Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 35

Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 35
Lionsklúbburinn HÆNGUR 30 ára Þaðan var síðan haldið til vesturs niður að Þeistareykjum og gist í hinum ágæta skála sem þar er. Jarðhiti er mikill á Þeistareykjum eins og kunnugt er og hefur þar nýlega verið boruð rannsókn- arhola sem fer mikinn í blæstri sínum. Frá henni rennur heitur lækur í hraungjótu. Gátu bæði ungir og aldnir slakað á og látið ferðaþreytu þessa lengsta göngudags líða úr sér. Að því búnu blés aðalfararstjórinn, Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akur- eyri, til grillveislu og þurfti ekki oft að kalla á fólk í það skiptið. Eftir vænan nætursvefn í hlýjum og góðum skálanum var síðan lagt upp í þriðja og síðasta dag göngunnar þar sem fyrst var gengið til vesturs inn á Þeistareykjahraun og eftir því til norð- urs í átt að Sæluhúsmúla. í hrauninu eru mörg náttúruundur. Það sem mesta athygli vakt var s.n. Togarahellir sem er mikill hraunhellir, hvelfing sem opin er í báða enda með litlu vatni á botnin- um. Undir Höfuðreiðarmúla beið síðan rúta þreyttra og sveittra ferðalanga sem fengu sólrikan og bjartan lokadag ferðarinnar. Þaðan var síðan ekið að Hrafnagili með stuttri viðkomu á Húsa- Hollendingurinn Joima dáist að sóiarlaginu. vík. Næstu daga var síðan farið í heim- sóknir til ýmissa fyrirtækja, m.a. til Út- gerðarfélags Akureyringa, Norðurorku og Norðurmjólkur, auk þess sem söfn og fleiri staðir á Akureyri og nágrenni voru heimsótt. Farið var í Listasafnið, Ketilhúsið, Nonnahús, Minjasafnið, Ak- ureyrarkirkju og auðvitað í Lystigarð- inn. Þá var farið á starfsdag í Laufási þar sem margt skemmtilegt var á boðstólum. Þá naut Sundlaugin á Akur- eyri mikilla vinsælda hjá hópnum. Skát- ar tóku á móti hópnum og fóru þau í óvissuferð á vegum Útilífsmiðstöðvar skáta sem var bæði heit, köld og óvænt. Farið var í tvær skoðunarferðir um landshlutann. Ein hringferð frá Akur- eyri, austur í Laxárvirkjun, þar sem virkjunin og listaverkasýning voru skoðuð. Þaðan var síðan haldið til Húsavíkur þar sem ný gufuaflsvirkjun Húsvíkinga var skoðuð og að sjálfsögðu hið rómaða Hvalasafn sem vakti óskipta athygli. Þá lá leiðin í Ásbyrgi og að Dettifossi sem krökkunum þótti ein- staklega mikilfenglegur. Keyrt var upp með Jökulsá að austan og farið í Dimmuborgir og síðan í móttöku hjá sveitarstjóm Skútustaðahrepps. Að því loknu var tekið bað í náttúmlegri laug í landi Voga með góðfúslegu leyfi land- eigenda. Var það einn af toppunum á ferð krakkanna um ísland. Hin ferðin var farin út með firði þar sem farið var í sjóstangaveiði og hvalaskoðun frá Hauganesi sem vakti mikla lukku í hópnum. Þaðan var farið til Dalvíkur og minjasafnið skoðað, farið á hestbak og loks borðað í boði bæjarstjómar Dalvík- urbyggðar. Einn dagskrárliðurinn var nefndur „Dagur með unglingum úr heimabyggð" en þá hitti hópurinn jafnaldra sína og átti með þeim góðan dag, þar sem farið var á kaffihús og þau borðuðu saman auk þess sem kíkt var á diskótek. Síðasta daginn átti hópurinn að mestu fijálsan en búðunum var form- lega slitið með kvöldverði í boði bæjar- 35 stjórnar Akureyrar. Þar fengu þau gefna bók um Akureyri, viðurkenning- arskjal um þátttöku í búðunum og tölvudisk með myndum frá þessum dög- um á Norðurlandi. Daginn eftir hélt þessi fríði hópur síðan í flugi suður til höfuðborgarinnar til gistifjölskyldna sinna. Búðastjórar fengu hlý faðmlög og góðar kveðjur og margir krakkanna höfðu á orði að þau ættu eftir að koma aftur til íslands. Félagar í Lionsklúbbunum í Eyjafirði vilja þakka öllum þeim fjölmörgu aðil- um sem lögðu þessu verkefni okkar lið og gerðu okkur mögulegt að gera það veglegt og skemmtilegt. F.h. búðastjóra - Baldur Dýrfjörð Hópurinn við suðurop Togarahellis. Unglingar og Lionsmenn hlýða á Jrœðslu Daníels Guðjónssonar. - Myndir: Baldur Dýrfjörð.

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.