Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2005, Síða 136
134
Katrín Axelsdóttir
við þau rit sem hér eru til athugunar. Dæmi utan þessara tveggja staða
í beygingunni eru sárafá og dreifð, sum eru prentvillur í útgáfum og
önnur gætu verið ritvillur.54
Dæmin um nefnifall kvenkyn eintölu og nefnifall/þolfall hvorug-
kyn fleirtölu eru að vísu ekki ýkja mörg í þeim ritum sem skoðuð
voru, en þó svo mörg að hér verður gert ráð fyrir breytingum; að
myndin hvortveggja í neínifalli kvenkyni eintölu hafi þokað fyrir
hvortveggi og myndin hvortveggju í nefnifalli/þolfalli hvorugkyni
fleirtölu hafi þokað fyrir hvortveggi:
(18)a. hvortveggja dóttirin -» hvortveggi dóttirin (nf.kvk.et.)
b. hvortveggju rökin -> hvortveggi rökin (nf./þf.hk.ft.)
54 Slík dæmi í ritunum sem hér eru til athugunar og í orðabókum eru alls níu. En
þegar betur er að gáð er í fjórum tilvikum um að ræða prentvillu í útgáfu og í tveim-
ur tilvikum er líklega ritvilla í handriti. Dæmin þrjú sem eftir eru gætu hæglega verið
ritvillur líka, þótt það sé auðvitað engan veginn víst. Dæmin níu eru þessi: I Friðþjófs
sögu, Fornaldar sögur Norðurlanda III 1950:88, er myndin hvorritveggi (þgf.kvk.et.)
en í handritinu er -tveggju. Þetta er því prentvilla í útgáfu. í orðabók Fritzner
1886-1896 (á tölvutæku formi) er nefnt dæmið hvorirtveggi (nf.kk.ft.) í Flóamanna
sögu. í útgáfúnni sem Fritzner notaði var AM 516 4to lagt til grundvallar (Fornsögur
1860:148). En í handritinu er eðlileg mynd, hvorirtveggju, svo að þama er um að ræða
prentvillu í útgáfunni. í orðabókinni er einnig nefnt dæmið hvorritveggi (þgf.kvk.et.)
í Lárentíus sögu (Biskupa sögur I 1858:856). í Laurentius sögu biskups 1969:108 er
á þessum stað eðlileg mynd, hvorritveggju. í þeirri útgáfu er stuðst við sama handrit
(AM 406 a I 4to) og í útgáfúnni sem Fritzner notar svo að líklega er myndin hvorri-
tveggi prentvilla. í orðabók Cleasby (1874:298) er nefnt dæmi um hvorirtveggi
(nf.kk.ft.) úr Grágás. Vitnað er í Grágás I 1829:69. En í Konungsbók Grágásar (GKS
1157 fol), sem útgáfan byggist á á þessum stað, er eðlileg mynd, hvorirtveggju. Þetta
er því prentvilla í útgáfunni. í Kringlutexta Heimskringlu er hvortveggi (þgf.kvk.et.)
í stað hvorritveggju eins og er í öðmm handritum (Heimskringla III án árt.:97). Þetta
er því líklega ritvilla; íyrri liðurinn er líka óvenjulegur (sjá um stirðnaða liðinn hvor-
í 4.4. hér á eftir). í Jámsíðu er hvorstveggi (ef.kk.et., í stað hvors-tveggja). Þetta er
væntanlega ritvilla og skýringin kannski sú að orðið á eftir, eftirmœlandi, endar á
sama hljóði: „hvars tuegge epter mælande“ (Járnsida 1847:40). í Göngu-Hrólfs sögu
er dæmið hvorirtveggi (nf.kk.ft., í stað hvorirtveggju, eins og reyndar er haft í útgáfú
(Fornaldar sögur Norðurlanda III 1950:247)). í Ectors sögu kemur einnig fyrir hvorir-
tveggi (nf.kk.ft., í stað hvorirtveggju, Late Medieval Icelandic Romances I 1962:132).
í Adonías sögu er hvorutveggi (þgf.hk.et., í stað hvoru-tveggja eða hvorutveggju, Late
Medieval Icelandic Romances III 1963:100).