af þeirri eign í sveitar sjóö, þegar annar gjaldandi, meö 'ó —4 þús. kr. tekjur, greiðir 5—10% af tekjum sínum í útsvar. — Hvar sem þessir gjaldendur ættu heimili yrðu þeir að greiða álíka há útsvör, Þá heldur hr. P. Þ. því fram, að þeir eigi að ráða, sem mest borga til sveitar. Sú skoðun heyrir til hinni liðnu tíð. Nú er svo taliö, að mannvit og þekking eigi að ráða hvaö helst í stjórn opinberra mála en það er oft svo um þá, sem kom ist hafa yfir mikiö fje á einhvern Undanfarnar vikur hefir Ihaldið íjer í bæ, bæði í blöðum og viðræðum, klifað á því, hvað óskapleg óstjórn hafi verið á jármálum bæjarins í minni odd- vitatíð, og hefir það látið einn af „tapspekingum" sínum — ein- hvern Hr. X — gera nokkurn samanburð á fjárstjórninni í minni tíð og fyrirrennara míns, P. Þ. Af því almenningur mun vera rekar ófróður um fjármál bæjar- ins, skal jeg hjer gefa dálítið yf- rlit yfir fjárhaginn, eins og hann var, þegar jeg tók við af P. Þ. og eins og hann var í árslok 1927, svo og gera nokkurn sam- anburð á eyðslu til einstakra út- gjaldaliða, eignum skuldum og útsvörum á báðum tímabilunum. Reikningar ársins 1928 eru enn ekki fullgerðir og því ekki unt að segja nákvæmlega um afkomu þessa árs, en af því þetta ár hef- ir verið sjerstakt góðæri, hefir það bætt að mun hag hreppsins frá því í fvrra. 1. Eignirnar. Eignirífard. Eigniríárs- 1925. lok 1927. Eftirstöðvar skv. hreppsreikningi (þ. e. ógr. útsvör, inneignir í bönkum og verslunum) .......................kr. 26456,57 kr. 2. Skuldir annara hreppa 3. Utistandandi lán . . . 4. Fasteignir.............. 5. Sjóðir og lausatje . . . — 4939,67 — — 269,18 — — 22923,53 — — 8296.79 — 33327,58 11713,10 1040,00 44108,25 18800,74 Samtals kr. 62885,70 kr. 108989,27 Eignir kauptúnsins hafa því aukist rúmlega um 46 þúsund krónur á því hálfu þriðja ári, sem jeg þá hafði verið oddviti, eða um 3 þús. krónum meira en þær ukust í allri oddvitatíd Páls Þormars, sem þó var 5 ár. Þegar P. Þ. tók við, árið 1920, voru eignirhreppsins kr.19283,36 svo öll eignaaukning í hans tíð er kr. 43602,34. Eins og sjest við samanburð á eignaskýrslunum, liggur aðal aukningin í auknum fasteignum, ca. 21 þús. kr., og auknum sjóð- eignum, ca. 11 þús. kr., eöa sam- tals aukning fasteigna og sjóða kr. 32 þús. Fjárhagur Neskauptúns. Á engu þykist íhaldið hafa eins gott vit eins og fjármálum. Þeg- ar eitthvert mál er til umræðu, rís íhaldið upp með handaslætti og hristingi og þykist öllum öðr- um betur bera skyn á fjármála- hlið málsins. En þegar krufin er til mergjar ráðsmenska þess, kemur í ljós, að engir eru minni fjármálamenn en íhaldsmenn. — Þeir eru „altaf að tapa“, að eigin sögn. Þeir geta ekki borgað fólkinu lífvænlegt kaup, af því að á öllu, sem þeir hafa með hönd um, stór-tapast. Á útgerð þeirra tapast, þó á smátrillum og smá bátum beri sig útgerðin. Allir kannast viö vælið og voliö um tap — tap — á öllu ár eftir ár. Samt telja þeir sig spekinga í fjármálum, þessir „tap- kóngar“, og það sjerstaklega þegar um fjárhag þess opinbera er að ræða. Þá kemar tapvitið þeim í góöar þarfir. í fardögum 1925, er P. Þ. ljet af oddvitastörfum, voru skuldir hreppsins samtals kr. 10866,67. Þessar skuldir eru samningsburid- in láti. — Af lánum þessum var eftir í árslok 1927 kr. 7633,34. En auk þess var þá ógreitt bráða- byrgðarlán, að upphæð kr. 15288,44, við Sp. Nfj. er stafaði af því, hve illa gekk innheimta útsvara í hjnu vonda árferði 1927. Nú er lán þetta að fullu greitt og skuldir sveitarsjóðs að- eins kr. 8000,00 — þar af samn- ingsbundin lán 5 þús. og bráða- byrgðarlán 3 þús. kr. er verður greitt fyrstá næsta ári. Skuldlaus eign sveitarsjóðs í fardöguin 1925 var 52 þús. krónur. — — — - árslok 1927 — 86 — — og skuldlaus eign sveitarsj. í árslok 1928 mun verða ca.100 þús. kr. Svona hefir þá búskapurinn íengið fyrir hreppssjóði þau ár- in, sem jeg hefi haft fjármálin með höndum, og hefði ýmsum haldsmönnum sjálfsagt þótt það góð útkoma, ef íhaldsmaður tefði átt í hlut, að auka skuld- lausar eignir bæjarins um ca. 100% á 3]/« ári. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að með í þessum reikningum eru hvorki rafveitan nje Sameinuðu eignirnar. Það eru hvorttveggja sjerstök fyrirtæki, er gefa arð og aðeins eru reist og starfrækt á ábyrgð hreppssjóðs og hafnarsjóös. Þau fyrirtæki kosta samtals ca. 120 þús. kr. og eru ennþá öll í skuld, enda ekki nema 8 mánuðir síðan hreppurinn tók við öðru þeirra, og tæpir 2 mán. síðan hann tók við hinu, svo ekki er von að mikið sje ennþá af þeim borgað. Munu bæði þessi fyrirtæki á sínum tíma gefa bænum álitlegar tekjur og geta þá orðið til að Ijetta byrðum af heröum bæjar- búa. II. Nokkrir gjaldaliðir. Nú mætti ætla, að eignaaukn- ing þessi stafaði af því, að minna fje hefði verið varið til þeirra útgjaldaliða, sem nauösynlegastir eru taidir í hverju sveitarfjelagi, s. s. mentamál, vegamál, heiÞ brigðismál o. s. frv. Hjer skal nú sýnt hve miklu fje hefir, á báðum þessum tímabilum, verið varið til þessara mála: EyttáSárum Eyttá 21/2 ári í tíð P. Þ. í tíð J. Q. Til mentamála .......................kr. 27537,44 kr. 14456,85 heilbrigðismála ..................— 2087,01 — 7487,45 — vegamála ..........................— 20511,81 — 15973,20 - sýslusjóðsgjalda — fátækramála . — 27381,68 — 14508,98 . — 60914,56 — 30958,01 Af þessum samanburði eraug- ljóst, að hlutfallsl. jafnmiklu hefir á báöum tímabilum verið varið til mentamála og sýslusjóðsgjalda, enda eru þeir liðir að niestu ákveðnir með lögum. Mun meiru hefir hlutfallslega verið varið til veganna og miklu meiru til heil- brigðismála. Fátækraframfærslan er og hlutfallslega hærri, enda eru íbúarnir nú miklu fleiri en þeir voru þá, og árin 1926 og 1927 með afbrigðum slæm ár, svo fátækraframfærslan varð þá meiri en venja hefir verið til. — Verður hún t. d. á árinu 1928 ekki nema ca. helmingur þess, er hún var árið 1927, svo af því er augljóst, hver áhrif árferðið hefir á hag gjaldendanna og af- komu. Við breytinguna, sem nú verð- ur ♦ á bæjarmálunum, lækkar sýslusjóðsgjaldið úr ca. 7 þús.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.