Neisti


Neisti - 04.03.1936, Side 3

Neisti - 04.03.1936, Side 3
NEISTI 3 lýðsfélögin standa utan við Alþýðu- sambandið og kæmu þau því á þann hátt ekki til greina sem samningsað- ili, ef frumvarp Sjálfstæðismanna yrði samþykkt. Er það ekki hlutverk úlfs- fns, sem þessi virðulegasta persóna er hér að leika? —o — Þetta verður að nægja, frá minni hendi. til þess að sýna réttlætiskend þessara sameinuðu andstæðinga al- þýðusamtakanna. J. F. G. Fyrirspurn til Sig. Björgólfs. Sigurður Björgólfs, sem er ritstj. Siglfirðings, barnakennari viðbarna- skólann hér og verkamaður í Síld- arverksmiðjum rikisins hér á sunir- in, birtir í síðasta tölublaði blaðs síns grein, sem á að vera og er árásargrein á siglfirzk verkalýðs- samtök. Sigurður segist ekki hafa skrifað greinina sjálfur og mun það satt vera, til þess lyktar hún um of af „rauðum hundum" og „anis“, enda þótt vitað sé, að Sigurður muni ekki vera óvinur neins slíks. En Sigurður er mjóg glaður yfir þessu „meistarastykki" (sem raunar er nú ekki hægt að fá botn né endir i) hins „virðulega borgara“ bæjarins og þessvegna vil eg leggja •eftirfarandi spurningar fytir Sigurð: 1. Hvernig finhst þér það samein- ast, að véra málpípa íhaldsins og um Ieið fræðari barnanna sem flest eru af svo fátæku fólki komin, að vart er hægt að skafFa þeim það allra lífsnauð- synlegasta ? 2. Finnst þér stéttasamtök kenn- ara vera kúgunarsamtök, sem til einkis eru nýt? „3. Finnst þér rétt af verkamanni, að níða þau samtök, sem hafs haldið uppi baráttu fyrir því kaupi, sem hann nýtur? 4. Hvernig heldur þú að hag kennara og verkamanna væri komið. ef engin stéttasamtök væru til? 5. Hefir þú neitað að taka á móti þeirri kauphækkun, sem þau stéttasamtök, sem þú ert nú með í að níða, færðu þér á síðasta sumri við Rik- isverksmiðjurnar. 6. Eru „Júdasarpeningarnir" frá íhaldinu það miklir, að verka- mannskaup þitt og þá kaup- hækkunin vegi ekkert á móti ? 7. Eða færð þú kannske fleiri og stærri „Júdasarpeninga", ef þú gengur vel fram í, að vega að þeim, sem ekki hafa til hnífs og skeiðar ? Pessum spurningum óskast svar* að í næsta Siglfirðing. Einn af beim óvírðulegri. Fréttir. Innlendar: • Karfavinslu hefir verksmiðjustjórnin ákveðið að láta byrja fyrst í apríl n. k. á Sól- bakka og ef veður og aðrar aðstæður leyfa og reynsla fæst sæmileg á Sól- bakka, er einnig hugsað að byrja hér í Nýju verksmlðjunui um miðjan apríl eða mánaðamótin apríl og maí. Pá er einnig hugsað að fá togara til að leita karfamiða hér fyrir norð- urlandi, og ef tækist að finna karfa- mið svo góð, að það geti borgað sig fyrir togarana, að veiða þar, fyrir það verð sem hægt er að greiða, þá er hagur verkafólks hér á Siglufirði og þá um leið hágur bæjarins betur tryggður atvinnulega heldur en nú er. Síldarbræðslan á Seyðisfirði. Bjarni Porsteinsson framkv.stj. fór utan f gærkvöld til þess að kaupa tæki til hinna nýju sildarverksrniðju á Seyðisfirði. Verksmiðjan sem er byggð að til- hlutun atvinnumálaráðherra Haraldar Guðmundssonar á einnig að geta unnið mjöl og lýsi úr allskonar fiski- tegundum og fiskiúrgangi. Fylgir UU NÝJA-BÍÓ SBB Sýnir miðv.dagskv. 4. marz kl. 8*: Norðlendingar. Afbragðsgóð sænsk tal- mynd í 12 þáttum. Þessi mynd var jólamynd- in í Nýja-Bíó á Akureyri i vetur. henni geymsla fyrir 2000 tunnur sííd- ar og mjölbræðsluhús. Er mjölinu blásið þangað. Olíunni verður dælt frá olíuhúsi í geymi úr járnbentri steypu er rúmar 500 tonn. Ofan á bryggju sem fyrir er, verður byggð há bryggja með akbraut. Á henni verða tvær vélknúnar sveifluvindur. í verksmiðjunni verða skilvindur til olíuvinnslu, en um aflframleiðslu sér 80 hestafla dieselmótor. Síldarþróin rúmar 4500 mál. Afkast verksmiðjunnar er fyrir- hugað 600 mál síldar á sólarhring. I sambandi við verksmiðjuna verður rekinn lifrarbræðslustöð. Verkinu skal lokið 1. okt. næstk. og er gert ráó fyrir að allur kostnað- ur nemi kr. 400,000. Eigendur verksmiðjunnar eru h.f. Síldarbræðsla Seyðisfjarðar. Ríkið á- byrgist fyrir félagið 350,000,00 kr. lán. Erlendar: Bretar ætla nú að auka herbúnað sirin stórkostlega á næstunni svo að Bret* land verði óhult fyrir öllum árásum Flugferðir Kaptein Botved umboðsmaður Pan Amerikan Airways Corporation stend- ur um þessar mundir í samningum við yfirvöld í Danmörku vegna fyrir- hugaðra flugferða milli Kaupmanna- hafnar, Reykjavíkur og Grænlands, er hefjast eiga í sumar. Hefjist flug-

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.