Neisti


Neisti - 12.02.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 12.02.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI samkomulagi. Ýmislegt ergelsi, stapp og deilur út af karfavinnsl- unni voru nú daglegt brauð, og virðist með réttu mega segja, að verksmiðjustjórnin hafi sjálf rekið endahnútinn á afleiðingar kaup- lækkunarbeiðni sinnar (kr. 1,10), með samþykkt 500 kr. skaðabóta til verkamannafélagsins „Próttur" og Verkakvennaíélags Siglufjarðar, og burtför þáverandi framkvæmda- stjóra. Á árinu 1935 hefir „Próttur" fengið 29 bréf, þar af hefir 21 verið svarað. Flest þessi bréf hafa að einhverju leyti fjallað um verka- lýðsmál. 4 símskeyti hefir félagið fengið og sent 2. I félaginu eru í árelok 1935 123 meðlimir, þar af hafa 28 gengið inn á árinu. 14 iundi hefir félagið haldið á árinu og hafa þeir allir fjallað um hags- munamál verkalýðsins. Eg hefi nú hér gefið nokkurt yrfilit yfir félagslíf og starf „Þrótt ar“ og vil nú bæta þessu við: Á einu ári hefir „Próttur" náð öllum kaupgjaldsmáium og samn- ingum í sínar hendur, og eg hygg, að dómur óvilhallra inanna geti ekki orðið annar en sá, að félagið megi vel við una starfið 1935. Pó að nú raunveruleikinn um það, að „Próttur“ hafi á árinu sem leið leyst af hendi mikið starf í þágu verkalýðsheildarinnar, sé við- urkenndur, þá ber þó líka að við- urkenna raunveruleikann um það, að í mörgu hefir félaginu ekki tekist sern skyldi. T. d. hafa fjöldamargir félags- menn sýnt fádæma skilningsleysi og trassam^nnsku í að borga árs- gjöld sín, Af því leiðir fjárhagslegt vanmætti félagsheildarinnar, — rírir sjóðir eða jafnvei engir — en pen- ingarnir eru, eins og allir vita, all- oft afl þess, sem gera skal og gildir það engu síður innan verkalýðsfé-. laganna en annars staðar. Pá hafa fundir félagsins verið illa sóttir. Og oftast eru það sömu mennirnir sem sækja fundina. Af þessu leiðir meðal annars það, að starf félagsins hvílir á langtum færri mönnum en ástæða er til og' æski- legt væri, og svo er með starfið 1935, að það er unnið af tiltölu- lega fáum mönnum, með styrk Alþýðusambands íslands að baki Pað er ekki svo lítið lið í starfi hvers eínstaks félaga innan verka- lýðsstarfseminnar, sem borgar skil- víslega ársgjöld sín og sækir vel fundi félags síns. / hvi er hvorki meira né minna en einn aðalstyrk■ ur og hol verkalýðsfélag- anna fólginn. En jafnframt þessu er það full- komlega áreiðanlegt, að engum einasta þening er eins vel varið og ið- gjöldum til verkalýðsfé- laganna. Peir þeningar margrenta sig. Pað er þessvegna illt, að heyra menn halda því fram, að þeir geti ekki verið í verkalýðsfélögum vegna vöntunar á að geta greitt árstillög sin. Verra er þó hitt, að þeir menn skuli krefjast mest af verkalýðsfé- lögunum, sem ekki eru í þeim sjálf- ir. Og ef einstakir menn verkalýðs- samtakanna gera eitt eður annað, er siður skyldi, þá hrópa engir hærra um axarsköftin en einmitt þeir, sem ekki vilja styðja verka- lýðsfélagsskapinn með starfi sínu. Vart virðist það ósanngjsrnt, að koma með þá áskorun, ekki að- eins til þessara manna, heldur ogtil allra vinnandi verkamanna, er njóta þesv að vinna fyrir kauptaxta „Próttar“, að þeir nú strax á þessu ári leggi fram krafta sína til stuðn- ings félaginu, sem heldur uppi kauptaxta þeirra. Pví fleiri slarfandi fé- lagar, hvi sterkari félags- heild og hvi sterkari fé- lagsheild, hvi tryggðari hagsmunir verkamannsins. Pað rekur að því, fyr en síðar, að hér á Siglufirði verði öllum verkamönnum gert að skyldu, að vera í verkalýðsfélagi innan Al- þýðusambands Islands. Réttmæti þeirrar skyldu er öllum sjáanlegt, er óbrjálaða dómgreind hafa, og þessvegna er ástæðulaust að biða eftir að þeirri skyldu verði fram- fylgt, heldur eiga nú þegar allir verkamenn að gerast félagar í „Prótti", — Og að lokum þetta : Próttarmeðlimir ! Pegar við allir höfum íhugað starf okkar hvors um sig í þágu ■ s • rH <u _o A cð V—i C73 in 1—H cs iS Ö c <D co u 3 -<D £ Ah _ O3 TO <D > C 03 *o JJ 03 03 D. S-H & cc 03 cr> o C 03 ■4—J o c V v-H Aíd • G O CZ) <» G “4—> (Z3 u* ’OJD CD JO ro G o verkalýðsheildarinnar á árinu sem leið. þegar við höfum séð þá agnúa sem á starfi okkar voru, og þegar okkur hefir bætzt drjúgur hópur vel starfandi stéttarfélaga, erþáekki full ástæða til að horfa vonglaður fram á ófarinn veg — fram til starfsins á árinu 1936. Sá, sem gerir skyldu sína, getur á næstu tímamótum glaðst með stéttabræðrum sínum yfir vel unnu starfi, á árinu sem leið. Guðberg Kristinsson, ritari „Próttar“. Flóttinn frá ihaldinu, Undanfarin ár hefur reynslan sýnt að Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf að tapa fylgi. En að þeir menn, sem fórnað hafa öllu fyrir flokkinn —að mannorðinu ekki undanskyldu — segi skilið við hann, er fyrirbrigði, sem vert er að gefa gaum. Stór- glæpir sjálfstæðismanna í fiskisölu og landhelgismálunum og afstaða íhaldsflokksins í heild til þeirra, virðast nú hafa þyngt strauminn úr flokknum. Háldán Hálfdánsson út- gerðarmaður úr Búð á Hnífsdal hefir bréflega sagt sig úr Sjálfstæðis- floknum út af Gismondi-hneikslinu, ogfleiri smáútgerðarmenn eru nefnd- ir þar vestra og sagðir vera á sömu leið, Væri vel, ef augu almennings opn- uðust fyrir þeirri staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn er siðspilltur flokkur nokkurra andlítilla auðhyggju manna, sem all heiðarlegt fólk á að forðast. *

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.