Neisti


Neisti - 12.02.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 12.02.1936, Blaðsíða 4
4 NEISTl NÝJA-BÍÓ Sýnir fimmtudagskv. 13. febr. kl. 8*: „Continental". Afar skemmtileg dans-, söng- og talmynd í 10 þáttum, með hinum nýja, fnega dans „GONTINENTAL" Aðalhlutverkin leika: FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS. Tilboð óskast í hurðir og eldhúsinnréttingar í verkamannabustaðina á Siglufirði. Teikningar og útboðslýsingar fyrirliggjandi hjá Jó- hanni F. Guðmundssyni, sem gefur allar frekari upp- lýsingar og tekur á möti tilboðum. Tilboðum sé skilað fyrir 21. þ. m. Siglufirði, 11. febrúar 1936. F, b. Byggingafélags verkamanna. Jóhann F. Guðmundsson. Takið eftir! Klæðskeri frá Saumastofu Gefjunar á Akureyri er staddur hér í bænum og dvelur hér til laugardags, Tekur mál og pantanir á karlm .fatnaði, einnig á kven- kápum og „drögtum“. Ný sýnishorn. Nánari uppl. í Kaupfélagi Siglfirðinga. Sólrík íbuð 5 herbergi, eldhús, bað og þvotta- hús, miðstöðvarhitað, til leigu frá 14. mai n. k. Upplýsingar hjá Aif. Jónssyni, lögfræðing. Bjargráðalygi „Sjálfstæðisins“. Framh. af 1. síðu. hverjum auðtrúa njósnara, og þar tók varðskipið „Ægir“ hann um hádegi þann dag. í togaranum „Vinur“ fundust 3S lyklar að dulmálsskeytum, þar á meðal að dulmálsskeyt- um dómsmálaráðuneyt- isins og skipaútgerðar ríkisins til íslenzku varð- skipanna og danska sendiherrans til þeirra dönsku. Enntremur hefir það upplýstzt að íslenzkur loftskeytamaður á togaranum „Venus”lét skipstjórann á „Vin" hafa dulmálslyklana. Og þessir dulmálslyklar í „Vin“ hafa kreppt all ótugtarlega að mörgum einkavini Morgunblaðsins. En þrátt fyrir það lét Morgunblaðið ekki staðar numið og tyrst lygafregnin bar ekki árangur í íslenzku um- hverfi f)á sendir Arni Ola, ann- ar aðalfiaurinn við Mogga hana i lœvisu Jréttaskeyti til „Berliegske Tidende“ i Kaufimannahöfn. Petta reyndist þó litlu haldbetra, því daginn eftir lét Hermann Jón- asson, forsætisráðherra, sem stadd- ur var í Kaupmannahöfn, „Ber- lingske Tidende" éta ofan i sig lygafregnina og þar með endaði þessi róður íhaldsins. Alveg ósjálfrátt kemur ' huga manns hin hatrama andstaða og ofsókn Morgunblaðsins gegn Einari M. Einarssyni skipherra á „Ægi”. E. M. E. er viðurkenndur dugn- aðar- og reglumaður af öllum öðr- um en Morgunblaðsblindingjunum. Og það er alveg sér í lagi vitað um hann. að hann vill helzt aldrei koma í höfn, þegar hann á að vera að gæzlu. Er það þessvegna, sem Morgun- blaðið (Kveldúlfur plús aðrar aðal’ stoðir sjálfstæðisins), ofsækja hann. Er það vegna þess, að hann er duglegasti og árangursbezti land- helgisvörður íslenzku þjóðarinnar, — að honum er hugleikið að vernda það sem nokkrir sdrgrceðinga r „Sjdlfstœðisins" selja, sem sina cign, til hœstbjóðanda. Hvað sem veldur, þá fer vel á því, að það var einmitt Einar M. Einarsson, sem tók togarann „Vin“, vegna „Sjálfstæðisbjargráðalyginnar" og þrengdi um leið gapastokk Mogga- liðsins. Nýja Bíó sýnir annað kvöld afar skemmti- lega mynd sem heitir „CONTI- NENTAL". Myndin er bráðfjörug og smellin dansmynd með mörg- um ágætum söngvum eftir ýmsa höfunda og dansinn töfrandi fagur. Unga fólkið sem gaman hefur af að dansa ætti ekki að láta þessa mynd fara hjá án þess að sjá hana. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.