Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 5
Lionsklúbburinn HÆNGUR 30 ára 5 „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld“ Matt.ii:28 Aöventan eða jólafastan er tíminn fram að fœðingarhátíð frelsarans, - jólunum. Pessi tími œtti að verða tími sjálfsskoð- unar og iðrunar. Tími til að hugleiða stefnu og gildi lífsins. Oft er svo mikið að gera á aðventunni. Dagamir eru stuttir og þú œtlar þér e.t.v að framkvœma margt fyrir jólin en mundu að ný hátíð kemur með ný fyrirheit. „Ég lifi og þér munuð lifa" segir frelsarinn. Jólin em að því leyti gjafahátíð að þau minna okkur á stœrstu gjöflífsins sem ergjöfGuðs er hann fœrði mannkyni frelsarann Jesú Krist. Ég held að okkur sé hollt að hugsa til þess á aðventunni að freistingarnar eru víða og liggja í leyni. Hvar skyldu þœr vera annars staðar en þar sem mikið er umleikis og þar sem líta þarf í mörg hom? Erum við ekki veikust fyrir þegar við emm þreytt ogjafnvel yfirspennt? Lífið allt er sem stöðug prófraun. Freistarinn er alltaf meðal okkar og stundum verður honum vel ágengt en oftar en ekki og sem betur fer látum við ekki glepjast. Kristin trú leitast við að koma reglu á hlutina. Heimurinn er í óreiðu án hennar, stefnulaus og án tilgangs. Viðleitni kristninnar er að fá einstaklinginn til að taka ábyrga afstöðu og koma reglu á líf sitt. Þannig keppum við að því að vega alla hluti og meta og taka afstöðu til þeirra. Mœlikvarðinn sem við notum, á að vera hinn kristilegi kærleikur sem bygg- ir á umburðarlyndi og fyrirgefningu en um leið fordæmingu á því sem andstœtt er vilja Guðs. Óreiðan öll í sköpuninni er andstœð vilja Guðs. Þar getum við tekið sem dæmi agaleysi, óhefta neyslu, græðgi og siðleysi hverskonar. Siðferði fólks á ekki að vera það sem nefnt er afstætt. Það er, að það sé háð stað og stund, reglur í siðferðilegum efnum eiga að vera al- gildar samanber boðorðin. Samskipti okkar við aðra eiga að grundvallast á kærleika og virðingu í þeirra garð. Tilhneig- ing til að sveigja og beygja reglur að eigin þörfum er ákaflega rík í samfélagi okkar. Sá sem venst á að geta hagrœtt hlutum að eigin vild, heldur ákaflega illa undirbúinn út í lífið og mun ekki vel famast þegar til lengdar lœtur. Of margir hjakka í sama fari, reyna stundum að komast upp úr því en sökkva aftur í það vegna þess að þeir taka ekki á rótum lífsvandans. Manneskjan er gœdd afli til að gera það sem hugurinn vill. Það er þessi sigurvilji sem er svo nauðsyn- legur í mannlegu lífi. Að einstaklingurinn, segi „ég œtla að takast á við viðfangsefnið og hafa sigur" Ég hef séð fólk ná sér furðanlega eftir slys og veikindi, komast í álnir eftir gjald- þrot, hafa sig í gegnum skóla þrátt fyrir gríðarlegan mótbyr. Fólk getur sigrast á svo mörgu og flest er fœrt mannlegum huga og mœtti standi vilji til. Guði er enginn hlutur um megn og hans góði vilji stendur til að við vinnum sig- ur. Hann vill hjálpa en aðeins ef að þú leyfir honum það. Allir eiga rétt á ham- ingju, ást og virðingu, sá er ekki hefur má leita uns hann finnur. Hið versta er að standa kyrr í sömu sporum og hafast ekki að, - þá er allt búið. Við þurfum ekki að óttast annað fólk, dóma þess og álit. Slíkt skiptir engu máli. Því miður eru alltof margir að velta sér upp úr því, hvað náunganum finnist um hann, hvemig er maður í annarra augum? Það er aukaatriði. Eina sem skiptir máli er að vera trúr grundvelli sínum, samkvæmur sjálfum sér og í sátt við skaparann. Halda þannig áfram burtséð frá því hvað öðrum líkar eða finnst. Hugsi aðrir um sig og skoði í eigin barm, þar má vísast mörgu breyta líka. Sannleikurinn er sá, að öll erum við lík, með svipaðar tilfinningar og mál- efni að glíma víð. Það er oft gott að finna þetta sammann- lega og hjálpast þannig að við að deila byrðum og kjörum með öðrum. Lífið verður skiljanlegra og léttara þegar við finnum að við stöndum ekki ein heldur eru aðrír t sömu spor- um. Við eigum líka svo ótalmargt að þakka fyrir, alla samhjálp og kærleika sem við finnum víða og byggir á hinum kristna grunni. Kirkjur landsins standa öllum opnar nú sem endranær og er það öllum hollt að leita þangað til að öðlast styrk og and- lega næringu. Kirkjutónleikar, bæna- og kyrrðarstundir ásamt hinum venjubundnu guðsþjónustum sunnudagsins, reynast vel í þessu sambandi. Ég hvet þig, lesandi góður, til að fara í kirkj- una nú á aðventunni og á komandi hátíð. „Komið til mín“ seg- ir frelsarinn og hann gefur fyrirheit um hvíld og frið í skjóli sínu. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við komandi tíma og vit til að greina það sem á erindi við okkur og kærleika til að mæta náunganum á ótal augnablikum lífsins. Guð gefi okkur ánœgjulega aðventu og gleðilega jólahátíð. Amen. Sr. Arnaldur Bárðarson

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.