Neisti


Neisti - 17.04.1936, Page 1

Neisti - 17.04.1936, Page 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, föstudaginn 17. apríl 1936 12. tbl. Nokkur orð til lyfsalans. Kunningi minn, lyfsalinn, minnist min að nokkru í síðasta Siglfírðing í sambandi við tillögu. sem eg flutti í bæjarstjórninni fyrir nokkru. Tillagan er þannig : „Baejarstjórn samþykktir, að beita sér fyrir því, að ekki verði reist hér önnur tunnuverksmiðja á . staðnum fyr en tunnuverksmiðja sú, sem þegar er fyrir er starf- rækt með fullum krafti og reynsla fengin fyrir því, að frekari tunnusmíði sé hagkvæmt frá sjónarsviði verkamanna.* Hversvegna kom þessi tillaga fram? Ástæðan var sú, að einn af fulltrú- um Sjálfstæðismanna, Óli Hertervig, lét þess getið, að byggja þyrfti sem allra fyrst aðra tunnuverksmiðiu, til þess að komast bjá því að vinna næt- urvinnu. Hann vildi aðeins láta tunnusmíðið fara fram á daginn, þar sem næturvinna væri svo óholl. Eg taldi að starfrækja ætti þá tunnu- verksmiðju sem hér er, eins og frekast er hægt, og ekki bæta við fleirum fyr en það væri gert, og jafnframt reynsla fengin fyrir því að verka- mennirnir fengu eitthvað f aðra hönd. En hversvegna minntist lyfsalinn ekki á þessa skoðun flokksbróður sfns, sem hann sjálfur þóttist þó vera sam- mála? Var honum ekki ljóst, að með þvf gekk hann fram hjá aðalat- riðinu, fram hjá ástæðunni fyrir til- lögunni? Eða kaus hann heldur. vit- andi víís. að aíflytja málið, í þeirri von að geta þannig náð sér niðri á pólilískum andstæðingi? Eg hefi alltaf verið á þeirri skoðun og er það enn að stefna beri að því að smíða innanlands allar þær síldar- tunnur sem nota þarf f landinn, en eg tel þ.sð fjáihag«legan óvitaskap að ætla sér að reisa í því skyni helm- ingi fleiri tunnuverksmiðjur eri þörf krefur' Við íslendingar stöndum ekki svo vel að vígi í samkeppninni við Norðmenn, og höfum heldur ekki yfir svo miklum gjaldeyrir að ráða, að slíkar ráðstafanir eigi nokk- urn tilveruiétt, jatnvel þó með því væri hægt að afnema næturvinnu. Um þetla er eg fús að ræða við lyfsalann, ef hann óskar þess. Að síðustu vil eg láta í ljósi ánægju mína yfir því, að lyfsalinn skrifar þennan fyrnefnda greinarstúí undir nafni. Er þar um augljósa framför að ræÖ3. Enda er það karl. manni betur samboðið, en láta rit- síjórann geta þess í einskonar for- mála, að þessi eða hin greinin sé skrifuð af „virðulegasta og mest metna manni bæjarins." Lesendur Siglfirð- ings munu heldur ekki ganga þess duldir að svo sé, þótt formálanum sé sleppt, en „A. Schiöth" sett í staðinn. J. F. G. Skátafélagið Valkyrjur endurtekur skemmtun sína í kvöld, föstudagskvöld, á sama stað. Tengdamamma o g Jeppi á Fjalli. Sjónleika-H(annes) sendi mér nokkrar línur í síðasta Einherja. Telur hann sjálfsagt að eg muni við- urkenna að meðferð leiksinsTengda- mamma hafiverið mjögábótavantog dómursinnum hann öfgalaus. Egvið- urkenni að meðferð leiksins hafi verið ábótavant en þó ekki svo, að það eitt hafi réttlætt leikdóminn. Einn Jeikandinn frú Jóhanna Pórð- ardóttir var meðlimur Leikfélagsins en hvarf þaðan aftur. Getur nokkr- um manni til hugar komið, eftir að hafa Iesið dóminn um Jeppa á Fjalli, þar sem nær allt er eins og það getur bezt verið, að þessi H hefði farið að dæma frú Jóhönnu hart í þeim leik, jaínvel þótt hún hefði ekki leikið þar neitt beturen í Tengdamömmu? í Jeppa á Fjaili er allt gott „eftir ástæðum" en í Tengdamömmu má’ekki taka ástæð- urnar til greina. Báðir leikdómarn' ir eru því fullir af öfgum, hvor á sína vísu. Sá fyrri náði tilgangi sínum en hinn síðari ekki. H seg- ist ekki vilja draga úr eða ófrægja aðalstarfsemi Kvenfélagsins Von. Mikið var. En eru ieiksýningar aðalstarfsemi þess? Og hvers vegna að taka fram um „aðalstarfsemi", ef sama gilti um bitt? Svo mikiðer víst. að félagið fékk hingað gaman- leikinn „Eruð þér frímúrari", en mun ekki geta sýnt hann. Sumir þeirra sem léku í Tengdamömmu segjast ekki vilja gera féiaginu van- virðu með framkomu sinni á leik- sviði. Fetta hefir áorkast, hvort sem til þess var ætlast eða ekki.

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.