Neisti


Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, föstudaginn 17. apríl 1936 12. tbl. Nokkur orð til lyfsalans. Kunningi minn, lyfsalinn, minnist mín að nokkru í síðasta Siglfirðíng í sambandi við tillögu. sem eg flutti í bæjarstjórninni fyrir nokkru. Tillagan er þannig: „Bæjarstjórn saraþykktir, að beita sér fyrir því, að ekki verði reist hér önnur tunnuverksmiðja á . staðnum fyr en tunnuverksmiðja sú, sem þegar er fyrir er starf- rækt með fullum krafti og reynsla fengin fyrir því, að frekari tunnusmíði sé hagkvæmt frá sjónarsviði verkamanna.< Hversvegna kom þessi tillaga fram? Ástæðan var sú, að einn af fulltrú- um Sjálfstæðisraanna, Óli Hertervig, lét þess getið, að byggja þyrfti sem allra fyrst aðra tunnuverksmiðju, til þess að komast bjá því að vinna næt- urvinnu. Hann vildi aðeins láta tunnusmíðið fara fram á daginn, þar sem næturvinna vaeri svo óholl. Eg taldi að starfrtekja ætti þá tunnu- verksmiðju sem hér er, eins og frekast er hægt, og ekki bæta við fleirum fyr en það væri gert, og jafnframt reynsla fengin fyrir því að verka- mennirnir fengu eitthvað í aðra hðnd. En hversvegna minntist lyfgalinn ekki á þessa skoðun flokksbróður sfns, sem hann sjálfur þóttist þó vera sam-. mála? Var honum ekki Ijóst, að með því gekk hann fram hjá aðalat- riðinu, fram hjá ástæðunni fyrir til- logunni? Eða kaus hann heldur. vit- andi víts. að aíflytja málið, í þeirri von að geta þannig náð sér niðri á pólitískum andstæðingi? Eg hefi alltaf verið á þeirri skoðun og er það enn að stetna beri að því að smíða innanlands allar þærsíldar- tunnur sem nota þarf í Iandinn, en eg tel þjð fjáthagslegan óvitaskap að ætla sér að reisa í því skyni helm- ingi fleiri íunnuverksmiðjur en þörf krefur" V<ð íslendingar stöndum ekki svo vel að vígi í samkeppninni við Norðmenn, og höfum heldur ekki yfir svo miklum gjaldeyrir að ráða, að slíkar ráðstafanir eigi nokk- urn tilverutétt, jafnvel þó með því væri hægt að afnema næturvinnu. Um þetía er eg fús að ræða við lyísalann, ef hann óskar þess. Að síðustu víl eg láta í Ijósi ánægju mína yfir því, að lyfsalinn skrifar þennan fyrnefnda greinarstúf undir nafni. Er þar ura augljósa framför að ræÖ3. Enda er það karl» manni betur samboðið, en láta rit- stjórann geta þess í einskonar for- mála, að þessi eða hin greinin sé skrifuð af „virðulegasta og mest metna martni bæjarins." Lesendur Siglfirð- ings munu heldur ekki ganga þess duldir að svo sé, þótt formálanum sé sleppt, en „A. Schiöth" sett í staðinn. J. F. G. Skátafélagið Valkyrjur endurtekur skemmtun sína í kvöld, föstudagskvöld, á sama stað. Tengdamamma og Jeppi á Fjalli. Sjdnleik.a-H(annes) sendi mér nokkrar línur í síðasta Einherja. Telur hann sjálfsagt að egmuni við- urkenna að meðferð leiksinsTengda- mamma hafiverið mjögábótavantog dómursinnum hannöfgalaus. Egvið- urkenni að meðferð Ieiksins hafi verið ábótavant en þó ekkí svo, að það eitt hafi réttlætt leikdóminn. Einn Jeikandinn frú Jóhanna Pórð- ardóttir var meðlimur Leikfélagsins en hvarf þaðan aftur. Getur nokkr- um manni til hugar komið, eftir að hafa Iesið dóminn um Jeppa á Fjalli, þar sem nær allt er eins og það getur bezt verið, að þessi H hefði farið að dæma frú Jóhönnu hart í þeim Ieik, jafnvel þótt hún hefði ekki leikið þar neitt beturen í Tengdamömmu? I Jeppa á Fjalli er allt gott „eftir ástæðum" en í Tengdamömmu má'ekki taka ástæð- urnar til greina. Báðir leikdómarn' ir eru því fullir af öfgum, hvor á sína vísu. Sá fyrri náði tilgangi sínum en hinn síðari ekki. H seg- ist ekki vilja draga úr eða ófrægja aðalstarfsemi Kvenfélagsins Von. Mikið var. En eru leiksýningar aðalstarfsemi þess? Og hvers vegna að taka fram um „aðal^tarfsemi", ef sama gilti um bitt? Svo mikiðer víst. að félagið fékk hingað gaman- leikinn „Eruð þér frímúrari", en mun ekki geta sýnt hann. Sumir þeirra sem léku í Tengdamömmu segjast ekki vilja gera félaginu van- virðu með framkomu sinni á leik- sviði. Petta hefir áorkast, hvort sem til þess var ætlast eða ekki.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.