Jafnaðarmaðurinn - 17.02.1932, Blaðsíða 3

Jafnaðarmaðurinn - 17.02.1932, Blaðsíða 3
Jafnaðarmaðurinn ið bæjarstjórninni frá árinu 1928. en flokkaskipunin varð þá eftir kosningarnar 42 verkamenn gegn 42 íhaldsflokkamönnum. Viö kosningarnar núna fengu jafnaðarmenn 62 þúsund at- kvæði, en töpuðu einum fulltrúa en það nægði til þess aö skspa íhaldsflokkunum sameinuðum meiri hluta. Jafnaðarmenn bættu við sig 3600 atkv. írá þingkosn- ingunum í fyrra, en íhaldið sam- einað tapaöi 16 þúsund atkvæð- um. — íhaldsblaöiö „Aftenposten" seg- ir, daginn eftir að úrslitin voru kunn: „Við höfum nú fengið borg- aralegan borgarstjórnarmeirihluta, en það væri synd að segja, að það sje gðður eða tryggur meiri- hluti". Öil auðvaldsblöðin höfðu spáð þvf, aö verklýðsflokkurinn myndi tapa geysimiklu, en raunin varö önnur, og dtkoman myndi hafa orðið enn betri fyrir jafnaöar- menn, hefðu tugþúsundir verka- manna ekki verið búnar að eiga í verkbanni svo mánuðum skifti. Fyrir örfáum árum voru kom- múnistar afarsterkir í Osló, en nú fengu þeir að eins 695 at- kvæði, og eru það alt saman skoðanalausir ærslabelgir, sem langar til að vera eitthvað rót- tækt, en vita ekki hvað það á aö vera. Er reynslan þar eins og hjer. í 47 stærstu bæjum Noregs ut- an Oslóar fengu Jafnaðarmenn 133 þúsundir atkvæðn og bættu við sig 800 atkvæöum frá síð- ustu þingkosningum. Ihaldsflokk- arnir allir sameinaðir fengu 183 þúsund og töpuðu 48 þúsund atkvæðum. (Alþbl.) Geysimiklir skógar eru á Ný fundnalandi, en þrátt fyrir þessi auðæfi til lands og sjávar hefir landið staöið sig afar-illa um langt skeið, en íhaldsflokkurinn hefir verið þarna við völd stans- laust. í júní í fyrra iá landinu við gjaldþroti, en fjórir af bönkum Kanada lánuöu þð Nýfundna- landi nægilegt fje í bili gegn tryggingu í nokkrum af tolltekj- um iandsins, til þess að þaö gæti staðið í skiium með afborgun á ríkislánum sínum. Núna um nýárið var aftur bú- ist viö að landiö mundi verða gjaldþrota, en þessir sömu fjórir bankar ljetu á sfðustu stundutil- lelðast að lána nóg fje til þess að landið gæti staðið f skilum, gegn frekari tryggingu í tolltekj- um þess. Ekki verður vitað hvernig fer I júní í sumar, hvort Nýfundna- land verður þá nokkuð færara en nú að borga rentur af ríkis- skuldum sínum, eða hvort það kemst þá fyrir fult og alt í hend- urnar á Kanada-bönkunum, sem hafa lánað því. Það er víöa góð stjórn íhalds- ins, eða hitt þó heldur! (Alþbl.) Nýfundnaland. Eyjan Nýfundnaland, sem er lítiö eitt stærri en Island og er austan við Kanada, er ein af sjálfsijói nandi nýlendum Breta. Austan viö landið liggja hin frægu fiskimið, Nýfundnalands- bankinn, sem eru stærri en land- ið sjálft og víðast með 25 til 50 faðma dýpi. Bókasafnið á Seyðisfirði. Aðsókn að safninu hefir verið meö mesta móti í vetur. þaö er opið til útlána á þriðjudögum og föstudögum. Bókasafnið fær nú árlega 1200 króna styrk úr ríkissjóði og 1200 kr. styrk úr bæjarsjóði S<k. Ennfremur hefir safnið fram að þessu haft nokk- urn árlegan styrk úr sýslusjóöi Norður-Múlasýslu. Hefir safnið verið endurbætt að ýmsu leyti á síðari árum, spjaldskrá samin og bókaskrá, sem ennþá er óprent- uð en mun koma út bráðlega. Einnig hefir verið keypt nokkuö af nýjum útlendum bókum, og mun verða gert árlega framvegis eftir því sem fjárhagur safnsins leyfir. Mesta mein safnsins er það, hve óhentugt húsnæði það hefir, og hlýtur það að verða verkefni næstu ára að bæta úr því svo sem föng eru á. Takmörkunjiarneigna Nýlega hjelt breska landsfjelag- ið, er berst fyrir takmörkun barn- eigna, fyrsta fund sinn á vetrin- um í Coxton-höll, stórum sam- komusal í Lundúnum. Hjelt þar þjðöfrægur enskur læknir, sir Thomas Harder, fyr- irlestur um málið; sagði hinar ótakmörkuðu barneignir gera þjóöinni viðlíka skaöa og berkla- veiki og krabbamein, enda væri auðvelt að sýna fram á að hin- ar stjórnlausu barneignir ykju mjög þessa áminstu sjúkdóma, en við hvorugum þeirra væri enn fundin ráð. Hvatti hann mjög til þess, að upplýsa sem fyrst kon- ur af öllum stjettum um að hæfi- legar barnaignir (í stað þess að láta tilviljunina ráða) væri grund- völlurinn undir hamingju bæði foreldra og barna. Ræða sir Thomas Harder vakti mjög mikla athygli af því, að hann er læknir prinsins af Wales (breska ríkiserfingjans), því Bret- ar eru alment með afbrigöum konunghollir og telja þá menn töluvert meiri menn, sem kunn- ugt er um að sjeu innundir hjá konungsættinni. Harold Laski prófessor, sem er heimsfrægur rithöfundur og einnig hjelt fyrirlestur á fundin- um, sagði, aö ef menningunni ætti að halda áfram að fara fram, yröu mennirnir að sigra á öllum sviðum náttúrunnar, en það væri gersamlega ómögulegt meðan hending ein væri látin ráöa því, hvenær börn yrðu til. Eins og nú væri (í Englandi) væru flestar verkamannakonur orðnar fangar á heimili sínu þegar þær væru 25—26 ára gamlar, sökum þess aö þær væru búnar aðeigafleiri börn en þær með nokkru móti gætu sjeð um þannig, að bæði liði þeim sjálfum vel og börnun- um, enda væri konan þá líka venjulega oröin heilsulaus af of tfðum barneignum. Hjer er um mál að ræða, sem varðar okkur íslendinga mikils, því sennilegt er að barnadauði mundi minka og öll heilbrigði aukast að sama skapi og tak- rnörkun barneigna færi í vöxt. Alþbl.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.