Neisti


Neisti - 25.03.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 25.03.1936, Blaðsíða 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 25. marz 1936 S 9. tbl. Togaraútgerd ríkis og bœja. Nauðsynin á endurnýjun o£ aukningu togáraflotans. Nd liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um togaraútgerð ríkis og bæja, og er óhætt að fullyrða, að því verður fylgt með mikilli athygli alls þorra sjómannaog verkamanna, hvaða afgreiðslu það fær. f vetur reit eg grein í Alþýðu- blaðið um þetta mál og birti þar aldur þeirra togara, sem til eru í eigu íslendinga hér heima. Pað var ófögur skýrsla, meðalaldur tog- aranna er 15 ár. Að áliti Englendinga er ekki hægt áð telja þann togara lengur til eignar eða sjósóknar, sem orðinn er 25 ára eða eldri. Allmargir af þessum 3S íslenzku togurum eru orðnir 20 ára og vel það, svo það sjá allir, sem nokkuð um þessi mál hugsa, að hér þarf skjótrar aðgerð- ar við, ef aðal atvinnuvegur okkar á ekki að fara algerlega í hundana. Ef sama rýrnun verður á togara- flotanum árs árlega, eins og hefir verið nú nokkur undanfarin ár, má búast við því, að við stöndum uppi togaralausir eftir lítinn tíma. Pað þýðir, að allur sá fjöldi manna, sem atvinnu hefir haft á togurunum, og einnig þeir menn, er beint og óbeint hafa haft at- vinuu við þá í landi, bættust við í atvinnuleysingjahópinn. Pað þýð« ir einnig, að landið missti allt að því þriðjung af þeim útflutningi, sem það hefir haft, og það hefði það í för með sér, að gjaldeyri vantaði fyrir þeim nauðsynjum frá útlöndum, sem við þurfum að kaupa. Svona mætti. margt telja sem bendir til þess, að án logaranna verði ekki af komist, og reynd er fengin fyrir því. að einstaklingar bæta ekki úr sem þörf krefur. Oll þau 30 ár, sem togaraútgerð hefir verið hér, hefir hún undan- tekningarlítið verið rekin af ein- staklingum eða hlutafélögum með takmarkaðri ábyrgð, og hjá hluta- félögunum hafa einn eða tveir ein- staklingar öllu ráðið. Ráðsmennskan var þannig, að þau ár. sem útgerðin gekk ágætlega og gróði varð mikill, var hann ekki geymdur til verri ára, sem kynnu að koma og komu, heldur var hon- um skift upp á milli hluthafa, og þaðan ekki afturkræfur, þótt á þyrfti að halda til að greiða tap á útgerðinni. Pegar einstaklingar áttu útgerðina, fóru þeir ekki betur með gróðann, þeir byggðu sér skraut- hýsi, keyptu sér luxusbíla og lifðu svo eins og vitfirringar við drykkju og veizluglaum- í báðum tilfellum var gengið í bankana og heimtað fé, ef tap varð og leggja þurfti til útgerðarinnar. Pað fé, sem til rekst- ursins gekk, var aldrei borgað til bankanna aftur, stórar eftirgjafir hafa farið fram til þessara svindl- ara og þær togararyðskófir sem til eru, standa margar hverjar í bönk* unum fyrir 700—800 þús. kr. en raunverulegt verð þeirra er 100— Sophus A. Elöndal, konsúll, lézt að heimili sínu aðfaranótt sunnud. 22. marz Pessa vinsæla merkismanns verður síðar minnst í blaðinu. 2U0 þús- Vitanlega fa bankarnir aldrei þetta fé aftur frá útgerðinni, en þeir þurfa einhverstaðar pening- ana að fá, og er ekki um aðra leið að velja, en hækkaða vexti. Peir draga í kjölfar sér hækkandi húsa- leigu og hækkandi verð á nauð- þu'ftum almennings. Utkoman á fyrirkomulsgi ein- staklingsieksturs og hluíafélaga er því sú: Að þegar gróði er á út- gerðinni, hirða þeir hann allan, sem kálla sig eigendur, þegar tap verður, eJ því skellt yfir á neytend- urna í landinu. Tapinu er skellt yfir á bak verkalýðsins. Petta rekstursfyrirkomulag verður ekki lengur þolað, enda hefir það dauðadæmt sjálft sig svo áþreifan- lega. Petta ástand með togaraflotann verður heldur ekki lengur þolað, þar þarf skjótt úr að bæta og það verður ekki gert af öðrum en rík- inu, eða ríki og bæjum í sameín- ingu. Hér að framan hefir verið rakin saga þeirrar stefnu, sem ihaldið hefir í útgerðarmálunum, og eg geri ráð fvrir, að allur almenningur sé

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.