Neisti


Neisti - 05.05.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 05.05.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Skóla- Atvinnuleysisskráning. skemmtunin.-------- —— Sarakværat lðgum nr. 57 frá 7. maí 1928, um atvinnu- leysisskýrslur, fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna- og kvenna fyrir I. drsfjórðutig (janúar, febrúar, marz) 1936. Skráð verður á Vinnumiðlunarskifstofunni (sími 176), í bæjarhúsinu, Oránugata 27 (uppi), dagana 7., 8., 9., 11. og 12. þ. m„ kl. 4—7 síðd. Peir, sera láta skrá sig, eru beðnir að vera viðbúnir að gefa upplýsingar um: heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga, og tekjur á ársfjdrðungnum sem skráð er fyrir, hve marga daga þeir hafi verið atvianulausir á tímabilinu vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um: aldur, hjúskaparstétt, ómaga- fjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu og barna. Skrifstofu Siglufjarðar, 2. maí 1936. Erl. Porsteinsson, — settur. — S T A R F I Ð sem bókhaldari og gjaldkeri Sjúkrasamlags Siglufjarðar til 1. apríl 1937, er laust til umsóknar. Umsækjandi séreglumaður, og verður hann að inna starfið af hendi samkvæmt erindisbréfi frá stjórn sam- lagsins og setja tryggingu fyrir fjárreiðum. — Laun: Kr. 1,50 af hverju ársiðgjaldi sem gjaldkeri innheimtir; þó séu lágmarksárslaun kr. 1800,00. — Umsóknum sé skilað til formanns sjúkrasamlags- stjórnar, P. S. Dalmar, fyrir 15. þ. m. — Stjórn samlagsíns áskilur sér rétt til að hafna öllum framkomnum umsóknum. — Siglufirði 3. maí 1936. Stjórn Sjúkrasamlags Siélufjarðar. Eins og að undanförnu hafa skóla- börnin aflað sér tekna í Ferðsjóðinn sinn með því að hafa skemmtun 1. sumardag. En þessi skemmtun, sem er nýafstaðin, var einstök í sinni röð að því leyti, að aðalþáttur hennar, sem var sjónleikurinn „Álfkonan i Selhamri“, var frumsaminn af Sigurði Björgólfs, kennara. Það er um þennan leik, sem eg vil fara nokkrum orðum. Hann er skap- aður upp úr þjóðsögum okkar um álfana og gerist á 18. öld, upp til selja, í júlímánuði. Persónur leiksins eru 14, 7 sem taka þátt í samtölun- um, sendiboði frá guði og 6 dísir, sem birtast aðalpersónunni, Álfdísi álfafrú. Leikurinn er í 2 þáttum. Með leik þessum hefir Sigurður gert álfasögurnar lifandi á ný, hann heíir vakið þeim upp nýja hugheima hjá núverandi kynslóð, samtölin eru létt og lifandi þar sem það á við, og sérstaklega hefir hann Iagt rækt við selsmalann í þeim efnum. Álfdisi álfafrú, sem leggur líf sitt í sölnrnar til þess að gjöra son sinn hamingjusaman, sera þjáist af ást til mennskrar konu (Margrétar selstúlku), gagntekur hugi áhorfenda og heldur þeim í spenningi frá því fyrsta er hún sést í hamrinum og íil þess er sendiboðinn frá guði hefir flutt henni boðskapinn um að hún skuli cðiast fyrir fórn sína, ódauðlega sál sem mennskir menn, og þegar hún þakkar skaparanum fyrir með eftirfarandi orðum: „Ó, þá náð og miskun mesta minn skapari gafstu mér. Ó, það hjálpráð allra bezta, allra þinna frelsi er. Ó, þá náð og fegurð flestra framrunnin er, guð, af þér«, er það mörgum sem vöknar um augu. Umgjörð leiksins (leiktjöld og bún- ingar), voru skínandi falleg og voru leiktjöldin að mestu verk höfundarins, en þar höfum við Siglfirðingar áður fengið að sjá listfengi hans. Meðferð barnanna á leiknum var góð, og þeitn og kennsra þeirra til mikils sóma og það má fullyrða, að hlutverk Álfdísar álfafrú (leikið af Hermínu Sigurjónsdóttur) og hlut* verk selsmalans (leikið af Pórði Krist- inssyni) heíðu ekki verið betur leikin af fullorðnum. Og svo góður er leikur þessi og vel með hann farið, að hann væri höfundi, skólabörnum og Siglufirði til íóma ef sýndur væri annarstaðar, t. d. á Akureyri, ísafirði og Reykjavík, því íbúar annara staða ættu að kynnast því að börniti okkar þroskast við fleira en að leggja niður síld í tunnur. Eg þakka höfundi leiksins. börnun- um og öllum þeim, sem að skóla- skemmtuninni stóðu, fyrir vel unnið starf, 27. apríl 1936. Dýrfjörð.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.