Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2002, Page 115
Hvarf eignarfornafnanna okkarr, ykkarr og yð(v)arr 113
eignarföllin okkar, ykkar, yðar í stað eignarfomafnanna, og sama eigi
við um Guðbrandsbiblíu. Bjöm (1925:99-100) nefnir mörg dæmi frá
16. öld um eignarfallsmynd í stað eignarfomafns.
Um notkun fomafnanna á 17. öld segir Bjöm (1925:100) að um
aldamótin 1600 hafi þessi gömlu eignarfomöfn verið dauð í málinu að
mestu eða öllu en ef til vill hafi einstaka myndir af þeim lifað sums
staðar á landinu fram á 17. öld. Einkum virðist þf.kk.et. af ykkarr og
nf.hk.et. af yð(v)arr hafa varðveist lengur en aðrar myndir og ef til vill
hafi ykkarr verið langlífast þessara þriggja fomafna, en um miðja 17.
öld séu þau vafalaust öll horfin úr töluðu máli.
Jón Helgason athugaði notkun eignarfomafna í þýðingu Odds
Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540. Hann segir (Jón Helga-
son 1929:77-78):
Eignarfomöfnin ‘ockar(r)’, ‘ykkar(r)’, ‘yð(v)ar(r)\ eru alveg liðin und-
ir lok í nom. sg. fem. og nom. acc. pl. neutr., eða að minsta kosti koma
þær myndir aldrei fyrir í NT. Að öðru leyti virðast þessi fomöfn halda
sjer fullkomlega ... Gen. persónufomafnsins ‘þjer’ er margsinnis notað-
ur í stað eignarfomafns, meðal annars altaf með kvennkynsorðum í
nom. sg. og hvorugkynsorðum í nom. acc. pl., en líka oft í dat. pl. og
víðar. Um samskonar notkun gen.-myndanna ‘okkar’, ‘ykkar’ munu
varla dæmi, af því að þau fomöfn eru miklu sjaldnar notuð í NT.
Jón Helgason (1929:77-78) hefur bæði dæmi um beygð eignarfomöfn
°g dæmi um eignarfallsmynd persónufomafnsins þér í stað yð(v)arr í
Nýja testamentinu.
Oskar Bandle (1956) athugaði notkun okkarr, ykkarr og yð(v)arr í
Guðbrandsbiblíu, en hún kom út 1584. Hann segir (1956:349) að Nýja
testamenti Odds og Guðbrandsbiblía sýni „ ... fúr das 16. Jahrh. eine
typische Úbergangssituation, indem hier alte und neue Formen ziem-
lich regellos nebeneinander stehen.“
Bandle segir (1956:349-350) að í nf.kk.et., nf.kvk.et. og nf. og
þf.hk.ft. séu aldrei beygðar myndir, en bæði gamlar myndir og ný-
myndir komi fyrir í öllum öðrum föllum.12 Hann segir einnig
12 Vitanlega er ekki hægt að fullyrða að aldrei komi beygð mynd fyrir í nf.kk.et.
Eftir styttingu rr í r er ekki hægt að greina hvort þar er um að ræða gamla, beygða
mynd eða nýmynd.