Neisti


Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 8. apríl 1936 11. tbl. SOPHUS A. BLÖNDAL — ÖRFA KVEÐJUORÐ. — Síðastliðinn mánudag var jarð- settur Sophus A. Blöndal, ræðis- maður og skrifstofustjóri. Munu allir þeir, er nokkuð til hans þekktu, það vilja mæla, að með honum sé til moldar hniginn einn mætasti og allra vinsælasti borgari þessa bæjar. Pegar fregnin um andlát Blöndals barst um bæinn 22. marz, setti marga hljóða. Pessi maður hafði með framkomu sinni vakið al- menna aðdáun og virðingu, og í því ríkara mæli, sem menn stóðu honum nær. Pað er ekki meining mín með línum þessum, að rekja æfiferil Sophusar Blöndal, þótt hann sé mjög fjölþættur og í alla staði hinn merkilegasti. Pað hefir verið gert all ítarlega í Einherja og Siglfirðing. Vísa ég til þeirra blaða í því efni. En mig langar til að minnast lítil- lega þess manns, sem eg tel mig eiga mikið gott upp að unna. Eg þekkti Blöndal heitinn aðeins skamma stund. Samt munu minn- ingarnar um samverustundir okkar verða mér ógleymanlegar og kær- ar alla æfi. Hann átti í ríkum mæli þann „heita blæ, sem til hjartans nær“, og var því óvenjulega að- laðandi maður. Pað var eins og hann andaði frá sér góðum áhrif- um. Slíkir menn eru mikils virði. Peir gera umhverfi sitt hlýtt og bjart og snerta strengi, sem annars sjaldan óma. Pótt ég ávalt muni Blöndal heit- Soþhus A. Blöndal. inn sem góðan húsbónda og sér- lega kæran samstarfsmann, er hann mér þö minnisstæðastur sem fé/agi, Eg get ekki hugsað mér nokkurn, sem komist hafi í kynni við Blöndal án þess að unna honum. „Hann átti svo margt, er óskum vér, að innst váeri í hjartans leynum". Patr munu mér aldrei úr minni líða stundirnar, er við Blöndal sát- um einir og ræddum ýms hugðar- efni. Pá fann eg bezt yfir hvílík- um yl hann bjó. Hugarhlýju hans fá ekki orð lýst. — En mér finnst þetta erindi komast nokkuð nálægt því, sem eg vildi segja: „Tamt var honum hljómsine listamál, löngun hans um ljóssins heima dreymdi, ljúft med óm írá hjartadjúpi streymdi ailt, sem fann hin svanablíða sál“. Pað leyndi sér ekki, að „hugar- stefnan var til ljóssins landa, lýsti það sér jafnt í orði og gjörð“. Eg á bágt með að sætta mig við fráfall Blöndals. Von mín var sú, að vér mættum njóta hans lengur. En — nú er það skeð sem orðið er. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðj- ast — það er lífsins saga“. — Eftir lifir minningin ein. Sophus Blöndal er ódauðlegur í hugum allra þeirra, er hann náði að verma. í gegn um bros hans, handtak og hlýleg vin* arorð fundum vér yl hjarta hans. Vér munum hinn tilfinningaríka mann og góða dreng, er var svo hárfínn og viðkvæmur, að margt það, sem fer framhjá öilum þorra manna, gat sært hann og hryggt, hann sem sá líka hið fagra og góða i fleiru en flestir aðrir og gladdist af því. Kæri Blöndal! Um leið og ég þakka þér hugðnæma viðkynningu, votta ég þeim, sem þú unnir mest, — konu þinni og dætrum — hjart- ans samúð mína. Svo kveð ég þig í hinzta sinn og árna þér allra heilla i hinum nj^ju heimkynnum þínum. — Og ég kemst ekki hjá því að segja að lokum: „Ó, að við marga ætlum líka þér, hve yrði heimur miklu hlýrri og betri. Baldvin P. Kristjdnsson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.