Neisti


Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 4
NEISTI ingarofunum voru: Þormóður Ey- ólfsson, Guðrún Björnsdóttir, Páll Dalmar, Hannes jónasson, Kristján Kjartanssón, Bjarni Kjartansson og Einar Hermannsson. En á móti: Guðmundur Hannesson, Andrés Hafliðason, Friðleiiur Jóhannsson og Friðrik Sigtryggssorr. (Friðrik Hjartar greiddi ekki atvvæðí.J Meirihluti fulltrúaráðsins hefir þannig merkt fé- lagið stimpli samningsrofans. Þetta er fyrsta ákvörðun hins nýkjörna fulltrúaráðs. í íhugunarvert. i Á síðastiðnu sumri var atvinnu- brestur svo verulegur að fjöldi fólks karlar og konur, höfðu hér á Siglu- firði knapplega fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum yfir hásumarið. Vinnu- miðlunarskrifstofan gat ekki fullnægt þeirri miklu eftirspurn, sem dag- lega var eftir vinnu, — aðallega þó meðal karlmanna. — En samtímis þessu gat Vinnumiðlunarskrifstofan ekki fullnægt eftirspurninni eftir matreiðslumörinum á skip. Pó var oftast hægt að ráða matreiðslumenn- ina upp á kaup og frítt fæði. Petta er íthugunarvert. Fað sýn- ir raunar of áþreifanlega, það sem áður var vitanlegt, að við karlmenn- irnir kunnum lítt til matreiðslu eða annarra húslegrar sýslan. Pað eru yfirleitt ekki hærri kröfur sem gerðar eru til matreiðslumanna á síldarskipum en það, að fiestir, sem eitthvað hafa fengist við mat- reiðslu í heimahúsum. getafullnægt þeim. t*að er þessvegna illt, þegar menn verða að sitja af sér atvinnu aðeins vegna þess, að .þeir hafa ekki varið örfáum stundum lífssíns til að nem það, sem öllum er auð- lært og allir hafa aðstöðu til að læra. En það er önnur hlið þessa máls, sem réttlátt er að líta á. Pað eru fjölmargar mæður, sem maga sjá einar um sitt heimili og sín börn, sem oft eru 5—10 að tölu. Samtímis því eru heimilisfeð- urnir oft atvinnulausir. Konurnar keppast við frá morgni til kvölds. Þær hafa aldrei frí- stund, en ofan á allt erfiðið og stritið bætast áhyggjurnar um fytir- sjáanleg vandræði og vöntun á nauðþurftum, vegna atvinuuleysis heimilisföðursins. Heimilisfaðirinn fær ekkert að gera, og hann gerir ekki neitt, — hann eyðir tímanum í að leita sér að vinnu, eða slæpast hér og þar. — Heimilismóðirin, húnhefir meira að gera en forsvararlegt er að bjóða einni manneskju, hún hefir ekki til það, sem börnin hennar eru að biðja um, getur stundum ekki satt þau eða klætt, þarf að halda þeim í rúminu vegna klæðleysis. Sorgir, áhyggjur og leiðindi þjaka bæði, stundum um skör fram. — Smávægilegt athugunarleysi eða skilningsleysi verður þá oft til þess, að skapa, til að byrja með, hið litla ósamlyndi, er smátt og smátt vex og veldur svo að lokum heim- ilis og friðslitum. Petta eru því miður naprari og tíðari staðreyndir en vera á. Mitt álit er, að i fjölmörgum slík- um tilfellum sé skilningsleysi heim- ilisföðursins þungamiðjan. Væri ekki réttara að við karlmennirnir notuð- um frístundir okkar til að hjálpa konunum við matartilbúning, gólf- þvott og önnur innanhússtörf eftir ítrustu getu? Mundi þá ekki skap- ast hjá okkur meiri innsýn og meiri skdningur á lífstarfi og daglegri bar- áttu konnnnar — okkar nátengdrsta lífsfélaga? Og mundi þá ekki samtímis því, sem við fáum meiri lífsreynslu og víðara sjónarsvið, óánægju og deilu- atriðunum fækka, en ánægjustund- irnar fjölga að sama skapi, og gagn- kvæmur skilningur, alúð og um- önnun aukast? — — Að svo mæltu býst eg við að hafa vakið umhugsun ykkar, lesendur, um þessi mál. Og eg vil enda þessar línur á því, að halda því fram í fullri alvöru, að sam- starf heimilisforeldra og skóla þurfi að nást um það, að kenna drengj- um jafnt sem stúlkum, matreiðslu og önnur heimilisstörf. Guðberg Kristinsson. Fréttir. Rétt áður en blaðið fór í prentun fékkst vissa fyrir því að enginn kemur frá Isafirði til þess að keppa í göng- unni. En vonandi verður þess ekki langt að bíða að Siglfirðingar og ísfirðingar reyni með sér á skíðum. Siglfirðingar eru nú taldir mestu skíðamenn landsins- Pannig á það einnig að vera í framtíðinni. Margir tala um það þessa dagana, hvern- ig á því munu standa, að „Pórmóð- ur Eyólfsson p. t. formaður" skuli nú sett undir tilkynningu ríkisverk- smiðjanna um síldarloforð, í fyrsta sinn frá því að þessi rekstur hófst. Einnig þykir það skritið, að þegar tilkynnningin var lesin upp í Út- varpinu var Pormóður Eyólfsson p. t. formaður ekki nefndur. Neisti hefir ráðlagt mörgum fyrirspyrjend- um að bíða þar til Einherji kæmi út næst eða snúa sér til ritstjórans Hannesar Jónassonar p. t. bóksala. Pað borgar sig bezt að au£lýsa i „Neista“ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Siglufjaröarprentsmiðja 1936.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.