Neisti


Neisti - 11.03.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 11.03.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI að því trausti komnir, því að með sinni sundrungarstarfsemi hafa þeir fullkomlega unnið fyrir því. Góður árangur. Aðalbjörn Pétursson sýndi fram á það á fundinum, að ef verkalýð- urinn væri deildur, gætu atvinnu- rekendur drottnað yfir honum. Atvinnurekendur létu sér þetta að kenningu verða og strax daginn eftir sendu þeir nokkra þægasmala sina út um bæinn, til þess að falsa verkamenn til þess að gerast stofnendur að nýju verkamannafé- lagi, því þriðja hér í bænum. Kommúnistar mega vera ánægðir yfir þeim ávöxtum, sem rógsiðja og sundrungarstarf þeirra hafa borið. Vonandi er, að verkamenn sýni þessum þrællunduðu smölum at- vinnurekendanna verðskuldaða fyr- irlitningu, og !áti ekki einn einasti einn hafa sig til þes», að skrifa á lista þeirra. „Einherji“. Pað hefir oft verið á það minnst, að hér í Siglufirði væri heldur lítið um raunverulega framsóknarmenn, en hitt aftur á móti viðurkennt, að Pormóður Eyjólfsson konsull, for- maður stjórnar Ríkisverksmiðjanna, afgreiðslumaður Eimskips og Ríkis- skipa, umboðsmaður Brunabótafél. íslands o. fl. — hefði kring um sig talsverðan hóp fylgisspakra áhang- enda, sera fylgdu honum af þessum eða hinum ástæðum, og væri því Framsóknarfélagið hér nokkurskon- ar lífvörður kringum hann. Neisti vill að svo stöddu ekkert um það dæma, hvort þessi orðróm- ur hefir við gild rök að styðjast. Hins vegar getur hann ekki lokað augunum fyrir þc irri staðreynd, að minnsta koiti eilí airiði, og það all vc garoikið, ber'f umræddri tilgátu mjög ákveðið viíni: * Blaöið Einhcrji er at mörgum, m. a. Sigifirðingi, talið málgagn Framsóknarflokksins hér í bæ. Eins og að líkum lætur, hefir málgagn „sjálfstæðismanna" oft, stundum alveg að ástæðulausu og ómaklega, ráðist bæði á núverandi ríkisstjórn, hvers meirihluti tilheyr- ir Framsóknarflokknum, og einstaka menn innan flokksins. Nú skyldi maður ætla, að Einherji hefði a. m. k. af og til tekið að einhverju leytí upp hanzkann fyrir samherja sína, sem gera má ráð fyrir að treysti málsvörn hans, þótt litlar væru nú kröfurnar um sóknina. En því fer svo fjarri, að m. k. minnist Neisti þess ekki að hafa séð stakt orð til framdráttar mál- stað Framsóknarflokksins í marga mánuði. Einherji hefir trúlega þag- að yfir öllum árásum Siglfirðings, og íhaidsmanna yfirleitt, á fram- sóknarmenn. — En hvert er þá aðalefni blaðsins. Að undanskildum allmörgum greinum um bindindi, sem blaðið á auðvitað skilið beztu þakkir fyrir, má heita, að það sé ýmist skrifað af Pormóði Eyjólfssyni sjálfum eða fyrir hann, Bæði raunverulegar og ímyndaðar árásir á þann mann, genga Einherja mjög að hjarta. Pað hefir aldrei, hvorki beint né óbeint, verið blakað við einu ein- asta hári á hinu vei þekkta sér- hagstnunahöfði Pormóðs, án þess að blaðið hafi ærzt mjög. I il dæmis um það, hversu Ein- herji er útsmoginn og beinlínis leit- andí eftir ástæðum' til að skrifa fyrir Pormóð, má nefna síðasta tbl. í því er grein, sem nefnist „Stutt svar til J. F. G.“ þar heldur ritstj. því fram. að J. F. G. beri skatt- svik á Pormóð. Petta er algerlega rangt. í sinni hógværu grein : „Til athugunar", sem birtist í 5. tbli Neista. segir J. F. G. aðeins frá því, sem bæjarfulltrúi Schiöth sagði um tekjur Pormóðs af afgreiðslu Eimskips, og jafnframt því, að skattframtal afgreiðslumannsins muni ekki hafa verið í samræmi við það, sem Schiöth fullyrti, og samkvæmt því »é um alvarlegar getsakir að ræða í garð Pormóðs Eyjólfssonar. Sjálfur lagði J. F. G. engan dóm á ummæli Schiöths. Hann sagði heldur ekki, að Pormóður hefði gefið upp til skatts 1934, en skatt- framtal Pormóðs 1933 ætti Einherji að birta og samrýma það við ura- mæli Schiöths. Petta dæmi sýnir m, a. hve Ein- herji gerir sig hundslegan og’snuðr- andi fyrir persónu Pormóðs, en það sýnir líka það, að ráðist er á alþýðuflokksmann fyrir sök, ef ein- hver er þá, sem tilheyrir „sjálf- stæðismanni". Pað, sem hér hefir verið sagt, verður að nægja til þess að sýna skeytingarleysi Einherja viðvíkjandi Framsóknarflokknum, en jafnframt sjúka umhyggju sama blaðs fyrir Pormóði Eyjólfssyni. Einherji styður þá fullyrðingu margra, að Pormóður eigi meiri ítök í vissum sálum heldur en Framsóknarflokkurinn. Nú er eftir að vita, hvað liðsmennirnir í Fram- sóknarfélaginu hér á staðnum gera í framtíðinni viðvíkjandi þeim mál- um, er kunna að snerta Pormóð persónulega, en eru hins vegar óviðkomandi Framsóknarflokknum. Neisti bíður og sér hvað setur. * Barnastúkan Eyrarrós nr. 68. Á síðastliðnu hausti var, fyrir tilstilli nokkurra áhugasamra bind- indismanna hér í bæ, endurvakin barnastúkan Eyrarrós nr. 68. Var þetta, ekki síður en endurvakning stúkunnar Framsókn, gleðiefni öll- um þeim, sem unna bindindismál- inu, gleðiefni ölluro þeim foreldr- um, sem vilja tryggja börnum sín- um í æsku góðan fél8gs»kap. Á þessum stutta tímasem barna- stúkan hefir starfað, sem eru rúmir 5 mánuðir, hafa gengið í hana 120 meðlimir (flestir á aldrinum 7 til 14 ára). Er þetta sæmilegur fjöldi, þegar að því er gáð, að í bænum eru aðeins um 300 börn á þessum aldri. Aðsókninni má þakka starfsþrá barnanna, hvatningu frá foreldrum og síðast en ekki sízt, gæzlumanni stúkunnar, frú Póru Jónsdóttur. í barnastúkum er árstillag mjög lágt, tuttugu og fimm aurar fyrir meðlimi innan 14 ára aldurs og fimnitíu aurar fyrir þá sem eldri eru. Er þetta gert til þess, að allir geti gerst félagar, hvort sem úr litlu eða miklu er að moða. En

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.