Neisti


Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI Einn af meðlimum Leikfélags Siglufjarðar sagði eitt'nvað á þessa leið, eftir að hafa lesið dóminn um Jeppa: „Petta er sá vitlausasti leik- dómur sem eg hefi lesið. t*að er víst heimsmet, að hvergi sé neinu ábótavant, þegar leikfélag sýnir sinn fyrsta leik. Félagið er strax orðið fullkomið og lengra er ekki hægt að kornast." En maðurinn at- hugaði það ekki, að leikdómurinn var bara „ef til vill„ og „eftir á- stæðum“. Pað er ekki venjulegt, að leikhúsgestur sitji með leikriíið í höndunum meðan á sýningu stend- ur, til þess að geta betur fylgst með misfellum. En þetta mun hafa verið gert á Tengdamömmu. Eg ann Leikféla^i Sigluíjarðar góðs gengis, meira en „ef til vill“. í*að er alveg rétt, að Kvenfélagið Von er til fyrirmyndar og mun eg margt geta af því lært. En væri ekki réttast fyrir þann mann. sem svíkur gerða samninga til þess að koma syni sínum í atvinnu, að nauðsynjalitlu, og gerir með því blá- fátækan fjölskyldumann atvinnu- lausan, að hugsa hvorki né rita um „sanngirni, breinleika hugans, ó- hlutdrægni og góðvild", vilji hann hafa frið fyrir eigin samvizlcu, ef nokkur er. J. F. G. Skíðaíþróttin. Skíðamót hefir staðið hér yfir undanfarna daga og er enn þá ekki lokið. Er því ekki hægt að birta neínar tölur að þessu sinni. Par sem stökkin eru búin *r þó óhætt að ganga út frá því, að engin slys varði að þessu sinni og er það mikið gleðiefni. Pað er athyglis- vert hve allur útbúnaður skíða- mannanna er misjafn og fer það að sjálfsögðu eftir efnum og ástæð- um, t. d. var útbúnaði Alfreðs Jóns- sonar, sem lengst stökk mjög á- bótavant. Heyrst hefir að nokkrir góðir borgarar hafi heitið á dreng- inn að leggja honum til betri áhöld og er það lofsvert því bann er tvímælalaust efni í afburða stökk- mann. Sama er að segja um marga hina. Talið er að Jón Forsteins- son hafi einna mestar líkur til að vinna mótið og ef svo færi munu allir unna honum þess, því hann stekkur mjög fallega og hefir alveg ótrúlegt þrek eftir aldri. Sama mætti segja um flesta hinna eins og Ketil Olafsson og fleiri. En það er rétt að benda þessum ungu mönnum á það, að þótt segja megi að þeir hafi náð fremur góðum ár- angri í stökkinu, þá er ekki hægt að segja það sama um gönguna það sem af er, og hvað svo sem árangr- inum líður, þá er æfingin alltof lítil. Peir sem ætla sér að verða góðir íþróttamenn mega aldrei láta það eftir sér að slaka á sjálfsagan- um. Fað er langt og erfitt stríð, sem liggur að baki afburðamannsins. Skíðafélagið er nú orðið svo fjöl- mennt og öflugt, að því aetti að vera kleift að stofna sérstakan trygg- ingasjóð fyrir þá menn sem taka þátt í stölcki, Er hvortveggja að meiðsli eru ekki útilokuð og skíðakrot algengt. Jafnvel þótt ekki væri nema um hið síðara að ræða er mjög tilfinnanlegt fyrir efnalitla unglinga að verða fyrir því. Pað leiðinlega atkvik kom fyrir í sam- bandi við skíðastökkin, að þegar nöfn keppendanna voru kölluð upp var stundum bætt við ýmsum ó- nöfnum. Vonandi tekur stjórn Skíðafélagsins hart á þessu. Blað- inu er ekki kunnugt um, hver það er sem gerst hefir sekur um þetta, enda skiftir það engu. Heyrst hefir að methafi ísfirð- inga í göngu komi hingað með Gullfoss og keppi við drengina okkar á sunnudag. Peir munu verða Siglufirði til sóma, jafnvel þótt Isfirðingurinn kunni að verða hlutskarpastur. Einherji segir að samvinna ríkisstjórnar- innar sé góð á meðan yfirgangur og valdabrölt nokkurra manna i Alþýðuflokknum nái ekki að spilla henni. Pjófurinn sagði: Gripið þjófi nn“. 53 ára varð 15. þ. m. Pormóður Eyjólfsson, p. t. formaður. Friðrik Hermannsson andaðist 15. þ. m. 58 ára gamall. Verður hans nánar getið síðar. Siglfirðingur og auglýsingarnar. Siglfirðingur er nú all reiður útaf því, að hafa ekki fengið þjár auglýs- ingar, sem Neisti hefir birt frá tveim rikisstofnunum. Telur blaðið þessar auglýsingar útvegaðar á kostnað Síld- arverksmiðja ríkisins. Neisti fær ekki séð, að þetta komi rikisverksmiðjun- um við á nokkurn hátt, og heldur sig við þá skoðun þar til frekari rök sanna hið gagnstæða. Pað er heldur ekkert við það að athuga, þó rítstjóri Neista útvegi blað- inu auglýsingar. Hvort þessar ríkis- stofnanir vilja auglýsa í Siglfirðing eða ekki, er Neista með öllu óvið- komandi. En einmitt í þessu sam- bandi er rétt aö benda á það, að Einherji og Siglfirðingur birtu oft í sumar auglýsingu frá Sjóvátryggingar- félagi íslands á sama tíma og Neista var neitað um hana. Siglfirðingur hef- ir þó ekki enn fundið ástæðu til að víta það. Neisti er vitanlega pólitískt blað, en þó ekki „hápólitískt níðrit“ eins og Siglfirðingur vill vera láta. En því til sönnunar, aðtilséuhér há- pólitísk níðrit, nægir að benna á grein þá, sem nú er að birtast í Siglfirðing undir yfirskriftinni „Ávextir social- ismans". Par er sett siglfirskt met í því að níða menn og málefni, Sigl- firðingur telur það hneykslanlegt, að rfkisstofnanir styrki, með auglýsingum, pólitískt níðrit. Petta er alveg rétt. En hvernig stendur þá á því, að að blaðið óskapast yfir því að fá ekki auglýsingar frá ríkisstofnunum ? Pað verður þó ekki með rökum á móti því mælt, að Sigltirðingur er hápóli- tískt níðrit. Bókasafninu verður lokað 24. þ. m. Peirsem hafa bækur að láni, skili þeim fyrir þann tíma.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.