Neisti


Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI Sameining verkalýðsins þrátt fyrir allt. Niðurl. En hvers vegna eru nú verkalýða- félögin tvö hér á staðnum? Jú, það er vegna þess, að árið 1930 skaut hér á landi upp höfðinu Kommúnista- flokkurinn, nýr verkalýðsflokkur, sem svo þóttist vera. Hann var byggður upp af fólki, sem klauf sig út úr alþýðusamtökunum og taldi þau ekki vera málsvara verkalýðsins, en sem sjálft eitt þóttist vera borið til þess og fært um að leiða farsællega til lykta hagsmunabaráttu undirstéttanna. Hér á Siglufirði hafa þessir menn valdið nú á síðari árum almestum klofningi, óeiningu og allskonar óár- an í verkalýðshreyfingunni. Allt þeirra starf hefir verið miðað við það eitt, að sundra og veikja al- þýðusamtökin í landinu, að „raka eld að sinni köku“ á kostnað landssam- taka verkalýðsins, en til hagsbóta fyrir atvinnurekendur. Peir hafa gengið svo langt að stofna annað landssamband verkalýðsins, til höfuðs því, sem fyrir var. En hér er ekki rúm til að rekja alla hina sorglegu skaðskemmdarsögu kommúnistanna, enda er það óþarft, þér og ykkur öllum er hún Ijós, eða verður það, við nákvæma yfirvegun á starfi þeirra. Hvort sem tekin eru einstök dæmi eða heildarstarfið, þá hnígur allt að sama brunni, þeina, að rægja og níða landssamtök verkalýðs- ins og einstaka forvfgismenn þéirra, Samtímis því verður þér ljóst, að það er eimitt fyrir harðvítuga baráttu þingmanna landssamtakanna, að náðst hafa fram að ganga í löggjöf, þau mál, sem fært hafa íslenzkum verka- lýð mestar hagsbætur. Pér verður ljóst, að landssamtökin, Alþýðusamband íslands, hafa í verka- lýðsbaráttunni rétt til varanlegra bóta hlut þinn og allra undirstétta manna. Pér verðúr Ijóst, að þrátt fyrir grimmúðuga andstöðu afturhaldsins í landinu annatsvegar og örfárra ó- heilindamanna úr undirstéttunum hins- vegar, þá fylkjast tugir, jafnvel hundr- uð verkákvenna og karla inn í lands- samtökin. Pér verður ljóst, að hagsmunir þínir eru samfara hagsmunum fjöldans og þú fylgist með. En eflir því sem sameining verka- lýðsins verður traustari innan Alþýðu- sambandsins, eftir því hrópa komm- únistarnir hærra á „Samfylkingu verkalýðsins undir forustu Kommún- istaflokks íslands“!l Pegar nú verkalýðurinn ennþá held- ur áfram að snúa við þeim bakinu, þá spjalla þeir mikið um samfylkingu verkalýðsins á ópólitískum grundvelli. En meginþorri verkalýðsins lætur ekki glepjast af þeirra fagra galanda og treystir bara ennþá örar sín góðu samtök, en þá hlaupa kommúnistar til og mynda samfylkingu, ekki meðal verkalýðsins, þar fá þeir ekki áheyrn lengur, en atvinnurekendur og aftur- haldsseggir rétta þeim bróðurhönd í iðjunni og þar rennur upp hingullna samfylking kommúnislanna. Dæmin eru næg og nærtæk. Pegar Verkamannafélagið Próttur í vetur hyggst að gera tilraun til að sameina allt verkafólk innan landssam- bandsins, þá myndast ein slík alúðar- samfylking andstæðinga verkalýðsin* hér. í stað þess að vera sjálfum sér samkvæmir og grípa nú tækifærið til samfylkingar við hinn raunstarfandi verkalýð, þá fá þeir lið afturhaldsins til að samþykkja með sér, að verka- lýðurinn skuli hér á Siglufirði fram- vegis, eins og hingað til, standa sundraður, margskiftur og jafnvel ber- ast á banaspjótum við ýms tækifæri. Sameiningunni innan verkalýðsfé- laganna og sambands þeirra hafna kommúnistarnir, en samfylking við íhaldið virðist vera þeim Ijúflega hugnæm og hjartfólgin. Á fundinum í Alþýðuhúsinu 6. marz og á borgarafundinum í Bíó 17. marz tóku kommúnistar það fram í tillögu, sem þeir létu íhaldið sam- þykkja, að Verkamannafélagið Próttur væri ekki opið öllum verkamönnum. Petta eru tilhæfulaus ósannindi. Pað hefir ekki enn komið fyrir, að Prótt- ur hafi neitað verkamanni um að verða meðlimur félagsins. Ósannindi, uppspunnin af hinutr. óviðráðanlegu hvötum kommúnista, að rægja og níða alþýðusamtökin, í ávarpi, sem þeir létu verkalýðs- félag sitt, Verkamannafélag Siglufjarð- ar, gefa út þegar þeir boðuðu fund- inn 6. marz, skoruðu þeir á sigl- firzka verkamenn að ganga minnst 50 í verkamannafélag Siglufjarðar. Og margoft hafa þeir auglýst það, að í félagi sínu væru 280 menn. Þeir hafa gert sér mikinn mat úr því, að í Verkamannafél. Próttur væru aðeins 123 menn. Það er að vísu rétt, að í V. P. voru ekki skráðir fleiri við ára- mót sem starfandi félagar, en tugir manna voru á aukaskrá. Nú hafa 23 af þeim, sem á aukaskrá voru, óskað þess að vera settir á aðalskrá og auk þess hafa 48 nýir meðlimir bætzt félaginu síðan um áramót. Starfandi félagar hafa þannig aukist um 71 á síðustu 3 mánuðum, eru því nú 194 og ennþá liggja fyrir ósamþykktar inutökubeiðnir. Rétt eftir hirin raikla fund komra- únistanna í húsi sínu, 6. marz, héldu bæði íélögin fund. Á fundi V. Þ. mættu tæpir 100 lélagar og 25 gengu inn. Á fundi V. S. mættu tæpir 40 og 6 gengu inn, Slíkur var og verð- ur ávalt árangurinn af samruna-rógs- iðju kommúnistanna annarsvegar og arðránaart, viðleitni og framkvæmd afturhaldsins hinsvegar. Hundruð verkafólks um allt land spyrja: Pví ganga kommúnistarnir ekki inn í landssamtök alþýðunnar og vinna þar að lagfæringu þeirra mála, er þeir telja ábótavant? Er nokkurt vit í því að verkalýð- urinn standi sundraður á þeim þreng- ingartímum, sem nú eru? Er ekki skylda hvers eins að fylkja sér í þau samtök, sem öflugust eru og einlæglegast berjast fyrir hag fjöldans?

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.