Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Side 195
Ritdómar
193
Þessi orð kalla á ýmsar spumingar enda felst í þeim mikilvæg afstaða. Lítum á eitt
dæmi. Það er vissulega rétt að í samræmi við uppruna skal beygja sögnina duga á
þann hátt sem gert er í bókinni, þ.e. ég dugi, dugði. En því má heldur ekki gleyma að
fjölmargir hafa hana í sama flokki og kalla enda gefa ÍO og Beygingarlýsing íslensks
nútímamáls báða möguleikana.15 Sú afstaða, sem hér kemur fram, er í raun málpóli-
tísk enda er verið að rýmka þá merkingu sem felst í orðinu „stafsetning" skv. því sem
ffam kemur í upphafi greinarinnar.16 Þess er hins vegar skylt að geta að þessi afstaða
er alls ekki algild eins og ffam kemur síðar.
Nú er við hæfi að spyija hvaða tilgangi það þjóni að útrýma „ósamræmi“, sumu
jafhvel aldagömlu? Skyldu menn halda að það sé hægt? Ég held að það sé ekki hægt.
En þetta lýsir þvi úrelta viðhorfi til beygingarreglna að hægt sé að handstýra þeim
með fyrirmælum enda er það andstætt eðli tungumálsins og þróun þess. Tungumál er
lifandi fyrirbæri í sífelldri endursköpun kynslóðanna og slík endursköpun felur í sér
hvers kyns misvægi og regluskort.
Og nú er mikilvæg sú spuming hvemig til hafi tekist að koma þessu viðhorfi á
framfæri. Sem betur fer liggur mér við að segja tekst það alls ekki alltaf enda ekki
hægt. Það er ófært að skylda alla til að beygja nöfn eins og t.d. Höskiddur, Jakob og
Margrét á sama hátt enda rík hefð fyrir ólíkri beygingu. Og það er virt hér: Höskuld-
ur getur fengið jafnt -s sem -ar í eignarfalli, þágufallið af Jakob er með eða án -i og
Margrét getur endað á -i eða -u í þolfalli/þágufalli. Það er hins vegar óþarfi að hafa
eignarfallið Bjarnar á undan Björns í nafninu Björn enda Bjarnar ákaflega sjaldgæft.
Það er útilokað að gefa einungis eignarfallsmyndina krár af krá í ljósi samsettra orða
eins og t.d. kráareigandi, sem þó er ekki í bókinni. Af hveiju er útilokað að hafa lýs-
ingarorðið svangur í miðstigi svengri auk svangari, sbr. t.d. BÍN sem gefur báða
möguleikana? Og hvað um stofnlægt -r í gröftur, sbr. áðumefnda heimild og /O?
Sögnin duga kom áður við sögu. En hvað um hrekkjal IIO beygist sögnin veikt á tvo
vegu (hrekkti/hrekkjaði) en í Stafsetningarorðabókinni aðeins einn (hrekkti). Og hvað
um sögnina vœntal Er það rangt hjá öllum þorra manna að hafa lýsingarhátt þátíðar
vœnsfí Þá sagnmynd er ekki að finna. Lýsingarháttur þátíðar sagnarinnar ábekja er
ábakið. Skv. því er víxillinn ábakinn eða ábaktur en ekki ábektur eins og menn hafa
þó talið. (Raunar skiptir þetta ekki máli lengur enda víxlar sagðir úreltir.)
Ritháttur orða er eitt af því sem tengja má stöðlun. Spyija má: Er eitthvað sem
segir að aðeins rithátturinn harmóníka sé einn réttur? ÍO hefur t.d. sex aðra mögu-
leika. Þess má geta til gamans að í Harmonikuþætti Baldurs Jónssonar (1998:20) er
sagt frá kosningu um sex mögulega rithætti orðsins. Þar fékk harmóníka minnstan
stuðning en harmonika mestan. Afstaða Baldurs sjálfs er skýr: Hún birtist í nafni
greinar hans. Af hveiju er aðeins gefinn rithátturinn ugla en ekki uggla eins og rök-
styðja má, sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1082. Til fyrirmyndar er að gefa
báða rithætti nafha eins t.d. Elva/Elfa og Svavar/Svafar em dæmi um. Af hveiju má
15 Beygingarlýsing íslensks nútímamáls, hér eftir skammstafað BÍN, er aðgengi-
leg á vef Orðabókar Háskólans: http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/.
16 Um hugleiðingar af sama toga má lesa hjá Tarp 2002:200.