Neisti


Neisti - 11.03.1936, Síða 1

Neisti - 11.03.1936, Síða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 11. marz 1936 7. tbl. Fundurinn á föstudags- kvöldið. r Ihald og Framsókn smöluðu á fundinn til liðs við kommúnista. Verkamannafélag Siglufjarðar boð- aði til opins fundar í Alþýðuhús inu og boðaði þar sérstaklega stjórn „Próttar" til að svara til saka, fyrir það, að vilja sameina siglíirzka verkamenn í eina samtakaheild. íhalds- og Framsóknarmenn fjöl- menntu mjög á fundinn til liðs við kommúnistana, sem stjórna Verkamannafélagi Siglufjarðar. Ræðutíma var deilt jafnt á milli flokka, þeirra sem vildu sameina verkalýðinn og þeirra, sem vildu að verkalýðurinn væri sundraður eins og nú er. Af hálfu þeirra er vildu að verkalýðurinn atæði sam- einaður töluðu þeir Jóhann F. Guðmundsson, Kristján Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Baldvin P. Krist- járisson, Guðberg Kristinsson og Jón Jóhannsson, en af hálfusundr- ungarmanna Póroddur Guðmunds- son, Páll Ásgrímsson, Aðalbjörn Pétursson og Gunnar Jóhannsson. Angantýr Guðmundsson talaði einnig og mælti heldur með sam- einingu. Að tiihlutun sundrungarmanna kom fram svohljóðandi tillaga: „Alrnennur fundur haldinn að tilhlutun Verkamannafélags Siglufjarðar, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 6. marz 1936 lýsir yfir megnustu andúð sinni á tilraun Verkamannafél. „Prótt- ur“ til að útiloka þá verka- menn frá vinnu, sem ekki eru í félaginu. Fundurinn telur þetta sérstaklega ranglátt þegar tekið er tillit til : I 1. lagi að hér á staðnum er annað verkamannafél. sem hefir fjórum sinnum fleiri borgandi meðlimi en „Próttur". / 2. lagi að „Próttur“ er deilti í pólitískum flokki og í félaginu hafa engir full rétdndi nema meðlimir þess flokks. / 3. Jagi að félagið er ekki opið öllum verkamönnum. Fundurinn álítur hypgilegast að verkalýðsfélögin séu óháð pólitískum flokkum og að inn- an þeirra ríki pólitískt skoð- anafrelsi og jafnrétti. Fundurinn lýsir yfir trausti sínu á Verkamannafél. Siglu- fjarðar fyrir aðgerðir þess til að hindra þetta gerræði „Próttar“ og heitir félaginu stuðningi sínum. Fundurinn skorar á Verkamannafél. Siglufjarðar að skilja ekki við þetta mál fyr en ofbeldistilrauninni er ger- samlega hrundið og hika ekki við að leggja út í verkfall ef ' annað dugar ekki. Að síðustu skorar fundurínn á alla frjáls- lynda menn að fylkja sér gegn því. aðvið vinnuúthlutun, ráðn- ingu og embættaveitingu verði farið eftir pólitískum skoðun- um manna“. Var þá að tilhlutun „Próttar“* manna lögð fram dagskrártillaga svohijóðandi: „Par sem ekki verður um það deilt, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að alþýðusamtökin seli náð tilætluðum árangri, er það, að öll hin vinnandi al- þýða sameinist í eina órjúf* andi samtakaheild, og þar sem það er jafnframt vitanlegt. að stórkostlega mikill meiri hluti alls verkalýðs við sjávarsíðuna er skipulagsbundinn innan vé- banda Alþýðusamtakanna, skor- ar fundurinn á alla þá, ser,x enn standa utan við þessi samtök, að hugsa meira urn hagsmuni heildarinnar en dæg- urþras og valdadrauma örfárra einstaklinga, og sýna það í verkinu með því að fylkja sér undir merki alþýðusamtakanna í landinu. I trausti þess, að verkalýðurinn sjái hvaðan úr- lausnar er að vænta, tekúr fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá". Atkvæðagreiðsla fór þannig, að dagskrártillagan ver felld með 118 atkv. gegn 53, en tillaga sundrung- armanna var samþykkt með 125 atkv. gegn 45. Nazistar, íhaldsmenn, atvinnurek- endur og foringjar framsóknarmanna vottuðu kommúnistum traust sitt um leið og þeir greiddu atkv. með tillögu þeirra, og eru kommar vel

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.