Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 34

Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 34
34 Lionsklúbburinn HÆNGUR Vísnaleikur Leós 2004 - niðurstöður dómnefndar - Dómnefndin kom saman eitt kvöld í öndverðum febrúar 2005 og réð ráðum sínum. Nefndina skipuðu sem fyrr hinir lögfróðu vísnaáhugamenn Arnar Sigfússon og Ólafur Ólafsson ásamt Stefáni Vilhjálmssyni, sem gefur sig út fyrir að vera hagyrðingur. Auk þessara fasta- manna voru í nefndinni Jón Heiðar Daðason, formaður Qár- öflunarnefndar og Gunnar Frí- mannsson, fyrrripartasmiður. Nefndin gekk skipulega til verks og ræddi spaklega um innsenda botna sem voru all- margir að vanda. Hér verða birtir þeir botnar sem best- ir þóttu. Fleiri hefðu átt fyllilega skil- ið að birtast í Leó en undirritaður gekk því miður frá þeim á svo góðum stað að þeir hafa ekki fundist síðan!! Fyrsti fyrriparturinn var svona: Brestur enn á bókaflóð en börnin lesa minna, Verðlaunabotninn er eftir Davíð Hjálmar Haraldsson, Flatasíðu 2, Akureyri: samt má ennþá söguþjóð sínar rætur fínna. Okkur þótti botn Magnúsar Geirs Guðmundssonar líka skemmtilegur: þau sem lásu alveg óð í Ástríki og Tinna. Næsti fyrripartur vitnar til þess sem lengi var kallað í fréttum „meint ólög- legt samráð“: Þjóðin sýpur seyðið af samráðsfundum löngum, Ingimar Skjóldal, Skálateigi 1, Akur- eyri botnaði best að mati dómnefndar: en eigendunum gróðann gaf sem gengu af vegi þröngum. Davíð Hjálmar kom líka sterkur inn með þennan botn: blásnauðir við Ballarhaf betlum við og pröngum. Þriðji fyrriparturinn var hringhend oddhenda með ákveðna framtíðarsýn: Vetrarieiðin verður greið Vaðlaheiði undir, Það var vel við hæfi að verðlaunabotn- inn skyldi koma frá Húsavík. Hann átti Ósk Þorkelsdóttir, Árholti 16 þar í bæ: þá landinn skeiðar, laus úr neyð, iétt um breiðar grundir. Davíð Hjálmar Haraldsson var talinn eiga bestu heildarlausnina og með botnum hans urðu vísurnar þannig: Brestur enn á bókafíóð en börnin lesa minna, samt má ennþá söguþjóð sínar rætur finna. Þjóðin sýpur seyðið af samráðsfundum iöngum, blásnauðir við Ballarhaf betlum við og pröngum. Vetrarleiðin verður greið Vaðlaheiði undir, meðan skeiðar rennireið rekka veiða hrundii: Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og vonum að þau hafi haft gaman af að spreyta sig á þessum þjóðlega vísna- leik. Sigurvegarar hlutu bækur að skáldalaunum. Fyrir liönd dómnefndar, Stefán Vilhjálmsson, fundarritari. fyrir aCCar yffar myncCir HermingamyncCatöCíir StúcCentamyncCatöCur JdCCar myncCatöCur

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.