Jafnaðarmaðurinn - 31.12.1928, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 31.12.1928, Blaðsíða 4
4 JAFNAÐARMAÐURINN Elliheimilið „H0FN“ á Seyðisfirði tekur til starfa í janúarmánuði n.k. að öllu forfallalausu. Aldrað fólk á Seyðisfirði og nærliggjandi héruðum, sem kynni að óska eftir heimilisvist, gefi sig fram sem fyrst við formann Kvenfélagsins „Kvik“ á Seyðisfirði, Guörúnu Gísladóttur, sem gefur allar nán- ari upplýsingar. Stjórnin, Penta smábátamótorar eru ódýrustu og traustustu vjelarnar, sem nú eru á boðstólum. —’ Upplýsingar gefur Einar Bjarnason, Eskifiröi. Skandiamötor er ábyggileg og sparneytin vjel, en jafnframt ódýr. — Hagkvæinir greiðsluskilmálar. — Upplýsingar hjá Einari Bjarnasyni, Eskifirði. kr., sem það oftast hefir verið, ofan í ca. 3. þús. kr. Vinnast þar því 4 þús. kr. eða fvllilega sá hluti bæjarfógetalaunanna, sem bænum ber að greiða. Erþví að þessu leyti fjárhagssparnaður í breytingunni. — Hjer hefir þá sýnt verið, að þó eignirnar hafi aukist svo sem fyr er sagt, hefir það ekki verið af því, að sparað hafi verið um of til nauðsynja- málanna, frá því sem áður var til þeirra eytt, og verður þá að levta að orsökinni annarsstaðar. III. Útsvörin. Næst er þá að athuga, hvort svo miklu meira hafi verið lagt á gjaldendurna, að eignaaukn- ingin geti stafað af því eingöngu. Viö athugun útsvaranna ber þá fyrst og fremst að athuga tvent. Annarsvegar það, að af fólks- fjölguninni leiða hærri útgjöld úr sveitarsjóði og því meira verð- ur þessvegna á að leggja og hinsvegar að á síðustu árum hefir verið stofnað til ýmislegs þess, er nauðsyn ber til að gera og veita fje til, er ekki hafði áð- ur veriö. — Má þar sjerstaklega benda á löggætsluna, sem hrepp- urinn hefir orðið að annast um- liðin ár, og sem árið 1926—7 kostaði bæinn 5000 kr. Á þeim 5 árum, er P. Þ. var oddviti, var lagt á gjaldendur bæjarins, er þá voru frá 222 (1920) upp í 293 (1924), samtals kr. 185,525,00, eða að meðal- tali á hverju ári kr. 37 þús. Á 2^2 ári í minni tíð hefir verið jafnað niður kr. 118,145,00 — eða að meðaltali á ár hvert kr. 47 þús. Er það nákvæmlega 10 þús. kr. meira á ári hverju en var í tíö P. Þ. Nú eru gjald- endurnir 330, en voru flestir í tíð P. Þ. 293. Er þessi aukning á útsvörum í allt staði eðlileg og stafar af því, eins og áður er sagt, að nýir gjaldaliðir hafa bæst við, s. s. löggætslan og meiru hefir veriö varið til heil- brigðis- og vegamála en áður var. það verður því ekki meö nein- um sanni sagt, að útsvörin hafi á þessu 272 ári [til 31. des. 1927] verið óeðlilega há. Að hreppur- inn hefir á tímabilinu aukiö eignir sínar, stafar því mestmegnis af góðri stjórn á fjármálum hreppsins. Það, sem mjer ár'ega hefir verið í hendur fengið, hefi jeg ávaxtað eins vel — eða bet- ur — en fyrirrennari minn P. Þ., og eru því ákærur íhaldsins á hendur mjer um illa stjórn á fjármálum hreppsins uppspuni einn, eins og jeg nú hef sýnt fram á með tölum hreppsreikn- inganna. Aðalástæðafyrirárásum íhalds- ins á fjármálastjórn mína er ekki sú, aö nú sje hagur hreppsins verri nje meira lagt á almenning en áður var. Hún er öll önnur og íhaldið gætir þess vel, að nefna hana ekki, því þágægðust úlfseyrun of langt út undan sauðargærunni. Ástæöan er sú, að álögurnar hafa hcekkad aö mnn á verslunum og stór-atvinnu- rtkendum, en lcekkað á verka- fólki, sjómörinum og fátaekum útgerðarmönnum. — Sjeu borin saman árin 1924 — síðasta ár P. Þ. — og 1928 — síðasta ár mitt — kemur þetta greinilega í ljós. Árið 1924 eru útsvörin [á 293 gjaldendur] alls kr. 47425.00. Árið 1928 eru útsvörin [á 310 gjaldendur] alls kr. 53270,00, eða aðeins 5845 kr. hærri en 1924. Sje litið-á hvernig gjaldabyrðin skiftist niður á gjaldendurna, kemur í Ijós, að árið 1928 bera verslunarfyrirtœkin í bænum 31 þús. kr. af þeirn 53 þús., sem niður er jafnaö, en 1924 báru verslanirnar ca. 25 þús. kr. af þeim 47 þús., sem þá var jafnað niður. Kemur þá öll sú hækkun, sem orðið hefir á útsvörunum, niður á verslanirnar. Á almenn- ingi — öllum öðrum en versl- unum — hvílir nú riákvœmlega sama npphæð og 1924 — 22 þús. kr. Er það sama og veruleg lækkun á útsvörum almennings, af því gjaldendur eru nú fleiri til að bera sömu upphæðina. Enn- fremur er vert að athuga það, að 1924 greiddu Samein. ísl. verslanir hjer 6 þús. kr. í útsvar, en verslun sú, sem þar er rekin nú, greiðir aðeins 1 þús. kr. — Hefir því þeim 5 þús. kr., sem þaðan voru áður teknar, verið bætt á verslanir þær, sem nú starfa, fyrir utan alla hækkun út- svarsfúlgunnar. Af þessum ástæðum er það, sem íhaldið telur fjármálapólitík mína varhugaverða. Jeg hef fylgt þeirri stefnu, að leggja þar á út- svörin, sem gjaldgetan er mest og á þá stefnu hefir meirihluti hreppsnefndar fallist. — Nú vill íhaldið breyta til. það vill fá völdin til þess aftur að geta fært aðalbyrðarnar af sjer yfir á fá- tækan almenning. Jeg hef verið á móti þefrri fjármálastefnu og mun framvegis verða það, ráði jeg nokkru um fjármálastefnu bæjarins í framtíðinni. — Úr því eiga kjósendur bæjarins að skera 2. janúar n. k., hvort þeir að- hyllast stefnu okkar jafnaðar- manna í fjármálum, en hún er sú, sem lýst hefir verið að nokkru í þessari grein, eöa þeir óska eftir breytingu í íhaldsátt. Á kjördegi segja þeir til um jjað, hvort þeir vilja láta Ijetta opinberum gjöldum af stór- löxunum og leggja þau á lág- tekjur fátæks almennings, því eins og jeg hefi Ijóslega sýnt fram á í þessari grein, hefir fjár- málum hrtppsins verið mun bet- ur stjórnað síðustu árin en átti sjer stað meðan íhaldið fór með völd, svo að því leyti verður ekki breytt til batnaðar, þó íhald- inu verði veittur meirihluti í bæjarstjórn. Nú ber ykkur, sem gjöldin greiðið, að ákveða, hvort næstu 3—6 árin á að ráða í bæjarmálum hjer kyrstöðupólitík íhaldsins eða umbóta- og þróun- arstefna jafnaðarstefnunnar. J. G. „Ljónið vaknar til veiða". þegar Ijónið hafði sofið lengi og hvílt sig efiir bráð sína, fór það aftur að rumska við og hugsa til nýrra veiðiferða.— Það er dálítið svipað með íhalds- mönnum hjer á Norðfirði, — lengi hafa þeir nú sofið svefnin- um væra, en nú er vitjunartími þeirra kominn. — Sigfús kaup- maður Sveinsson hefir lítið haft sig í frammi, þegar rætt hefir verið um mál, er vörðuðu heill alþýðunnar, því S. S. er maður er alla tíð hefir hugsað og starf- að eingöngu með það fyrir aug- um, að auðga sjálfan sig. Ál- þýðumenn hjer muna það víst enn, hvenær þeir „Pilatus og Herodes urðu vinir“. Þaö var, þegar fyrstu frjettirnar um heinis- styrjöldina miklu bárust hingað til Norðfjarðar. — Nú er mikið í húfi fyrir þessa auðugu menn, — þeir hafa að undanförnu altaf verið að tapa, — hið mikla pen- ingavald þeirra er brotið á bak aftur. Ljósastöð S. S., sem átti að selja Norðfirðingum Ijósmagn fyrir það allra hæsta verð, er mögulegt var, er liðin undir lok og hið mikla einokunar bryggju- fyrirtæki er klofið aö nokkru leyti. N’erkamenn þessa staðar, sem áður fengu laun sín skömt- uö með rándýrri vöru, eru nú að heimta rjett sinn gegn hinu áður ósveigjanlega peningavaldi. Sko — altaf að tapa. En Sigfús er maður vel fjáður frá sínum gullaldar einokunartíma — og því hefir hann nú vaknað: Versl- unarmenn S. S. eru mennirnir, sem hann otar fram til orustu gegn alþýðunni nú fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar. En alþýðan er vakandi, og þann 2. janúar mun S. S. fá að sjá það enn betur, að peningavald lians er algjörlega brotið á bak aftur hjer á Norðfiröi fyrir fult og alt. Jónatan. Kaupdeila Sjómannafjelagsins í Reykjavík. Sjómannafjelag Reykjavíkur og Fjelag íslenskra bótnvörpuskipaeig- enda eiga nú í samningum um kaup- gjald á togurunum. Krefjast sjómenn nokkurrar hækkunar, bæði á mán- aðarkaupi og lifrarhlut. Samningar þeir, er nú gilda, falla ekki úr gildi fyr en um nýár og er þá búist við aigerðri vinnustöðvun, verði samn- ingar ekki komnir á. Sáttasemjari ríkisins hefir málið til meðferöar, en uin tillögur hans liefir enn ekki frjetst. Sjómannafjelag Reykjavíkur hefir sent öllum verklýöstjelöguin brjef jess efnis, að það hvetur verkafólk og sjómenn til aö veita sjer liö í baráttunni. Munu öll fjelög vafalaust verða vel við þeirri áskorun og reyna aö fyrirbyggja, aö mistök veröi á, ef til verkfalls kemur. íhaldsblöðin hamast gegn kröf- um sjómanna og telja kröfur þeirra ganga alt of langt. Hafa „Vörður“ og „fsafold" flutt hverja greinina af annari móti sjómönnum. Er það dálítið einkennileg gletni forlaganna, er íhaldið hjer er aö viðra sig upp viö sjómenn á sama tíma sem fhaldið í Reykjavík og íhaldsblöðin yíirleitt hamast gegn þeim. Sjómenn- irnir á togurunum vænta sjer styrks af verkafólki hjer og sjómönnum — stjettarbræðrum sínum. Þeir leita ekki til burgeisanna — þykir þar lítils styrks að vænta í þessu efni. Ætti þetta eitt að nægja til þess, aö sjómenn hjer sjái hvern leik íhald- iö er að leika ineð þá. Þeir eiga hjer seni annarstaðar aö efla flokk alþýðunnar. Því sterkari sem hann veröur, því betur er hagur sjerhvers verkamanns og sjómanns trygður. Búast má viö aö kaupdeila þessi syðra verði bæði löng og ströng — takist ekki algerlega aö afstýra henni fyrir nýár — og er þá alt komiö undir samheldninni. Bresti hún ekki, þá er sigurinn vís. , Frá Fáskrúðsfirði. 1. Nýlega var maður á Fáskrúðsfiröi kærður fyrir áfengisbruggun. Sýslu- maður fyrirskipaði húsrannsókn, og leitaði hreppstjóri Búðahrepps. — Fundust tvær tunnur af öli eftir til- vísun húsráðanda, en þriðju tunn- una fann hreppstjórinn tilsagnar- laust. Var hún full af heimabrugg- uöu öli og þykir grunsamleg, og mun sýslumaður taka málið tll með- feröar, þegar búið er aö rannsaka ölið. 2. Nú er þaö orðinn aðalatvinnu- vegur sjerstakra manna, aö versla með svokallaða vanilledropa og selja mönnum til drykkjar. llefir vökvinn verið athugaður á efnarann- sóknarstofu ríkisins og komiö í ljós, aö meirihlutinn er spíritus. — Má því geta nærri, liver afleiðingin veröur, þegar mörg glös eru drukk- in.' Er samkepni mikil um verslun þessa og þykir einna arðvænlegust í sambandi við dansleika. Ef drop- arnir ganga ekki nógu ört út móti peningum, þá eru þeir lánaðir og jafnvel gefnir börnuin innan við fermingu. Heyrst liefir, að sýslumaöur niuni einnig taka þetta mál fyrir til sköru- legrar rannsóknar. 3. Ritstjóri Hænis kvartar sáran á 5 ára afmælinu yfir óskilsemi kaup- enda Hænis, enginn vilji borga blaöið, en vill þó hugga lesendur meö því, að útkoman muni trygg næsta ár, — kaupmenn muni gefa ineö króganum. „Jafnaðarmaöurinn“ hefir uin 40 kaupendur á Fáskrúösfirði, 30 eru þegar búnir aö borga yfirstandandi árgang, — en enginn vill borga Hæni. 4. Ekki er ein báran stök með Ijós- lækningastofnunina, nú er mótorinn bilaður einu sinni‘enn, enda líður nú fast aö jólum. Er þetta sorg- legast vegna „sjúklinganna", en vonandi rætist úr bráölega. — Einn meiriháttar íhaldsmaður var á hlaup- um um daginn meö samskotalista, sunúr segja vegna stofnunarinnar, aðrir vegna Hænis, en heldur munu undirtektir liafa verið daufar. Heyrst hefir aö einhver hlaupasveinn veröi sendur með skjalið norður á firöi. Talið er víst, aö Norðfirðingar bregöist vel við og þó einkum Seyöfiröingar. Bæjarfógetaembættið hér er veitt Kristni Ólafssyni, bæjarstj. í Vestmannaeyjum og er hann væntanlegur hingað um miðjan janúar. Næsta blaös veröur margt að bíða sökum þrengsla, þar á meðal svar til hr. X í „Árvak" út af heilbrigðismálunum. Komið snemma til að kjósa—kjósið rjett— Kiósið A-listann!

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.