Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 11

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 11
EINING 11 Hneykslasft enginn Við árslok 1956 birti Tíminn allat- hyglisverða grein eftir Helga Hjörvar, Um kurteisi nið lifendur og dauða. í niðurlagi greinarinnar segir m. a. svo: ,,Hér er, í þessum efnum öllum, um það að ræða framar öðru, að kynslóð framfaranna vantar svo mjög það sem á útlendum málum er kallað ,,píetet“, og ekki hefur verið þýtt né sagt á ís- lenzku, sú merking orðsins: ræktarsemi, lotning o. s. frv. Kynslóðina vantar hina ósjálfráðu og nær óvituðu tilfinningu fyrir því sem var, og því sem verða mun, fyrir sjálfum þræði lífsins milli kynslóðanna, þeim þjóðararfi og þeirri persónulegu innri menningu sem geng- ur frá kynslóð til kynslóðar, án orða, án kennslu, án þess hægt sé að segja hvað um er að ræða. Hin fríða yngismey slíkrar kynslóðar selur gamla skúfhólk- inn hennar ömmu fyrir nokkrar sígarett- ur. Hin fúna, fallna sóknarkirkja blasir víða við í okkar menningu, í bókheim- inum, í orðtaki og æði, allt upp í efstu þrep þjóðlífsbyggingarinnar. Utvarpið, slík menningarstofnun alþjóðar, hefur útvalið einn af sálmum þjóðkirkjunnar til flutnings á þeirri stund sem það gerir hátíðlegasta í allri sinni dagskrá, við áramótin: Nú árið er liðið —. Jafnframt hefur einn af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar sungið þennan sálm í gamni og afbökun inn á plötu, gáskafullu fólki til upplyftingar. Og kaupmaður var til, sem græða vildi á plötunni. Hvorugt þetta er mjög gott. En útvarpið sjálft leikur skopsálminn til yndis fyrir þjóð- ina, rétt á undan eða eftir sinni eigin helgistund — ekki af slysi, einu sinni, heldur margfaldlega og af einlægri góð- • vild við fólkið. Og eiginlega hneykslast enginn, enda hefur enginn meint annað en gott eitt. Nýlega er komin út allvegleg bók, skrifuð í gamni og alvöru um alþingis- menn. Eftir eðli málsins og í elskulegu samræmi við stíl bókarinnar er skop- mynd framan á bókinni. Allt er þetta gott og með fullri sæmd. En höfundur eða útgefandi þurftu að fá smellið nafn á sína bók, og þeir fundu það. Þeir völdu upphaf á einum fegursta sálmi sem Norðurlönd eiga saman, einn tignasta lagboða norrænnar kirkju. Þeir ætla að tryggja sér góða sölu á gríninu. Efalaust kemur það flatt upp á mennina að hægt sé að gera nokkra athugasemd við þetta. Nýlega getur að líta á prenti eina bæn- ina úr Faðir-vori sem fyrirsögn á ágætri grein um pólitískt vandamál. Og áfram má telja.“ ,,0g eiginlega hneykslast enginn“. Jú, Helgi Hjörvar! sem betur fer eru' enn til sálir, sem kunna að skammast sín, bæði fyrir sig sjálfar og aðra, þótt of margir séu þeir, sem ,,hafa nú mag- ann fyrir sinn Guð og þykir sómi að skömmunum“’ eins og það er orðað í Helgakveri. Þeir eru áreiðanlega fleiri á landi hér, en margan grunar, sem hneykslast á mörgu því, sem okkur er boðið í ræðu og riti’ og ekki sízt í útvarpinu. Ég játa feimnislaust, að ég er einn hinna hneyksluði, og vil ég þó ekki hrópa hið alvöruþrungna ,,vei“ yfir þeim, sem hneykslunum valda. Ég er sennilega á meðal hinna seku, þótt fyrir annan mál- flutning sé. Ég er Helga Hjörvár mjög þakklát- ur fyrir innlegg hans í þessu máli. Áður hef ég skrifað um hið hneykslanlega val á nafninu á palladómum þeim, sem Hjörvar víkur að. Hann minnist einnig á útvarpið. Kvöld eitt kom ég inn og opn- aði útvarpstækið til þess að vita, hvað þar væri á boðstólum. Það var einhver sögulestur, víst allfrægur. Ég hlustaði stutta stund og ég minnist þess varla, að ég hafi heyrt viðbóðslegri lýsingu á manndrápum og öðrum óþverra, en um leið og þessu lauk, var leikinn í útvarp- inu einn yndislegasti jólasálmurinn okk- ar og sálmurinn' ,,Jesú, bróðir bezti“. Ef til vill hneykslaðist enginn nema ég á samsetningnum, en árdegis er það al- títt, að næst á eftir bænarorðum prests- ins komi í útvarpinu eitthvert andstyggi- iegt tónaglam. Þá er ekki verið að velja sálm, eins og á eftir viðbjóðslegustu lýs- ingunum á manndránum og öðrum við- bjóði. Þrívegis hef ég hlustað á smá- glefsur af þessum sögulestri og undrast stórlega, að útvarpið skuli geta boðið þjóðinni annan eins óþverra. Það er freistandi að fara hér nánar út í þetta, en skal þó bíða. Óþrifnir menn og sóðar óhreinka alls staðar, og þegar sálir manna hafa glat- að lotningu fyrir öllu, þá þjösnast menn áfram eins og naut í flagi, á öllu má traðka, allt má svívirða, ekkert er þeim heilagt, en á rústum siðgæðismeðvitund- ar þess fjölda manna, er þessir menn afmennta og afsiða, geta þeir oft orðið dálitlir kóngar. En sú vegsemd! Engar áfengisveitingar í bú- stað forseta Bandaríkjanna Er Eisenhower hafði verið kjörinn á ný forseti Bandaríkjanna, lét hann þau hoð út ganga, að við móttökur og í samkvæmum í Hvítahúsinu yrðu ekki veittir neinir áfeng- ir drykkir. i5essi ákvörðun forsetans hefur vakið geysilega athygli, og er talið víst, að liún muni og hafa mikil áhrif á samkvæmislíf ýmissa heldri manna, því að Hvítahúsið sé þó fyrirmyndin. Því miður verður það þó iíklega ekki tekið til fyrirmyndar á fslandi. Bœði örvhent Maður nokkur lieimsótti gamla konu, sem strax har fram kaffi. Gestinum virtist boll- inn ekki vel hreinn og gat þess til, að gamla konan hefði ekki þvegið hann eftir sig. Eg tek bollann með vinstri hendinni lnigsaði gestur, til þess að þurfa ekki að bera hann að munni sér sömu megin og gamla konan, og þetta gerði hann. „Nei“, sagði gamla konan, undrandi, „ert þú líka örvhentur". Af turf ótaf œði ng „f dag verða sendar 51 flaska af blóði, sem stúdentar hafa gefið með Gullfossi.“ — ÚtvarpiS. „Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikinn Onnu Pétursdóttur vegna fjölda áskorana í Iðnó á miðvikudagirin“. Útvarpsauglýsing 23. apríl 1952. „Egypzka stjórnin heldur áfram að auglýsa eftir starfsmönnum við Súes-skurðinn í stórblöðum heimsins“. ÚtvarpiS, 31. ágúst 1956. „Dr. Súmir Soukup flytur fyrirlestur um ástandið í Austur-Evrópu í Sjálfstæðishús- inu“ . . . Útv. 25. nóvember 1956. * „Ferleg lýsing á SS-sveituin kommunista í Þjóðviljanum“. AlþýöublaSiS, 5. des. 1956. „Vinna við framtíðarveg Siglfirðinga fyrir stráka er nú hafin“. — Tíminn. „Geysifjölmennur fundur um Ungvcrja- Iandsmál á Akureyri“. Morgunblabib. „Tuttugu og fjórar þjóðir flytja tillögu um Ungverjaland á allsherjarþinginu". — Útvarpib. „Dr. John var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir landráð í nótt“. — ÚtvarpiS 22. des. 1956. Frá veðurstofunni: Sauðárkrógur: skyggni 10 kílómedrar, hidi 2 stig. Veðurskib . . .“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.