Neisti


Neisti - 25.02.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 25.02.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 25. febrúar 1936 5. tbl. Til athuéunar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi var til umræðu tillaga frá Jóhanni F. Guðmundssyni og Póroddi Guð- mundssyni, svohljóðandi: „Bæjarstjórnin skorar á Alþingi að veita Siglufjarðarkaupstað einkarétt á bíórekstri og einka- sölu á kolum í umdæmi kaup- staðarins". Tillagan var borin upp í tvennu lagi. Fyrri liðurinn samþykktur með 6 gegn 3 (Andrés Hafiiðason greiddi ekki atkvæði), en hinn síðari með 5 gegn 4 atkvæðum. (Bæjar- fógeti greiddi ekki atkvæði með seinni liðnum og Andrés Hafliða- son greiddi atkv. á raóti). Verða þetta hér eítir taldar tvær tillögur. Sjálfstæðismennirnir töluðu og greiddu atkvæði á móti tillögunum, töldu þetta vera hina mestu fjar- stæðu. Pó vildu þeir ekki mótmæla því, að bíórekstur hér væri góð atvinnugrein, en hinsvegar mundi bærinn tapa á því eins og öllu öðru, að undanskildu vatnsveitu og rafveitu. Peim gat ekki skilist, að þótt einhverju fyrirtæki hafi verið illa stjórnað, þá er ekki þar með sagt, að það geti aldrei öðru- vísi verið. Pað tnætti t, d. benda þessurn góðu mönnum á það, að þessi tvö fyrirtæki (raf- og vatns- veitan) voru flest árin rekin með tapi fram að 1927, og eftirlæt eg þeim að skýra frá orsökum þess- Pað verður ekki á móti þvímælt með frambærilegum rökum, að bíórekstur ætti að vera í höndum þess opinbera, eins og t. d. póstur, sími og útvarp. En jafnvel Sjálí- stæðismenn treysta sér ekki til að mæla með því, að rekstur þessara fyrirtækja sé látinn í hendur ein- staklinga. Pað skifrir engu í þessu sambandi, hvort það er ríkis- eða bæjarsjóður sem í hlut á. — Um kolaverzlun er öðru máli aðgegna. Par er ekki um menningarlegt gildi að raeða, og áhastta talsverð, en með góðri stjórn ætti það að geta orðið drjúgur tekjustofn. Pað verður einnig að líta svo á, að meiri trygging fengist fyrir því, að ávalt væru til hægilegar kola- byrgðir á staðnum, ef verzlunin væri í höndum bæjarins, og er þið eitt nægileg ástæða. Undir umræðunum spurðist full- trúi Sjálfstæðisflokksins. A. Schiöth, fyrir um það, hvernig á því stæði, að ekki væri einnig farið fram á heimild til þess að yfirtaka og starfrækja afgreiðslu Eimskipafélags Islands hér á staðnum. Sagði hann að nettó tekjur af afgreiðslunni ár- ið 1934 hefðu verið kr. 25 þúsund. Skattskýrsla afgreiðsumanníins mun hafa sýnt talsvert verri útkomu. og ummælin því all alvarleg í hans garð, en það er þessu máli alveg óviðkomandi. Pað er sízt þess að dyljast að þessi tekjustofn væri bæjarsjóði kærkominn, jafnvel þótt tekj- urnar væru ekki eins miklar og Schiöth heldur fram. Fulltrúar Alþýðu- og Kommúnistaflokkíins lögðu því fram svohljóðandi tillögu: „Par eð Eimskipafélag íslands nýtur árlega styrks úr ríkissjóði, en ríkissjóður verður að hlaupa undir bagga með bæja- og. hreppsfélögum þegar til vand- ræða horfir, samþykkir bæjar- stjórnin að skora á þing og stjorn að útvega Siglufjarðar- kaupstað afgreiðslu Eimskipa- félags íslands hér á staðnum, sem vitanlegt er að gefur mjög miklar tekjur". Pessi tillaga var felld með 6 gegn 4 atkvæðum (Framsóknar- og Sjálfstæðismenn allir á móti). Petta afgreiðslumál hefir áður verið á dagskrá. Otto Jörgensen hóf máls á því fyrir nokkrum ár- um, að bærinn ætti að taka í sín- ar hendur allar skipaafgreiðslurnar, en þá fengust engin ráð til þess að knýja það fram. Pað er að vísu svo enn. Bæjarstjórnin getur ekki af eigin ramleik framkvæmt þetta frekar en bíó- og kolareksturinn. en þar sem ríkissjóður veitir Eim- skipafélagi íslands all ríflegan fjár- styrk árlega, þá væri málið auð- leyst, ef Alþingi setti það sem skil- yrði fyrir styrkveitingunni, að bæja- félög, utan Reykjavíkur, hefðu heimild til að taka afgreiðsluna í sínar bendur, hvert á sínum stað. Ef þessi heimild fengist, mundi engum bæjarfulltrúa líðast að láta það velta á sínu atkvæði, að bær- inn notaði ekki heimildina, jafnvel ekki sjálfum afgreiðslumanninum. A. Schiöth fullyrti, að í sumum tilfellum réði það atkvæðum manna um einkasölutillögur, hvar í flokki þeir menn stæðu, sem stunduðu umrædda atvinnu sem einkarekstur. Ef Letta væri rétt, væri sannfær- ingin látin víkja fyrir ódrenuskapn* um og skoðanir manna í þeim til- fellum um rétt og rangt að miðast við það, hvort það er þessi eða hinn sem í hlut á. Pað vakti þess- vegna mikla undrun, að fulltrúar

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.