Neisti


Neisti - 28.01.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 28.01.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 28. jan. 1936 1. tbl. Alþýðusamb. Islands. Stórkostleg félaga- aukning á árinu sem leið. í Alþýðasambandinu eru nú 82 veikalýðs" og jafnaðarmannafélög með yflr 12 þús. meðlimi. Á árinu 1935 hafa 17 félög með samtals um 1800 meðlimi gengið í sambandið og er það geysimikil fjölgun. Eftir stéttum skiftast þessi félög þannig: 52 verkamanna-, verka- lýðs og sjómannafélög, 6 verka- kvennafélög, 11 iðnfélög, 2 verzl- unarmannafélög og 11 jafnaðar- mannaíélög. * Um 20 launadeilum hafa sam- bandsfélögin og þar með samband- ið átt í á árrnu og í öllum unnizt eitthvað til hagsbcta fyrir verka- fólkið. Á sama tíma sem verkafólkið skipar sér inn í sterkar fylkingar Alþýðusambandsins yfirgefur það þá menn sem klufu verkalýðsheif- inguna á sínum tíma og sýnir þar með að þeirra forsjá vill það ekki hlýta. Óhappaverk þeirra manna sem klufu sig út úr verkalýðshreifing- unni árið )930 hefir orðið íslenzk- um verkalýð dýrt og þá sérstaklega hér á Norðurlandi. En augu verkalýðsins eru að opnast og samfylkir hann sér nú aftur undir merki Alþýðusamband9- ins og tekur þar ó,trauður til starfa. Ný félö£ .tekin í Al- þýðusamb. Islands. Síðan um áramót hafa þessi fé' « lög verið tekin í Alþýðusamband íslands: .Tafoaðarmannafélagið „Frum- herjar" Pingeyri, stofnað 13. nóv. s.l. með 30 meðlimum. Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar, stofnað 10. des. sl. með 20—30 meðlimum. Verkalýðsfélag Tálknafjarðar, stofnað 29. nóv. s.l. með 41 meðl. Starfsmannafélagið „Pór", sem er félag starfsmantia við sjúkrahús og ríkisbú í Reykjavík og nágrenni. Stofnendur milli 20 og 30. Sézt glögglega á þessu, að vinnu- stéttirnar eru óðutn að breikka fylkingarraðir heildarsamtakanna. , Um nýju tollana. Svar til Si^lfirðin^s. Engan mun undra, þótt íhalds- blaðið Siglfirðingur flytti lúalega lygagrein um viðskiftagjíld það, er stjórnarflokkarnir komu sér saman um að leggja á, til þess að geta lagt fé til nýmæla í verklegum framkvæmdum og annarra ráðstaf- ana til hagsbóta alþýðu manna — eftir að fyrirmyndir þess í Reykja- vík höfðu gert út heilan leiðangur um bæinn til að læða því inn hjá almenningi, að stjórnin gg þing- flokkar hennar ætluðu að hækka a 11 a skatta af tekjum fólks, jafnt lágum sem hdum, um helming eða meir. Pað er í beinu framhaldi af þessum lífróðri í- og afturhalds- manna landsins, til að beina lyg- inni braut á kostnað iannleikans, að blaðtetrið er sett á stúfana 7. des. sl. með þrjá hálfdálka barma- fulla af ósannindum, rangfærzlum og andstyggilegri illkvittni að öðru leyti, í þeim eina tilgangi að ætla lesendum sínum að bergja af, svo erfitt yrði fyrir þá að gera upp á milli rétts og rangs, lygi og sann- leika. Oft verður að láta íhaldið Ijúga í fríði. Stundum verður þó séð ástæða til að athuga málflutn- ing þess. Svo er að þessu sinni og munu nú nokkur atriði úr grein Siglfirðings: *„Nýju tollarnir" verða leiðrétt. Blaðið byrjar á þeirri snjöllu (!!) tilgátu, að nýju tollarnir hafi verið nefndir „viðskiftagjald",, „til að blekkja alþýðuna". Ollum þeim mörgu, sem vita, að þessir tollar hafa opinberlega yerið ræddir í blöðum stjórnarflokkanna og a3 Alþýðublaðið 26. nóv. sl. birtí frá orði til orð« „Frumvarp til laga ura bráðabirgðatekjuöflun til ríkissjóðs", mun ganga illa að trúa þessu, en frekar finnast Alþýðuflokkurinn a. .m. k. geta sagt: „margur þekkir mann af sér". Pá segir Siglfirðingur þar rétt,

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.