Neisti


Neisti - 04.03.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 04.03.1936, Blaðsíða 1
r*":""''" Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Síglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 4. marz 1936 6. tbl. íhald og kommúnistar sam- fylkjast gegn sameiningu verkalýðsins. ,Próttur' vinnur að því að sameina allan Siglfirzkan verkalýð í eina stóra samtakaheild. Síðan samþykkt sú var gerð í „Prótti" að unnið yrði að því, að koma inn í samninga við Ríkis- verksmiðjurnar að aðrir fengju þar ekki vinnu en þeir, sem væru með- limir í verkalýðsfélagi innan Al- þýðusambands íslands, hefir harma- kvein mikið kveðið við hjá Dsam- fylkingu" íhalds og kqmmúnista hér í bænum. í svonefndu Verkamannafélagi Siglufjarðar hafa kommar haldið hvern fundinn eftir annan til þess, að ræða um og mótmæla þessu „ofbeldi", sem þeir svo kalla, og þeim til hjálpar sendir svo einn af „virðulegustu" !! borgurum þessa bæjar, bullgrein mikla, fulla af hugsanavillum, til birtingar í Sigl- firðingi, blaðsnepli samfylkingar- innar. Grein þessa „mest metna borg- ara" !! ber yfirskriftina „Er at- vinnukúgun í aðsigi ?" og það eina sem nokkurt vit er í, er það sem hann er ekki höfundur að sjálfur, sem sé dæmivagan, en henni verð- ur ekki snúið upp á alþýðusamtök- in í landinu, heldur ílokk burgeisa og stóreignamanna, atvinnurekend- anna sem skrsyta sig með sjálf- stæðisnafninu. Til hvers er grein þessi skrifuð? Hún er skrifuð í anda úlfsins, en í æðinu gætir manngarmurinn þess ekki nógu vel að hylja sig, svo eyrun sjást undan sauðargærunni. Á síðustu öld voru aum kjör, sem íslenzkur verkalýður hafði við að búa. Húsnæðið voru niðurfallnir torfkofar, kaldir og blautir. því að eldsneyii var ekkert til þess að hita upp með. Fæðið var kjarnlítið og óbrotið, hlífðarföt engin við sóða- lega vinnu, vinnutimi algengastur 16—18 klst. á sólarhring við þræl- dómsvinnu og íyrir það sultarlaun. Verkamennirnir voru ánauðugir þrælar embættis- og auðmanna. Hingað bárust óljdsar sagnir um verkamannasamtök úti í löndum, en verkamennirnir íslenzku voru orðnir sljóir af margra alda kúgun og þrældómi, svo það er fyrst um 1896 að nokkrir áhugasamir og framsýnir menn brjótast undan kúguninni ogmyndameð sérverka' mannafélag, sem hafði það mark- mið, að bæta kjör og aðbúnað verkafólksins. Pessir menn völdu sér herópið: Samtaka sigrum við! Atvinnurekendur óttuðust þessi samtök verkamannanna og beittu hinum svívirðilegustu vopnum til að drepa þau, og vopnin voru að- allega þau, að útiloka þá frá vinnu, sem í verkalýðsfélagi voru- En samtök verkamannanna sigr- uðu og nú er svo komið eftir 40 ára starf, að um 13 þús. menn og konur eru með í samtökum, sem vinna að bættum kjörum fyrir fólk- ið, heimta rétt og frelsi til handa alþýðu þessa lands: Vegna þess ofbeldis, sem at« vinnurekendur sýndu við úthlutun vinnu, og þeirrar tilhneigingar úlfs- ins að tæla, með því að lofa þeim' verkamönnum gulli og grænum skógum, sem viidu vera fyrir utan verkalýðssamtökin, og þar með vinna á móti sínum og sinn^r stéttar hagsmunum, hafa verkalýðs- félögin þurft að pína atvinnurek- endur inn á samninga um að þeir tækju ekki ' aðra til vinnu en þá, serrf væru félagsbundnir innan al- þýðusamtakanna. Petta hefir verið gert á þeim stöðum, sem verkalýðs* félagsskapurinn er sterkastur. I Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, ísafirði, Blönduós, Hvammstanga og víðar og víðar er þetta ákvæði lastbundið. Verkamenn verða að gera sér ljóst, að meðan verkalýðsfélögin veíta meðlimum 'sínum engin for- réttindi tram yfir þá sem ófélags- bundnir eru, þá eru samtökin einkis nýt, eða að minnsta kosti ná ekki tilætluðum árangri. Atvinnurekendur þessa árs eru alveg sama sinnis, eins og atvinnu- rekendur voru fyrir 30—40 árum. Ennþá tíðkast það, og ekki hvað minnst hér í Siglufirði, að þeir verðlauni þá, sem fyrir utan sam- tökin standa. með því að láta þá sitja fyrir vinnu, en láta þá félags- bundnu sitja á hakanum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.