Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 36

Leo - 01.12.2003, Blaðsíða 36
36 Lionsklúbburinn HÆNGUR 30 ára VÍSNALEIKUR LeÓS Enn leyfum við lesendum Leós að spreyta sig á að botna þijá fyrriparta. Veitt verða verðlaun í formi bók- ar eða geisladisks fyrir besta botninn við hvem íyrri- part að mati dómnefndar. Einnig verða veitt ein heild- arverðlaun í sama dúr fyrir botna við alla þijá fyrri- parta. Dómnefnd er sem fyrr skipuð tveimur löglærðum Hængsmönnum, Amari Sigfússyni, og Ólafi Ólafssyni, sem getið hafa sér gott orð í botnadómum, ásamt fyrripartasmiðunum Gunnari Frímannssyni og Stefáni Vilhjálmssyni. Við hvetjum sem flesta til að spreyta sig og hafa gaman af. Dómnefndin skoðar alla botna jákvæðum huga og hlakkar til að hefja störf. Skilafrestur er til 10. janúar 2004 og vinningshöfum verða tilkynnt úrslit í mánaðarlok. Botnar sendist til: Lionsklúbburinn Hængur vísnaleikur Norðurgötu 2B, 600 Akureyri Fyrriþartar 1. Kárahnjúka köld er vist, kelur tær og fingur 2. Þykir jólamenning mest malt og app. að súpa 3. Gráðug pjóðin göngumóð gönuslóðir þræðir Ath.: Nr. 3 er dýrt kveðinn (hringhend oddhenda). Leyfilegt er að skipta út rímorði í 2. línu (aðrir mögu- leikar t.d.: arkar, fetar, skálmar, stikar, treður, þramm- ar). Megi skáldgyðjan brosa við ykkur! - Ég segi ekki að stræt- isvaginn hafi verið troð- fullur, en meira að segja bílstjórinn varð að standa! - Ég varð fyrir ægilegri móðgun í dag. Stræt- isvagnabilsljórinn bað mig að færa mig aftar í vagninn, og hann var tóm- ur! Ég sagði tannlækninum að mér þætti ansi mikið að taka fimm þúsund krónur fyrir að draga úr mér eina tönn, það væri ekki nema einnar mínútu verk.... og þá dró hann bara hægt... - Hvað hefurðu unnið lengi héma? - Alveg síðan forstjórinn hótaði að reka mig... - Er það satt að Davíð hafi glatað glórunni? - Já, karlgreyið. Hann var að byggja sér kúluhús og fór gjörsamlega yfir um þegar hann þurfti að ákveða hvar homsteinninn ætti að vera! - Það er svo hljóðbært í blokkinni þar sem ég bý, að einu sinni spurði ég konuna mína hvað væri í matinn og fékk fjögur mis- munandi svör! í hvert skipti sem konan mín verður fyrir óhappi í eldhúsinu fæ ég það í kvöldmatinn...! - Vatn er meiri bölvaldur en vín og drepur miklu fleiri. - Hefur þú ekki heyrt um Nóaflóðið? Ljósmyndastofan MyndrÚn ehf. s - 462 6960 & 864 5799 fyrLr cUULcwykkcw myruFcr Öll almenn Ijósmyndaþjónusta, barnamyndir, fermingar, brúðkaup, módel og auglýsingamyndir.

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.