Neisti


Neisti - 12.05.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 12.05.1936, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 12. maí 1936 i: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. Avextir socialismans. Fraroh. ATHS. í niðurlagi greinarinnar í síðasta blaði hafði fallið úr auka- setning. Átti niðurlagssetningin að hljóða svo: Það er fvi ofur skilj. anle£t að ihaldinu sviði fiað, að ftrátt fyrir afar illt árferði hefir fó svo gijtusarnlega tekist rneð stjórn jjár- málanna. Pað er athugandí, að á þessu eina ári hefir verið varið uppundir einni miljón króna meira til verklegra framkvæmda og atvinnubóta en undanfarin ár, án þess að hækka heildarútgjöld ríkisins. Hverju hefir svo Alþýðuflokkur- inn lofað fyrir kosuingarnar í starfs- skrá sinni? Hann hefir lofað: 1) 19. gr. „að gera fjárlögin svo úr garði, að þau verði sem réttust mynd af fjárhagaástæð- um ríkissjóðs, þar sem hvorki séu faldar væntanlegar tekjur né fyrirsjáanleg útgjöld.“ Petta hefir verið gjört og hefir tekist svo sem að framan er sýnt. íhaldið kallaði það aðhækkafjár- lögin, þegar núverandi stjórn tók fyrir þann ósið að fela tekjur og gjöld ríkissjóðs. 2) 20. gr. „að vinna að hallalausum búikap ríkissjóðs, með því meðal annars að reisa rammar skorð- ur við því, að stjórnin geti eytt tekjum hans umfram áætlun fjárlaga eftir eigin geðþótta“. F*etta hefir einnig verið gjört og hefir tekist þrátt fyrir það að öll aðstaða hefir rerið margfalt erfiðari S tíð núverandi stjórnar en nokkru sinni fyr. Sömuleiðis má geta þess að stjórnarflokkarnir fóku upp þá reglu að reisa skynsamlegar skorður við hinu hóflausa ábyrgðarflóði á hendur ríkissjóði. Pá hafði það og tíðkast í tíð fyrverandi stjórnar, að hinir og þessir sem ábyrgðir höfðu fengið byðu út lán með ríkisábyrgð erlendis oft sama lánið samtímis í mörgum stöðum og þannig skapað ríkinu álitshnekki. Á þinginu 1934 var það 6amþykkt að enginn mætti leita lána erlendis með ríkisábyrgð nema viðurkenndur erindreki ríkis- stjórnarinnar og var þannig kveðið niður hið álitsspillandi ófremdar- ástand. II. Sjáfarútvegurinn. Eins og allir vita, sem til þekkja, hefir sjáfarútvegurinn seinustu ára- tugi verið sá atvinnuvegur íslenzku þjóðarinnar, sem flestum hefir at- vinnu veitt og drýgstan skerf lagt til bættrar fjárhagslegrar afkornu lands og þjóðar. Pessi atvinnuveg- ur hefvr þó því miður alla jafna verið rekinn með hagsmuni örfárra einstakíinga tyrir augum og minna hugsað um hag fjöldans, hag þeirra manna sem mest hafa í hættu lagt og mest gull hafa dregið úr greip- um Ægis. Á seinustu árum hefir haftastefna stórþjóðanna og inni- lokunarstefna gert oss íslendingum örðugra fyrir með allar sölufram- kvæmdir á afurðum þessa aðalit- vinnuvegar vors og séritaklega hefir þó örðugleikanna gætt mest á árun- um 1934—1935. Alþýðuflokknum og núverandi ríkiistjórn varð það þegar ljóst að hér þurfti skjótra og góðra aðgerða við og að ekki dugði hið gamla sleifaralag íhaldsins, að einblína á gamlar verkunaraðferðir og gamla markaði, sem vegna verzl- unarhaftanna voru sem óðast að tapast að meira eða minna leyti. Á þinginu 1934 voru samþykkt lög um „Fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o.fl.“ Fiskimálanefnd var þegar að tilhlut- un Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins, og með tilliti til þess öngþveitis sem hin frjálsa samkeppni íhaldsflokksins hafði til vegar kom- ið, veitt aðstaða til þess að verja allt að einni milljón króna til til- rauna með nýjar verkunar og sölu- aðferðir. Hefir fiskimálanefnd þeg- ar hrundið af stað mörgum mérki- legum nýjungum og leitunum að nýjum mörkuðum sem gefa góðar vonir, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu íhaldsins og taumlausar árásir þess á formann nefndarinnar. Má t. d. nefna karfaveiðar sem hófust bæði hér á Siglufirði og Önundarfirði með tilstyrk nefndarinnar og fyrir hennar atbeina, harðfiskverkun, sendingu hraðfryst fiskjar til Amer- íku o. fl. Yrði oflangt mál að fara út í það hér, en„Neisti“ mun e.t.v. síðar ræða þau mál nánnr. Ein merkilegasta afleiðing þessa löggjafarstarfs var þó nýskipun fiski- málanna yfir höfuð með stofnun hins nýja sölusamlags S. í. F. í stað þess að gamla flsksölusamlagið aðeins var myndað með einkasam- tökum þriggja stærstu fiskútflytjend- anna, Kveldúlfs, Alliance og Proppe og stjórnað af þeim einum, er nú kominn skipulagður félagsskapur 7|s allra fiskframleiðenda, sem starfar eftir viðurkendum ákveðnum reglum undir stjórn manna, sem sumpart eru kosnir af félagistjórn og að

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.