Neisti


Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 08.04.1936, Blaðsíða 4
> NEISTl Til athugunar. Á sameiginlegum fundi Verka- mannafélags Siglufjarðar og verka- kvennafélagsins Osk, sem haldinn var daginn fyrir borgarafundinn fræga, var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Porbirni Jósefssyni, í sam- bandi við umræður um tilmæli Próttar til ríkisverksmiðjanna, um vinnuréttindi: „Fundur í Verkamannafélagi Siglufjarðar og verkakvenna- félaginu Ósk lýsir að hann sé samþykkur áður yfirlýstum vilja félagsmanna, en ákveður að fresta frekari aðgerðum, þar til séð verður hvort ekki fæst breyting á samþykkt verkamannafélagsins „Próttur" í þá átt að menn úr verka- lýðsfélögum sitji fyrir vinnu." Pessi tillaga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Porbjörn, sem er einlægur al- þýðusinni. sá það, að vinnuréttind- in eru samtökunum nauðsynleg, en sem meðlimur í Verkamannafélagi Siglufjarðar vildi hann láta það félag einnig njóta þessara forrétt* inda. Tillagan mótmælir líka á- kveðið þátttöku þessara aðila í borgarafundinum. En þrátt fyrir allt þetta eru þeir Gunnar og Pór- oddur — formaður og fyrv. vara- formaður Verkam.fél. Siglufjarðar, og sá síðarnefndi forseti þess verka- lýðssambands, sem bæði félögin eru í — framarlega í hóp þeirra manna, sem knúðu fram borgara- fundinn, þeir spöruðu heldur ekki yfirlýsingar um það, að krafan um vinnuréttindi sé hámark allrar ó- svífni. sem allir sannir íslendingar yrði að mótmæla í hvaða mynd semhúnkæmi fram. Enþeirgleyma að segja frá því um leið, að Verka- mannafélag Siglufjarðar og Verka- kvennafélagið „Ósk“, höfðu kvöldið áður lýst blessun sinni yfir þessari hræðilegu kúgun, sem þeir svo- kalla, en þó auðvitað með því skil yrði, að þeim sé sjálfum leyfð inn- ganga í flokk kúgaranna. J. F. G. Frá barnaskólanum. Vorpróf barna í Siglufjarðarskólahéraði hefst í barnaskólan- um indtiudaginn 20. apríl n. k. Prófskyld börn, sem stundað hala nám utanskóla, skulu koma til prófs nefndan dag kl. 9 árd. — Sama dag skulu og koma kl. 1 síðd. öll þau börn, er verða 7 ára fyrir næstu ára- mót (börn fædd árið 1929), Handavinna skólabarna, teikningar o. fl. verður almenningi til sýnis í skólanum sunnudaginn 3. mai. Sýningin verður opin frá kl, 3—7 síðdegis. Skólanum verður sagt upp þriðjud. 5. mai kl. 2 síðdegis. Siglufirði, 7. apríl 1936. Skólastjórinn. F orstöðumannsstarfið við Vinnumiðlunarskrifstofu Siglufjarðar er laust til umsókn- ar. Starfstíminn er 7 mánuðir. Mánaðarlaun 300 kr. Umsóknum sé skilað til Gunnl. Sigurðssonar, Grundargötu 12, fyrir 15. þ. m. Siglufirði, 6. apríl 1936. Stjörnin. eru til að honum verði breytt. íhald- ið getur því lagt inn árarnar og hætt róðrinum. Talsverða athygli vakti það í þess- um umræðum, sem margir vissu þó reyndar áður, að móðurskip Bænda- flokksins, Hannes frá Hvammstanga. komst á þing fyrir atbeina Ólafs Thors. Fyrir því liggja nú sannanir í Alþingistiðindunum. Pað þarf því engan að undra, þótt Porsteinn Briem og Hannes séu ekki í andstöðu við íhaldið. Eins og að undanförnu voru Al- þýðuflokkámenniruir snjallastir, enda þeirra málstaður beztur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Eldhúsdags- umræður. Síðastliðna tvo daga hafa staðið yfir útvarpsumræður fra Alþingi, eld- húsdagsumræður. Kom þar ekkert, eða fátt, nýtt fram, Formaður Sjálf- stæðisflokksins hélt að mestu leyti sömu ræðuna og hann hefir haldið á undanförnum 2—3 þingum. Væri það sparnaður, bæði á tíma og fé, ef þessi maður og fleiri úr hans flokki, létu sér nægja að vísa til þess, sem þeir hefðu áður sagt, í stað þess að tyggja upp það sama ár frá ári. Pjóðin er þegar búin að kveða upp sinn dóm yfir íhaldsstefnunni, og engar Iikur

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.