Neisti


Neisti - 28.04.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 28.04.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 28. apríl 1936 13. tbl. Stofnfundurinn og Pað verður að teljast hraustlega gert af Kristjáni Kjartanssyni að vaða fram á ritvöliinn í síðasta Ein- herja, til þess að ratða um hinn fræga stofnfund Félags verksmiðju- manna, svo hraklega útreið sem hann fékk á umræddum fundi, þar sem fundarmenn samþykktu fyllsta vantraust á þeim mönnum sem að fundarboðuninni stóðu með öllum greiddum atkvæðum gegn 2. Grein Kristjáns Kjai;tanssonar fyr- verandi hótelstjóra, er 'ákaflega keim- tík framsöguræðu hans á stofnfund- inum, en hún var undarlegt sam- bland af ósannindum, mótsögnum og vitleysum, samansoðið í hinn skringilegasta hugsanagraut, og, þó að eg viti, að hvorki verksmiðju- menn né aðrir taka mark á þvaðri hans þó það komi á pienti, ætla eg þó að reka helstu fjarstæðurnar ofan í hann í annað sinn. Ut af ummælum Kristjáns um að eg hafi ekki haft tillögurétt á fund- inum birti eg hér með yfirlýsingu fundarstjóra og fundarritara. . YFIRLÝSING. Vegna rangrar frásagnar Kristjáns Kjartanssonar i 6. tbl. Einherja þ.á. um fund þann sem hann gekkst fyrir að haldinn yrði til þess að stofna félag verksmiðjumanna, skal það tekið fram, að Jón Jóhannsson hafði þar bæði tillögurétt og mál- frelsi samkvæmt fundarboðinu og tillaga sú sem hann flutti á fund- inum, var borin upp samkv.-venju' legum fundarsköpum og samþykkt. Fundarstjóri Guðjón Þórarinsson. Fundarritari Guðl. Sigurðsson. Til viðbótar má geta þew, að þegar eg kom á fundinn var Kristj- án við dyrnar og hleypti hann mér orðalaust inn, svo sem öðrum verk- smiðjumönnum. Fegar eg svo að lokinni framsöguræðu hans, bað um orðið, mótmælti hann því á þeim forsendum, að eg væri verkstjóri, en hvorki fundarstj. eða fundarmenn tóku slík mótmæli til greina. Mun mönnum hafa þótt mótmæli þessi koma úr hörðustu átt, þar sem Kristján er helzt af því kunnur, að hSnn var um eitt skeið hótelstjóri á hinu velþekkta greiðasöluhúsi, „Café Brúarfoss“ og einnig af því, að hann var um tíma verzlunar- stjóri hjá Sören Goos og einnig mun nann hafa verið við „fínni“ störf á þeim stöðum. í framsöguræðu sinni á stofn- fundinum sagði Kristján, að aðal- ástæðan til félagsstofnunarinnar væri yfirgangur Alþýðuflokksmanna, sér- staklega í sambandi við vinnumiðl- unarskrifstofuna!!! og sú óþolandi skoðanakúgun sem ríkti í verkam.fél. „Próttur" og Alþýðusambandinu, nokkru seinna sagði hann þó. að hann hefði hugsað sér að félagið gengi í Alþýðusambandið eða „Prótt“. Kristján þykist enn ekki skilja af- stöðu Álþýðufl.manna til þessa máls, og verð eg því að reyna að koma honum í skilning um það: Við erum mótfallnir að stofnað sé verksmiðjumannafélag, þar sem þegar er til á staðnum félag, sem setur taxta um verksmiðjuvinnu og samningar eru í gildi þar um. Við lítum svo á, að slíkt félag yrði aðeins sprengifélag og allsekki hliðstætt félagi verksmiðjufólks í Rvík. Kristjáni var rækilega á það bent á fundinum, að þótt honum hefði tekist að stofna einhverja félagsmynd, þá hefði hann engan kraft til þess að koma fram hærri taxta, en þeim sem nú gildir. Fað eina sem slíkt félag gat gért, var að koma með undirboð í þeim til- gangi að verða samningsaðili. Petta vænti eg að allir hafi skilið aðrir en þá ef vera skyldi Kr. Kjartansson og þá jafnframt þaðáð félagsstofnun slik sem þessi, hlaut að hafa í för með sér ófrið en ekki frið, enda er sá friður sem byggist á undirlægjuhætti verkamannanna verri en ófriður sem hlýtst af rétt- mætum kröfum þeirra. Kristján segir að viðbúið sé „að pólitík muni fyr eða síðar sundra verkam.fél. „Próttur", en sjálfur hóf hann framsöguræðu sína með skömmum urn pólitíska andstæð- inga sína, sem hann þó gafst alveg upp við að færa nokkur rök fyrir. Hversu heppilegur stjórnandi mundi hann ekki vera í ópólitísku fagfélagi?!! Pað er alrangt að fundinum í Brúarfoss hafi verið hleypt upp, hann fór fram samlcv. venjulegum fundarreglum og greiddu þeir einir atkvæði sem til þess höfðu ótvíræð- an rétt samkv. fundarboðinu. Tveir valinkunnir sæmdarmenn voru út- nefndir af Kristjáni sem dyraverðir. Pað eina sem út af bar, var þeg- ar Kristján í fundarlok, ruddist að borði fundarritara, hrifsaði til sín fundargerðina og reif hana í tætlur svo sem áður hefir verið frá skýrt. Eg nenni nú ekki að tína upp fleira, enda er málflutningur og málstaður Kristjáns svo aumur, að tæplega er svaravert, og hefi eg

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.