Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 208
206
Ritdómar
á sögulegri virkni sem byggist á talningum á nýjum viðskeyttum orðum yfir skemmri
eða lengri tímabil (sbr. Bauer 2001:48-49): „Type frequency is the result of past pro-
ductivity rather than an indication of present productivity." Til útskýringar nefnir
Bauer að viðskeytið -ric í ensku komi aðeins fýrir í einu orði eða með einu grunnorði,
bishopríc. Grunnorðatíðni viðskeytisins er því 1 og það bendir til þess að virkni
viðskeytisins sé nánast hverfandi í ensku. Dæmatíðnin mælir svo hversu oft tiltekið
orð kemur fyrir í texta. Komi bishopríc t.d. 37 sinnum fyrir i einum texta, er
dæmatiðni þess því 37 í þeim texta. Dæmatíðnin mælir því fyrst og fremst hversu
algeng eða óalgeng notkun tiltekins viðskeytts orðs er.
Ég nefndi hér áðan að hægt væri að styðjast við grunnorðatíðni til þess að gera sér
grein íyrir virkni eins viðskeytis, a.m.k. sögulega. Að mati Bauers þarf slík mæling þó
ekki í öllum tilfellum að gefa rétta mynd af virkni eins viðskeytis eða forskeytis. Það
frnnast tilvik þar sem ákveðinn orðhluti tengist öllum gmnnorðum af tilteknum merk-
ingarflokki en gmnnorðin sem finnast em fá. Viðskeytið eða forskeytið nýtir þá mögu-
leika sem finnast til nýmyndunar en hefúr samt sem áður lága gmnnorðatíðni og mælist
því með litla virkni. Við getum tekið dæmi úr íslensku til þess að skýra þetta. Forskeytið
stjúp- virðist geta tengst flestum skyldleikaorðum í íslensku og er að því leytinu virkt.
Eftirfarandi gmnnorð fúndust með stjúp- í Ritmálsskrá Orðabókarínnar (RMS):
stjúpdóttir stjúpfeðgin stjúpforeldri stjúpsonur
stjúpafi stjúpforeldrar stjúpfrænka stjúpættleiðing
stjúpfaðir stjúpforeldraforeldrar stjúpbróðir stjúpmóðir
Tafla 1: Gmnnorð með forskeytinu stjúp- í RMS.
Orðin stjúpsystir, stjúpfrœndi, stjúplangamma og stjúplangafi er ekki að fmna í RMS.
Ekki er þó þar með sagt að öll orð sem mynduð hafa verið með forskeytinu stjúp- sé
að finna þar. Hins vegar er hægt að álykta af fjölda dæma í töflu 1 að þau orð sem for-
skeytið getur mögulega og merkingarlega tengst séu líklega ekki mörg og þess vegna
mælist gmnnorðatíðni þess lág. Gmnnorðatíðnin þarf því ekki að segja alla söguna
varðandi virkni forskeytisins.
Að endingu fjallar Bauer um ómerktar (e. default) einingar í orðhlutafræðinni og
samband þeirra og virkni. Yfirleitt er það svo að það sem er ómerkt eða algengast
(hlutlausast) er einnig virkt, en það þarf ekki endilega að vera svo að mati Bauers.
Dæmi um ómerkt ferli er þátíðarmyndun veikra sagna í íslensku, þ.e. með -ð-i (sbr.
talaði). Þetta er algengasta þátíðarmyndunin í sögnurn og (næstum) allar tökusagnir
mynda slíka þátíð. Bauer fjallar líka um muninn á sköpun (e. creativity) og virkni og
segir myndun einfaldra orða falla undir sköpun en myndun samsetninga af einhverju
tagi (viðskeytt orð og samsett) undir virkni. Bauer fjallar um ýmsar tegundir sköpun-
ar og vill skilja á milli sköpunar og virkni þannig að virknin sé bundin orðmyndunar-
reglum en sköpunin ekki.
I þessum kafla, Fundamental notions, fjallar Bauer sem sagt um ýrnis hugtök sent
annaðhvort liafa verið notuð til þess að skýra virkni eða eru hreinlega notuð í stað