Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 6

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 6
G EININ G E I N I N G Mánafiarblað um bindindis- og menningarmál. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Pétur Sigurðsson. Blaðið er gefið út með fjárstyrk frá ríkinu og stórstúku íslands. Öll bréf til blaðsins og ritstjórans skulu send í Pósthólf 982, Reykjavík, en ekki til afgreiðslunnar, Suðurbraut G, Kópavogi. Sími blaðsins er 5956- Árgangur blaðsins kostar 30 kr., en í lausasölu 3 kr. livert eintak. Sefur hetja á hverjum bæ itt sterkasta vopnið gegn bindindishreyfingunni hefur ávallt verið rógurinn. Svo var það t. d. á bannárunum hér. Þá var mönnum talið trú um að heimabrugg væri á öðrum hverjum bæ í land- inu. Stærri ósannindi var ekki unnt að hafa í frammi varðandi það mál. Auðvelt var að benda á næstum heilar sýslur, þar sem heimabrugg þekktist varla eða alls ekki. Mætti þar t. d. nefna Breiðafjörð, Vestfjarðakjálkann að miklu leyti, mikinn hluta Þingeyjarsýslanna, sömuleiðis mestan hluta Skaptafellssýslanna, og svo er vandalaust að benda á ýms minni svæði, auk þess, að í þeim sýslum, er mest bar á heimabruggi, voru það aðeins einstöku bæir' er stunduðu þau Iagabrot. Þeir menn, sem nú iðka róginn, reyna að telja þjóðinni trú um, að samtök bindindismanna vinni ekkert gagn. T. d. hafi góðtemplarareglan misst forustuna úr höndum sér og stundi nú aðeins fánýt fundarhöld. Sanngjarnar aðfinnslur og ávítanir, eru ævinlega réttmætar, og flest menningarstarf- semi þarfnast þeirra, en ósanngirnin kemur jafnan upp um sig. Þegar góðtemplarareglan var stofnuð, bjó hún ágætt og notalegt félagsheimili þeim mönnum, sem hún hafði hug á að bjarga og jafnan eyddu kvöldstundum sínum á knæpunum. Fundarhöld reglunnar voru einmitt sniðin með það fyrir aug- um að vega upp á móti hinu. Áherzla var lögð á hlýjan félags- anda, vistleg, björt, hlý og prýdd fundarhús, og félagslífið var margþætt. Þar fór saman fræðsla, skemmtun og sú mannbæt- andi alvara, sem einlæg guðstrú jafnan fæðir af sér. Veikir menn og valtir á fótum þurftu einmitt þeirrar aðstoðar. Regl- an hefur jafnan lagt áherzlu á fræðslu, ræðuhöld, upplestur ljóða og góðra sagna, söng, leiklist og hollar skemmtanir. Nú hefur sú breyting orðið á, að reglan á að keppa við ofurefli. Peningagræðgin heldur með margvíslegum og áköf- um áróðri að kynslóðinni öllu því, sem mest æsir og ginnir. Nú er það ekki aðeins áfengið, heldur allar þær æsandi skemmtanir, sem þá eru oft um leið greiðasti vegurinn að áfengisneyzlunni, og blátt áfram skólar í drykkjuskap. Urmull er af kaffi og veitingahúsum, sem kvöld eftir kvöld bjóða dansskemmtanir þar sem hljómsveitir iðka sinn seiðmagnaða tónagaldur, sem vissulega er ekki stilltur til eflingar guðs- neistanum í manns sálinni, heldur þvert á móti til uppörfun- ar afmenningaröflunum í manninum. Allir þekkja aðdráttar- afl æsimynda bíóanna' og þau troðfyllir fólkið oft á dag. Þetta þjónar betur eðli vanþroska mannkyns en starfsemi bindindismanna, en við niðurrifsöílin bætist svo í samkeppn- inni hin jákvæða og gagnlega félagsstarfsemi, svo sem íþrótta- hreyfingin, leiksýningar, héraðasambönd og svo fjölda margt, svo að ekki sé nú minnst á ásælni pólitísku flokkanna í æsku- menn og allan lýð og ennfremur blessaða skólana, sem hirða, ClCýCl (ý Sjá þjón minn, sem eg leiði mér við hönd, minn útvalda, sem sál mín hefur þóknun á; eg legg anda minn yfir hann, hann mun boða þjóðunum rétt. Hann kallar ekki og hefur ekki háreysti og lætur ekki heyra raust sína á strætunum. Brákaðan reyr- inn brýtur hann ekki sundur, og dapran hörkveik slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trú- festi. Hann daprast eigi og gefst eigi upp, unz hann fær komið inn rétti á jörðu, og fjarlægar landsálfur bíða eftir boðskap hans. — Jesaja 42, 1—4. ,,Hann boðar réttinn með trúfesti“, ekki með hatri og ofsa eins og nú tíðkast meðal þjóða. Er okkur ekki hollt, nú á tímum vonbrigða, öryggisleysis og kvíða, að gleðjast við huggun fyr- irheitanna? Hér er því heitið, að hinn mikli lausn- ari manna, muni ekki daprast né gefast upp, unz hann fœr homið inn rétti á jörðu“. Hvað sem böl- sýni, kvíða og hræðslu líður' þá er sigur hins góða framundan. Alls staðar í heilagri ritningu er lögð áherzla á þetta: Verið óhræddir, skelfist ekki, hræðist ekki, óttist ekki. Maður sem trúir á Guð, verður að vera geiglaus, lifa óttalaust, hræðast ekki einu sinni þann, sem líkaman deyðir. Hræðslan tærir anda, sál og líkama. Betra er að deyja en lifa í hræðslu. ÖIl mannadýrkun og allt fráhvarf frá trúnni á hinn eilífa kærleika, á eftir að verða sér til mikill- ar háðungar, en hús þeirra mun standa, sem byggja það á bjargi aldanna, á trúnni á fagnaðarboðskap friðarins. að heita má, öll ungmenni, unz hár þeirra tekur að grána. Allir sanngjarnir menn munu því skilja, að félagsskapur, sem hefur fyrst og fremst það markmið að forða mönnum frá skaðnautnum, á hér öfluga keppinauta, reyndar bæði góða og skaðlega. Hinir góðu eru auðvitað samherjar og er því sízt ástæða til að amast við þeim en fólkið skiptist þó meira nú milli margra aðilja, en áður var. Hinir skaðlegu keppi- nautar eru þó miklu skæðari í því að höndla fólkið, og er ástæðan augljós, eins og áður er vikið að. Þetta þyrftu allir, sem bindindi og reglusemi unna, að gera sér ljóst og skilja, hve nú er þess mikil nauðsyn að þeir haldi vel saman. Eitt alvarl'egasta mein bindindisstarfsins í landinu er, að heita má: að sofi hetja á hverjum bæ. Ef allir bindindismenn landsins, konur og karlar, ungir sem aldraðir, væru glaðvakandi, áhugasamir og samtaka, þá mundi þjóðin bæði sjá og reyna, að styrkur þeirra væri mik- ill. T. d. gæti jafnvel þetta blað orðið dálítið vald í landinu’ ef allir bindindismenn þjóðarinnar legðu því lið, og hið sama má segja um allt félagslíf bindindismanna. Það sefur hetja á hverjum bæ, en við trúum því og vonum á það, að enn rísi sól nýs dags, veki menn og kalli þá til starfa. Þegar þörf er mest, finnast jafnan bjargráð bezt. Þörfin er öllum augljós og þjóðhollir menn hljóta að vaxa upp til hinna miklu og aðkallandi viðfangsefna, og hið stærsta er: allsherjar, róttæk siðbót í þjóðfélaginu. Hún ein nægir gegn hinum undirokandi spilliöflum peningagræðginnar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.