Neisti


Neisti - 05.05.1936, Síða 1

Neisti - 05.05.1936, Síða 1
/ Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 5. maí 1936 15. tbl. Avextir socialismans. af- að er er í 7. tbl. blaðsins „Siglfirðingur" byrjaði að koma-'út greinarflokkur með þessari yfirskrift. Er grein þessi samsett af venjulegum íhalds- sannleik, krydduðum með viðe'g- andi smekklegum orðatiltækjum, sem eru sérstaklega viðeigandi, þeg- ar tekið er tillit til þess, að þetta ritstjóragrein, og að ritstjórinn barnakennari. Geta foreldrar yfirleitt verið ánægð(H) ef barna- kennarinn kennir börnunum álíka smekklegt orðaval og í greinni er. „Ncisti" mun nú taka grein þessa til athugunar ogjafnframt geta þess, sem Alþýðuflokkurinn með stuðning Framsóknarflokksins hefir komið í framgang af málum sínum. Verður fiokkaröð fylgt svo sem í nefndri grein. Árið 1935 er fyrsta árið, sem nú- verandi ríkisstjórn samdi fjárlög fyrir og fór með fjármálin allt árið. Ritstjóri „Siglfirðings“ hefði sjálf- sagt gjarnan viljað sjá svo sem £ miljónar króna útgjaidalið í ríkis- sjóðsreikningi ársins 1935, vegna hvítliðasveitanna, sem Magnús Guð- mundsson og Ólafur Thors gátu í sameiningu. Núverandi stjórn hefir stefnt að þvi með föstum ásetningi að greiða tekjuhallalaus fjárlög, og áætla fjárlög sem næst því, er raunverulegar tekjur og gjöld verða. Á þessu eina ári, árinu 1935, sem núverandi stjórn hefir farið með völd, hefir miðað vel áfram, og er það sannað, að betri útkoma hefir ekki orðið síðan 1925 að slepptu 1927, og tekjur og gjöld áætluð, aldrei farið jafn nærri reikningi og nú. Pað er þvi ofur skiljanlegt, að þrátt fyrir afar illt árferði hefir þó svo giftusamlega tekist með stjórn fjármálanna. Frh. Ritstjóri Einherja á flóita undan staðreyndum. i. Fjárhagur ríkisins. Pað þarf meira en emávegis ó- svífni til þess að halda því fram í fullri alvöru, að núverandi stjórn og stjórnarflokkar, og þá sérstaklega Alþýðufiokkurinn, hafi lagt fjárhag ríkisins í rústir. Einmitt núna, þeg- ar sannað hefir verið, að í stjórnar- tíð núverandi stjórnar hefir hagur ríkissjóðs á þvi eina ári, sem stjórnarflokkarnir hafa einir ráð- ið (árinu 1935) frá því árið áður, batnað um nær því 2 miljónir króna, orðið 505 þúsund króna reksturshagnaður árið 1935 í stað 1420 þúsund króna halla árið 1934. En þó taldar til gjalda 235 þúsund kr. til fiskimálasjóðs, svo að raun- verulegur rekstrarafgangur varð kr. 740 þúsund. í 1. maí bíaði Framsóknarmanna hér, minnist ritstjórinn mín að nokkru. Pað er athyglisvert, hve gersamlega hann sneiðir hjá því að ræða málin, en fer í stað þess í persónulegt aurkast. Er það væg- ast sagt einkennilegt, að maður, sem í engu vill vamm sitt vita, skuli viðhafa slikan vopnaburð. Eg hefi skrifað um málin og reynt að knýja fram umræður um þau, til þess að sýna sem best málstað ritstjóraklikunnar. Að málin hafa verið sniðgengin, en ráðist að mér persónulega, sýnir betur en nokkuð annað, hve málstaður klík- unnar er aumur, og verður gerð frekari grein fyrir því síðar í þess- ari grein. Tilgangi mínum er því náð. Pað er heldur ekkert leynd- armál, að Hannes Pormóðs og Por- móður Hannesar eru nú sem ákaf- ast að tryggja sér fylgi kommafor- ingjanna til árása á Alþýðuflokkinn. Samt þora þeir ekki, enn sem kom- ið er, að ráðast á flokkinn sem heild, en reyna í þess stað að skapa sér árásir á einstaklinga hans. Svo langt ganga þessar ofsóknir, að kvenfólk, sem aldrei hefir nálægt stjórnmálum komið, er rógborið á hinn svívirðilegasta hátt, fyrir þá sök eina að vera í tengdum við Alþýðuflokksmenn. Hér á eftir mun eg spjalla dálítið við Einherja- manninn, á þeim vettvangi, sem hann sjált'ur hefir kosið, en fram- vagis ekki skipta mér af persónu- legum áróðri hans í minn garð. Þessi ákvörðun er þó ekki tekin vegna þess, að það sé erfiðleikum bundið að skrifa um manninn per- sónulega. Til framleiðslu slíkra skrifa þekki eg snáða nægilega.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.