Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 195

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 195
Ritdómar 193 Þessi orð kalla á ýmsar spumingar enda felst í þeim mikilvæg afstaða. Lítum á eitt dæmi. Það er vissulega rétt að í samræmi við uppruna skal beygja sögnina duga á þann hátt sem gert er í bókinni, þ.e. ég dugi, dugði. En því má heldur ekki gleyma að fjölmargir hafa hana í sama flokki og kalla enda gefa ÍO og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls báða möguleikana.15 Sú afstaða, sem hér kemur fram, er í raun málpóli- tísk enda er verið að rýmka þá merkingu sem felst í orðinu „stafsetning" skv. því sem ffam kemur í upphafi greinarinnar.16 Þess er hins vegar skylt að geta að þessi afstaða er alls ekki algild eins og ffam kemur síðar. Nú er við hæfi að spyija hvaða tilgangi það þjóni að útrýma „ósamræmi“, sumu jafhvel aldagömlu? Skyldu menn halda að það sé hægt? Ég held að það sé ekki hægt. En þetta lýsir þvi úrelta viðhorfi til beygingarreglna að hægt sé að handstýra þeim með fyrirmælum enda er það andstætt eðli tungumálsins og þróun þess. Tungumál er lifandi fyrirbæri í sífelldri endursköpun kynslóðanna og slík endursköpun felur í sér hvers kyns misvægi og regluskort. Og nú er mikilvæg sú spuming hvemig til hafi tekist að koma þessu viðhorfi á framfæri. Sem betur fer liggur mér við að segja tekst það alls ekki alltaf enda ekki hægt. Það er ófært að skylda alla til að beygja nöfn eins og t.d. Höskiddur, Jakob og Margrét á sama hátt enda rík hefð fyrir ólíkri beygingu. Og það er virt hér: Höskuld- ur getur fengið jafnt -s sem -ar í eignarfalli, þágufallið af Jakob er með eða án -i og Margrét getur endað á -i eða -u í þolfalli/þágufalli. Það er hins vegar óþarfi að hafa eignarfallið Bjarnar á undan Björns í nafninu Björn enda Bjarnar ákaflega sjaldgæft. Það er útilokað að gefa einungis eignarfallsmyndina krár af krá í ljósi samsettra orða eins og t.d. kráareigandi, sem þó er ekki í bókinni. Af hveiju er útilokað að hafa lýs- ingarorðið svangur í miðstigi svengri auk svangari, sbr. t.d. BÍN sem gefur báða möguleikana? Og hvað um stofnlægt -r í gröftur, sbr. áðumefnda heimild og /O? Sögnin duga kom áður við sögu. En hvað um hrekkjal IIO beygist sögnin veikt á tvo vegu (hrekkti/hrekkjaði) en í Stafsetningarorðabókinni aðeins einn (hrekkti). Og hvað um sögnina vœntal Er það rangt hjá öllum þorra manna að hafa lýsingarhátt þátíðar vœnsfí Þá sagnmynd er ekki að finna. Lýsingarháttur þátíðar sagnarinnar ábekja er ábakið. Skv. því er víxillinn ábakinn eða ábaktur en ekki ábektur eins og menn hafa þó talið. (Raunar skiptir þetta ekki máli lengur enda víxlar sagðir úreltir.) Ritháttur orða er eitt af því sem tengja má stöðlun. Spyija má: Er eitthvað sem segir að aðeins rithátturinn harmóníka sé einn réttur? ÍO hefur t.d. sex aðra mögu- leika. Þess má geta til gamans að í Harmonikuþætti Baldurs Jónssonar (1998:20) er sagt frá kosningu um sex mögulega rithætti orðsins. Þar fékk harmóníka minnstan stuðning en harmonika mestan. Afstaða Baldurs sjálfs er skýr: Hún birtist í nafni greinar hans. Af hveiju er aðeins gefinn rithátturinn ugla en ekki uggla eins og rök- styðja má, sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1082. Til fyrirmyndar er að gefa báða rithætti nafha eins t.d. Elva/Elfa og Svavar/Svafar em dæmi um. Af hveiju má 15 Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, hér eftir skammstafað BÍN, er aðgengi- leg á vef Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/. 16 Um hugleiðingar af sama toga má lesa hjá Tarp 2002:200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.