Neisti


Neisti - 04.03.1936, Qupperneq 2

Neisti - 04.03.1936, Qupperneq 2
2 NEISTl Petta hefir þau áhrif, að útilok- unin neyðir menn til þess jafnvel að segja sig úr verkalýðsfélögunum, og þegar svo er komið, eru at- vinnurekendur búnir að ná tilgangi sínum, með því að lama eða eyði- leggja samtökin. Eg býst við að all- flestir verkamenn á Siglufirði geti sagt sér sjálfir, hvers þeir mættu vænta frá atvinnurekendum, ef verkalýðsfélagsskapur væri hér eng- inn til. Um eina tíð var verkalýðsfélags- skapurinn hér í Siglufirði með hvað mestum þroska sem hann hefir náð hér á landi. Verkamenn voru hér aliir í einni stórri samtakaheild og gátu ráðið hér lögum og lofum. Pá er það, að kommúnistar hefja sitt söguríka og sorglega sundrung- arstarf innan samtakanna, með því að rægja og baknaga þá menn, sem verkafólkið hafði sér til for- ystu valið. Arangur rógsiðjunnar varð mikill, verkafólki til skaða, íhaldi og atvinnurekendum til á- nægju. Verkalýðurinn sundraðist, félags- skapur og samtök flakandi í sárum, verkafóllíið var ekki lengur það ráðandi afl á staðnum, fjárgráðugir íhaldsspekulantar tóku völdin og allir vita hvernig komið er undir þeirra stjórn. Pessi saga er ljót, en það vita Siglfirzkir verkamenn að hún er sönn- Petta er raunveruleikinn. Pegar svo var komið, að samtök- in voru sundruð og verkalýðurinn hafði ekki lengur þrek til þess, að standast svæsnar árásir atv.rekend- anna er verkamannafélagið „Próttur„ stofnað. Pað eru ekki tvö ár ennþá sem félagið er búið að starfa, en þó hefir það unnið þrekvirki á þess- um tíma. Prátt fyrir kúgunartilraun- ir atvinnurekenda og róg og sundr- ungarstarfsemi kommúnista. Kaup verkamanna hefir hækkað og ýrns fríðindi fengist verkafólki til handa. íhaldsmenn og kommúnistar og nú síðast hinn „mest metni og virðulegi borgari" !! hafa reynt að læða því inn hjá verkamönnum, að um leið og þeir gengu í „Prótt“ eða annað félag sem í Alþýðusam- bandinu er, væru þeir skuldbundnir til þess að játast undir pólitíska ttefnuskrá Alþýðuflokksins, Petta eru herfilegar blekkingar og til þess flam bornar af þeirra hálfu, að sporna á móti að samein- ing verkalýðsins geti orðið. Pað er vitanlegt öllum þeim, sem nokkuð um þessi mál hugsa, að í fagfélögum eru menn af öllum pólitískum flokkum. I fagfélögunum starfa þeir saman að hagsmuna- málum sínum án pólitískra skoð- ana. í „Prótt“ geta allir verkamenn gengið og fengið upptöku hvaða pólitískrar skoðana sem þeir eru, »vo hér er ekki um neina skoðana- kúgun að ræða heldur er „Próttur“ að vinna að þvi að sam- eina siglfirzka verka- menn til varnar gegn árásum atvinnurekenda, vinna að því, að koma verkalýðsfélagsskapnum í það horf, sem hann var, meðan hann var blömlegastur hér í Siglu- firði. „Siglfirðingur“, eða sá flokkur, sem að blaðinu stendur, hefir aldrei beitt sér fyrir hagsmunamálum verkalýðsins. Petta vita verkamenn vel og þeir vita líka. að þegar blað- ie flytur væmnar greinar. sem eiga að vera umhyggja fyrir hag verka- lýðsins, þá er blaðið þar að leika hlutverk úlfsins. sem hinn „virðu- legi“!! Siglfirzki borgari lýsir í grein sinni í síðasta tbl. samfylkingarinn- ar svörtu. Siglnrzkir verkamenn! Látið ekki tálsnörur íhaldsins eða rógsiðju kommúnista blekkja ykkur frá því að gera verKalýðs- samtökin sterk hér á staðnum. Gangið í „Prótl“ og gerið hann að sterku stéttarfélagi, sem verndi ykkur gegn árásum auðvaldsins. Pácr hagykkar betur borgið en nú er. Jón Sigurðsson. í Vestmannaeyjum hafa 4 bátar undanfarið stundað veiðar með þorskanetum. xVtest hefur aflað Mb. Leo 4500 fiska í einum túr. Til athugunar Vorið 1930 gekkst Gunnar Jó- hannsson fyrir vinnustöðvun við rík- isverksmiðjuna, vegna þess að einn af verkamönnunum var ekki í verka- mannafélagi innan Alþýðusatnbands íslands. Nú leitar þessi sami maður aðstoðar framsóknar- og sjálfstæðis- manna til þess að koma í veg fyrir það, sem hann áður kom á vintiu- stöðvun til þess að framkvæma. * —o— Nokkru eflir að atvinnurekenda- félagið var stofnað hér, var rætt um það að knýja þá atvinnurekendur, sem utan við stóðu inn í félagið með því að flytja ekki út síld með sömu skipum og þeir notuðu. Pessi aðferð til eflingar samtökunum var aldrei vítt af blaðinu „Siglfirðingur*. En nú skákar þetta blað fram „virðu- Iegasta“ manni bæjarins, til þess að fordæma þá óhæfu! að verkamanna- félagið „Próttui “ skuli gera þá kröfu til ríkisverkstniðjanna, að meðlimir verklýðsfélags innan Alþýðusambands íslands sitji þar fyrir vinnu. Árið 1934 ráðgerðu sjálfsiæðiS- menn að semja „spjaldskrá", hvar í rita skildi nöfn þeirra verkamanna. scm játast vildu undir stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins. Pessir menn áttu að sitja fyrír allri vinnu. Pessa pólitísku atvinnukúgun töldu sjáifstæðismenn bæði réttmseta og sjálfsagða. Pá var réttlætiskennd »virðulegasta og mest metna manns bæjarins" ekki misboðið. — o— Kommúnistar þykjast vera miklir kauphiekkunarmenn. En þegár þéir koma sjálfir fram sem afvinnurekénd- ur, er vinnan stundum bundin því skilyrði, að varkamaðurinn fái aðerns hálf laun. —o— í frumvarpi því um vinnulög, sem Sjálfstæðismennirnir Thor TÍiors og Garðar Porsteinsson flýtja nú á al- þingi, er gert ráð fyrir aðeins tveim samningsaðilum: Alþýðusambandi ís- lands og Vinnuveitendafélagi íslands. Nú v II hinn »virðulegi» maður, sem f S'glf"ðing ritar 29. f. m. láta verk-

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.