Neisti


Neisti - 18.02.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 18.02.1936, Blaðsíða 1
 Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 18. febrúar 1936 4. tbl. 1. febrúar. Fyrir starf ungra námsmanna í bindindisfélögum í skólum landsins og samstarf Goodtemplara við þá, hefir það áunnist, að 1. febrúar ár hvert hefir verið ákveðinn baráttu- dagur bindindismanna um land allt.— Baráttudagur gegn allri áfengisnotkun og þvf margvfslega böli sem af áfeng- inu leiðir, — baráttudagur fyrir auknu heilbrigði einstaklinganna, auknu sið- ferðisþreki þeirra, aukinni starfsþrá og þoli og um leið baráttudagur fyrir nýrri kynslóð, sem er laus við alla þá sérkennisgalla, sem er talandi ein- kenni allra þeirra, er áfengi nota. Hér á Siglufirði, sera annarsstaðar á landinu, leystu bindindisfrömuðir af hendi mikið starf 1. febr. s. I, en hann var þeirra fyrsti baráttudagur. Bindindisfél. Gagnfræðaskólans hér, stúkan Framsókn nr. 187 og áfengis- varnarnefnd Siglufjarðar stóðu sam- eiginlega að deginum. Gáfu þessir aðiljar út blað, sem hét 1. febrúar. Var það bæði efnismikið og prýðilegt að öllum frágangi. í blaðinu var ljóð eftir Hannesjónasson og alvöruþrungn- ar og rökfastar greinar um bindindis- mál eftir: Hannes Jónasson, bóksala, jón Kjartansson, verkstjóra, síraóskar J. Þorlákssori og Jón Jóhannesson fiski- matsmann. \ Kl. 5 síðdi. héldu svo sðmu aðiljar fuud í Bíó. 'i Ræðumenn voru: Jðn Jónsson, skóilastjóri, frú Þóra Jóns- dóltir, RagnAr Guðjónsson, kennari, Kriitján Dý/rfjðrð, rafvirki, Friðrik Hjartar, skólastjóri og Pétur Björns- son, kaupmaður, sem er af atvinnu- málaráðuneytinu skipaður formaður áfengisvarnanefndar hér og éinnig er forseti stúkunnar Framsókn; AHir voru ræðumenn hinir áheyrilegustu. Mikill og sígildur sannleiki, sagður í fa'um orðum og rökstuddum með eftirtekt- arverðum dæmum og staðreyndum, var einkennandi fyrir alla ræðumenn og mun hafa valdið því, að ræður þeirra. hvors eim, gátu ekki farið fram hjá neinum áheyrenda. Auk þess var skipting efnisins ágæt hjá ræðu- mönnum. Eitt er víst, sem sé það, að allir forgöngumenn þessara þriggja aðilja, svo og allir aðrir starfandi bindindis- menn, jafnt hér á'Siglufirði og ann- ars staðar, eiga það fullkomlega skilið að ná verulegum árangi af starfi sínu. Enda er hér einkis sð örvænta og megum við Siglfirðingar vel við una, þá menn, sem hér hafa forust- una. Það fer t. d. vel á því að sókn- arpresturinn ásamt báðum skólastjór- utium hér gangi á undan með góðu eftirdæmi. Pað er ekki þar með sagi að þeir geri meir en skyldu sína, þvi að sjálfsögðu er það skilyrðis- laus skylda, fyrst og fremst allra starf- andi -tirfsmanna rikis og bæja, svo og allra góðra drengja og kvenna, að styðja með ráðum og dáð bindindis- starfið, en þeir ganga hér á undan mðrgum stéttabræðrura sínum og vísa þeim þannig leið og fyrir það eiga þeir óskift þakklæt'. Flestir kennararnir hér eru líka starfandi innan bindindissamtakanna og auk þeirra raargir ágætir menn, sem eiga óskipt traust alls fjölda bæj- arbúa. Það er því óhættað endurtaka það, að hér er einkis að örvænta, svo framt, að bæjarbúar almennt loki ekki augunum fyrir sorglegum staðreynd- um vínnautnarinnar. Að lokum vill Neisti bjéðast til að flytja greinar og fregnir um bindind- ismál tyrir þá aðilja, sem hér um ræðir og aðra, er styðja vilja biiidiudi. Tillögur um atvinnuauknin^u. 10. janúar síðastl. samþykkti bæjarstjórnin hér að setja á lagg- irnar nefnd. er rannsakaði á hvern hátt heppilegast væri að auka út- gerð og atvinnurekstur hér í bæn- um. Nefndin er þannig skipuð: Frá bæjarstjórn: Arnþór Jóhannsson, Gunaar Jóhannsson, Andés Hafliðason,

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.