Neisti


Neisti - 04.03.1936, Side 4

Neisti - 04.03.1936, Side 4
NEISTI ferðir þessar eklci í sumar getur svo farið að hið ameríska' flugfélag tapi rétti sínum til flugferða yfir ísland. Norska ríkið hefir veitt 150 þús. krónur til flugferða milli Reykjavíkur, Bergen og Oslo. Hinn norski flugmaður, Solberg álítur að Reykjavík sé ekki hentugur lendingarstaður á flugleiðinni milli álfanna. Álítur hann að slík flughöfn sé best komin á Norðurlandi. Extrabladet í gær hefur það eftir Bernt Balchen er setið hefir á rök- stólum í Washington um flugleiðina milli álfannna að hún muni eiga að vera yfir Chicago, Godthaab, Ang- magsalík, Austfirði og Færeyjar. Yfirleitt er í erlendum blöðumrætt um flugsamgöngur yfir ísland um þessar mundir. Ungfrú Elsa Sigfúss söng nýlega íslensk lög í Erlangen við ágæta dónia. % Einari Kristjánssyni söngvara hefir boðist föst staða við söngleikabúsið í Stuttgart, Önnu Borg hefur verið boðin föst staða við konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn. Áfengisverzlun ríkisins hefir að lögum einkarétt hér á landi á tilbúningi, inn- flutningi og heildsölu á eftirtöldum vörum: BÖKUNARDROPUM HÁRVÖTNUM ILMVÖTNUM KJÖRNUM (Essencum) til hvers- konar iðnaðar og heimilisþarfa PÓLITUR og öðrum gljáningar- vörum sem spíritus er í. PRESSUGERÍ r Hjá útibúi Afengisverzlunarinnar á Siglufirði eru jafn- an fyrir hendi heildsölubirgðir af bökunardropum. Um aðrar vörur framangreindar snúi menn sérbeinttil Áfengisverzlunar ríkisins, Reykjavík. TILBOÐ OSKAST í að hengsla og skrásetja hurðir í verkamannabústaðina hér. o.flr samkvæmt útboðslýsingu sem fyrir liggur hjá hr. Kristjáni Sig- urðssyni Norðurgötu. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 10, þ. m. F. h. Byggingarfélags verkamanna. Jöhann F. Guðmundsson, Nauðungaruppboð Verkamannafélagið „Próttur" heldur fund mánudagskvöldið 9. þ. m. í Kvenfélagshúsinu. Félagsmenn! Mætið allir og komið með nýja meðlimi. Að geínu tilefni lýsi eg því hér með yfir að grein- in „Skíðaiðkanir Siglfirðinga" í 4. tbl. Neista er eftir mig. Guðberg Kristinsson. Samkvæmt kröfu Póroddar Guðmundssonar og Bergs Guðmundssonar að undangengnu fjárnámi 13. f. m. verður opinbert uppboð haldið í Hvanneyr- arbraut 12, og þar selt hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst eftirfarandi munir: vírhönksnetrúlla, glerplötur, gólfborð, gluggar og listar, pípur. hand- börur, blikkfðtur, 2 skóflur, þakplötur, tunnustafir, 2640 kr. stofnsjóðseign í Tunnuverksmiðju Siglufjarðar, blástursvél, sem er til sýnis í Síldarverksmiðju ríkisins o.fl. Uppboðið hefst kl. 4 síðdegis miðvikudaginn 18 þ. m. og verður aðeins selt gegn greiðslu út í hönd. Uppboðshaldarinn í Siglufjarðarkaubstað 1. mars 1936. G. Hannesson. Kaupið og út- Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON breiðið „Neista“ Sijluf j«rðtrprent*miöj« 1936.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.