Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 17

Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 17
Lionsklúbburinn HÆNGUR 17 --------ÞWÍ EKKH Á§ BKfDSÁ?-, Samferðamenn Öðru sinni var Bjössi mína (Björn Jóhannesson) send- ur út á Skagaströnd til þess að sækja nýjan fisk, sem átti að herða. Bátarnir voru ekki komnir að, en einhver prakkari fyllti poka Bjössa af saltfiski og sendi hann heim á leið. Húsbóndinn brást ókvæða við og spurði snúðugt: „Kemur þú með saltfisk?" Þá svaraði Bjössi mína sakleysið uppmálað: „Vitur þú ekki húsbónda mína að sjórinn er saltur.“ Eitt sinn tilkynnti Bjarni (Jónsson) hreppstjóra að nú væri hann skuldlaus við Guð og menn. „Hvernig fórstu að því Bjarni?" spurði hreppstjóri. „Ég tók víxil,“ svaraði sá ráðagóði. Séra Kári Valsson Margir innlendir og erlendir gestir heimsóttu séra Kára og nutu fræðslu hans. Meðal þeirra var kona frá Prag, hálærður prófessor. Hún fékk far með jeppa út á Árskógsströnd. Hún kunni ekkert í íslensku en hafði meðferðis þýsk íslenska orðabók og bjargaði sér með henni. Þegar hún kom út í eyjuna saknaði hún orða- bókarinnar og bar sig mjög aumlega yfir missinum. Kára varð sjaldnast ráðafátt. Hann sagði henni að hún yrði að leika bílstjórann sem hann þekkti óðara af lýs- ingunni. En ekki fannst bókin og frúin var óhuggandi þar til Kári gaf henni sína. Frúin fór í land með ferjunni og þegar stefni hennar nam við bryggju stukku tvær ungar stúlkur frá borði. Sú tékkneska áleit að þannig ætti að haga sér, tók til- hlaup og stökk. En þá var báturinn að síga frá landi og í stað þess að fá fast land undir fætur stökk hún beint í sjóinn. Hún var fiskuð upp, vafin í teppi og keyrð inn á Akureyri. Séra Kára varð á orði: „Blessuð konan hélt að hún hefði öðlast svo mikla 4 helgi af því að gista hjá mér um hríð að hún gæti geng- ið á vatninu eins og Kristur. Þar misreiknaði hún sig illa.“ Gifium uu) i fdf> tavimun oMuvi g£eði£egsta jóía oxj fwacMwc á ftonumdi áxi. ÁöAHum óomifuptin. VÁTRYGGINGAFÉIAG ÍSIANDS111' - þar srm Iryggingar snúasl um fólk Hugum að eldvörnum á heimilinu • Er reykskynjari á heimilinu? • Er eldvarnarteppi í eldhúsinu? • Er slökkvitæki til staðar? • Förum gætilega með opinn eld! Slökkvilið Akureyrar Óskum norðlendingum ileðilegra jóla 91 og farsœldar á komandi ári, inoS liölih fyrir ánœgjulogt samstarf á liðnuin árum. Borgartúní 30 • 105 Reykjavík • Sími 510 5000 • www.lifeyrir.is ■■HB

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.