Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 27

Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 27
Lionsklúbburinn HÆNGUR 27 Þwt BKEE A§ BMOSA Séra Pétur Verið var að undirbúa fermingu í Bergstaðakirkju. Fermingarbörnin voru komin í kirtlana og séra Pétur Ingjaldsson í hempu og rykkilín. Hann var farinn að finna fyrir prestahæsi og hafði tekið með sér kókflösku til þess að væta kverkarnar áður en messa hæfist. Veg- ur fram dalinn var mjög slæmur og flaskan orðið fyrir miklum hristingi. Þegar prestur losaði tappann af var ekki að sökum að spyrja, megnið af innihaldinu úr flöskunni ruddist upp úr henni og yfir prestinn. Nú voru góð ráð dýr. Séra Pétur kom auga á fermingar- kyrtil sem gengið hafði af og á óskiljanlegan hátt gat hann troðið sér í hann. Einhver hafði orð á því að presturinn væri einkenni- lega Við giftingu í Akureyrarkirkju bað ég kirkjugesti að syngja með mér sálminn: „Heyr börn þín Guð faðir.“ Það var aðeins einn sem sinnti beiðni minni og lagði sig allan fram. Hann var á þriðja ári og söng hástöfum það sem hann kunni best: „Atti katti nóa.“ Hann var fljótlega stoppaður, og ég varð að syngja einn þrátt fyrir það að hláturinn syði niðri í mér. Um kvöldið þegar ég kom í ágætt boð voru einhverj- ir að skamma drenginn fyrir framtakið. Ég gekk til hans og þakkaði honum innilega fyrir með handabandi. Hann hafði verið sá eini sem vildi leggja mér lið. Það kom æði oft fyrir að beðið var um skírnir í heima- húsum. Ein slík átti að fara fram í húsi á Oddeyrinni og hafði ég bókað athöfnina í dagbók mína. Ég var mætt- ur á tilteknum tíma og knúði dyra. Innanfrá var hrópað: „Kom inn.“ Ég lét ekki bjóða mér tvisvar en gekk inn. Þar kraup húsmóðirin á gólfinu með rúllur í hárinu og var að þvo gólfin. Það var greinilegt að einhver misskilningur hafði átt sér stað. í ljós kom að ég var degi of snemma á ferðinni. Sæst var á annan tíma og þá var búið að greiða úr rúllunum og dýrleg veisla beið á borðum að athöfn lokinni. Oðfuun uid í klp tcwúuim aftkax gieðitegxa jdta ag fwtðcddwi á Lamandi wá. J>ökkum uuláfuptui. Glerártorgi - Sími 461 4906 d-----------------;-----;------------------s O&fuun uu>ikiptouinum okkwt gíeðiíegHa jdta oq fwíðœldwt d fUmuuidi wd. Jiökkum ðamðkiptin. H.H. verktakar Norðurbyggð 8 - Sími 898 2099 k__________________________________________r Ósk um félagsmönnum ohkar íleðilegra jóla 9' og farsceldar á komandi ári. Pökkum samskiptin. Alþýðusamband íslands Sætúni 1 • 108 Reykjavík Óskum viðskiptavinum okkar gleðílegra jóla og farsældar á komandi ári. Pökkum viðskiptin á liðnum árum. Tölvufræðslan Akureyri Þórsstíg 4 • 600 Akureyri Sími 462 7899 Netfang: tf@tf.is • www.tf.is

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.