Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Síða 213
Ritfregnir
211
norsku reiprennandi. Slíkur samanburður kemur t.d. fram í greinum um notkun aftur-
beygðra fornafha (1986), um aukafallsffumlög (1986), um orðaröð í aukasetningum
(1987) og í yfirlitsgrein um færeyskar setningafræðirannsóknir (1992). Þessar grein-
ar eru allar í greinasafhinu. Þar eru líka greinar um forsetningar, hjálparsagnir, hljóð-
breytingar og málstefnu. Þar má líka finna skrá i tímaröð yfir skrif Michaels um fær-
eysku. Hún spannar árabilið 1971-1999 og þar eru talin 25 rit.
Það er mikill fengur að því að fá allar þessar greinar á einum stað og bókin er
ómissandi fyrir alla sem vilja rannsaka færeysku.
Greinasafn Jóhans Hendriks er gefið út í tilefni af sjötugsafmæli hans hinn 20. júní
2004. Svo skemmtilega vildi til að Jóhan Hendrik var staddur á Frændafúndi á íslandi
á afmælisdaginn, en svo nefnast ráðstefnur um færeysk og íslensk málefni sem Heim-
spekideild Háskóla íslands og Fróðskaparsetur Foroya hafa staðið fyrir. Umsjónar-
menn ritsins afhentu honum það í lok ráðstefnunnar og að því loknu þágu ráðstefhu-
gestir léttar veitingar í boði afmælisbamsins.
Jóhan Hendrik var lengi formaður færeysku málnefndarinnar og er mikill mál-
vöndunar- og málræktarmaður. Það þarf því ekki að koma á óvart að verulegur hluti
greinanna fjallar um málstefhu, orðasmíð og stöðu færeysks máls. Mér telst svo til að
af rúmlega 40 greinum í fyrri hluta ritsins fjalli um það bil helmingurinn um efni af
þessu tagi. Annar fyrirferðarmikill þáttur í þessum hluta ritsins eru greinar um nafh-
fræði, bæði mannanöfn og ömefni, en þama em líka greinar um bókmenntaleg efhi.
Auk starfa sinna fyrir færeysku málnefndina og kennslustarfa á Fróðskaparsetrinu
var Jóhan Hendrik aðalritstjóri færeysk-færeysku orðabókarinnar sem kom út 1998 og
síðari hluti afmælisritsins fjallar um orðffæði af ýmsu tagi. Síðast í þeim hluta em
stuttar greinar um einstök orð, en þær em þó oftar en ekki með málræktarlegu ívafi
og ekki bara hlutlausar eða þurrar ffæðslugreinar. Þær em oft forvitnileg lesning fyrir
íslendinga því að af þeim má bæði sjá hvað margt er líkt með færeysku og íslensku
orðfæri og eins ffæðast um atriði sem hafa þróast á annan veg í færeysku en íslensku.
Þar kemur t.d. fram að á færeysku segjast menn stundum fara í gegnum hurðina þeg-
ar Jóhan Hendrik telur heppilegra að þeir fari í gegnum dyrnar og vísast kannast ein-
hver við svipuð atriði úr íslensku. Þama má líka lesa að Færeyingar hafa tekið upp
orðið karðalás um það sem við köllum líklega helst franskan rennilás (þótt hann renni
ekki neitt), en karði á færeysku merkir ‘ullarkambur’.
Skemmtilegasta lesningin í bókinni er þó kannski skrá yfir nýyrði sem Jóhan
Hendrik hefúr smíðað, en hún er birt undir bókarlok, næst á undan ritaskrá hans. Mér
sýnist að þarna séu talin um 500 orð (!), en kannski er ólíklegt að þau séu öll i al-
mennri notkun í færeysku. Meðal þeirra em orð eins og hrimjjal ‘búmbrelú' Jlogbólt-
ur ‘blak’, grindil ‘strikamerki’, ómœli ‘málstol’, sjónjlaga ‘DVD diskur’ og telda
‘tölva’.
Ritstj.