Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 10

Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 10
Lionsklúbburinn HÆNGUR 30 ára 10 Afmœlisferð Lionsklúbbsins Hœngs til Hafnarfjarðar 28. - 29. mars 2003 tutt ferðasaga Lionsklúbburinn Hængur varð 30 ára gamall 6. mars s.l. Af þessu tilefni var ákveðið að halda í vík- ing til Hafnarfjarðar. Þar eiga Hængs- menn góða vini í Lkl. Ásbirni sem einnig eru jafnaldrar þeirra svo að- eins munar örfáum dögum. Þess má geta að á 25 ára afmæli klúbbanna komu Ásbirningar í heimsókn til Hængsmanna. Afmælisferðin var far- in 28.-29. mars og í Hafnarfirði var okkur tekið með kostum og kynjum. Sérstaklega ber að þakka góðan und- irbúning og skipulag af hálfu þeirra Ásbiminga sem og hvatningu þeirra til okkar um að koma. Á föstudagskvöldið gerðu þeir fé- lagar sem vom þá komnir til Hafnar- fjarðar sér glaðan dag á Fjömkránni. Á laugardaginn hófst formleg dag- skrá kl. 11.00 með því að eiginkonur félaga fengu snyrtivöru- og undirfata- kynningu í Demenhams ásamt per- sónulegri leiðsögn svo nefndra stíl- ista. Meðan á þessu stóðu biður eiginmenn hinir þolinmóðustu á kaffibar í nágrenn- inu. Þegar svengd- in var farin að segja til sín rúm- lega tvö, var á snyrtilegan hátt ýtt aðeins við þess- um elskum og áður en við vissum af vorum við komin að matborðinu á veitingastaðunum T.G.I. Friday’s. Allt í einu hrukku menn upp við að klukkan fjögur átt- um við að vera komin í móttöku hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í Hafnarborg og var því snögglega lok- ið við mat og drykk og haldið af stað í næsta áfanga. í Hafnarborg tóku á móti okkur tveir bæjarstjórar, annar fyrrverandi bæjar- IListasafni Hafnarfjaröar, Hafnarborg. - Magnús Gunnarsson fv. bæjarstjóri hynnir sögu safnsins. í safninu stóð yfir sýning á verkum Louisu Mattias- dóttur. Steinar Björgvinsson. ræhtunarstjóri Skógrœktarfélags Hafnarfjarðar segir sögu skógræktar við Hvaleyrarvatn. stjóri, Magnús Gunnarsson, en hinn núverandi bæjarstjóri, Lúðvík Geirs- son. Eftir stutta og hnitmiðaða ræðu Lúðvíks (en hann var með tvær mót- tökur í húsinu) þar sem hann bauð gesti velkomna og að þiggja veitingar í boði bæjarins tók fyrrverandi bæjar- stjóri og Lionsfélagi í Ásbimi við að sýna okkur Hafnarborg og þær sýn- ingar sem þar vom í boði. Mikla Ami V. Friðriksson flytur brot úr sögu Hœngs. ánægju og athygli vakti sýning á verkum Louisu Mattíasdóttur. í öðr- um sal hússins var sýning á nýrri verkum og meðal þess sem þar var að sjá var plasthrúgald mikið og að sögn Magnúsar vom menn ekki alveg klár- ir á því hvort þetta væri listaverk eða aðeins plastið utan af listaverkunum. Alltént hafði enginn þorað að eiga við plastvöndulinn. Eftir góðar veitingar í listasafninu var haldið út í rútu eina allmikla að vöxtum og vel búna. í vesturhluta hennar var skeifulaga sófi í kringum borð þannig útbúið að þar mátti af öryggi varðveita þær guðaveigar sem félagar vorir skenktu okkur þegar inn var komið. Var nú ekið sem leið lá um eldri hluta Hafn-

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.