Neisti


Neisti - 01.05.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 01.05.1936, Blaðsíða 4
NEISTl Blanðað hænsnafóður nýkomið, ódýrt. Gestur Fanndal. Blái borðinn er bezta smjörlíki landsins og hefir staðist alla gagnrýni. í béildsölu og smásölu hjá Sig. FanndaL Lítið herber^i óskast til leigu. Upplýsingar hjá Jóni Jóhannssyni, Brekkugötu 6. Hanskaskinn, húsgagnaskinn, bílstjóravetlingar fást í Kaupfél. Siglfirðinga, B-deild. Eg rita þessar línur mest a-f því, að mér er kunnugt um að hér hafa verið breiddar út um baeinn, sögur um þessa deilu, og mig persónu- lega í sambandi við hana, og eftir því sem mér hafa borist þær til eyrna, er þar allmjög hallað réttu máli og víðasthvar sannleikanum snúið algjörlega við. Eins og t. d. það, að eg hafi farið vestur á Flateyri til þess að æsa verkamennina til þess að gera verkfall o.fl. o.fl, af líkum sögum hefir verið dreyft út. Sannleikurinn er sá, að eg fór vestur til þess að fá verkalýðsfélag- ið á Flateyri til þess að verða við sanngjörnum kröfum þurfandi stétta- bræðra þeirra af hinum fjörðunum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Tilkynnin Á fundi í félagi voru, þann 20. þ. m., var eftirfarandisamþykktgjörð: „Verkamannafélagið Próttur samþykkir, að ekki sé leyft að skipshafnir vinni hér á höfninni við fermingu eða affermingu skipa, þó veitist undanþága hvað lyftivindum viðkemur, ef ekki fást hæfir .rnenn úr landi til þess að stjórna þeim.“ Pað tilkynnist hérmeð öllum hlutaðeigendum, að samþykkt þessi giídir frá 1. maí n. k. Siglufirði, 27. apríl 1936. Stjórn Verkamannajélagsins Próttur. lýsin um lán úr iðnlánasjóði. Með skírskotun til 5. gr. laga nr. 12, 9. janúar 1935 um iðnlánasjóð, skulu þeir sem á þessu ári kynnu að ætla sér að sækja um lánúrsjóðn- um, senda lánbeiðnir sínar til atvinnumálaráðuneytisins fyrir 1. júni þ. á. Lánbeiðnum skulu fylgja: a. Ytarleg umsögn um það, til hvers lánið á að notast, hvaða vélar og áhöld á að kaupa, kaupverð þeirra, hvar þær eigi að setjast og til hvers þær eigi að notast. b. Rekstrar- og efnahagsreikningur lánbeiðanda fyrir síðastliðin 3 ár. c. Brunatryggingarskírteini verkstæðisins. d. Yfirlýsing frá viðskiptabanka lánbeiðanda um bankaviðskipli hans og að bankinn geri ekki kröfu til þess, að lánið verði notað til greiðslu eldri lána. e. Fasteignamat og veðbókavottorð þeirra fasteigna, sem lánbeiðandi kann að eiga. f. Nafn, aldur, menntun og heimili lánbeiðanda, svo og aðrar upplýs- ingar, er krafist kann að verða. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. apríl 1936. Ú TSV ARSSKRÁIN. Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Siglufjarðarkaupstað fyrir árið 1936 liggur frammi almenningi til sýnis í Kaupfélagi Siglfirðinga næstu 2 vikur. Kærur yfir niðurjöfnuninní skulu komnar á bæjargjaldkera- skrifstofuna fyrir kl. 12 á hádegi föstud. 15. maí n. k. Niðuriöfnunarnefndin. Frá Gagnfrœðaskólanum. Teikningar nemenda verða til sýnis í skólanum sunnu- daginn 3. maí, kl. 4—7i e. h. Skólanum verður sagt upp laugardagínn 9, maí kl. 2 e.h. Jön Jónsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1936.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.