Neisti


Neisti - 12.05.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 12.05.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI nokkru tilnefndir af ríkisstjórn. í stað þess að áður var fiskverzlun starfrækt sem einkamál. Pess verð- ur þó að geta að íhaldsmenn hafa reynt að nota aðstöðu aína innan þessa félagsskapar eftir fremsta megni til þess að sporna við við- leitni Fiskimálanefndar til leitunar nýrra markaða o.fl., jafnframt því sem þeir sjálfir hafa sofið sínum gamla íhaldssvefni og ekkert viljað aðhafast til björgunar þeim atvinnu- vegi sem að réttu má nefna fjör- egg þjóðarinnar. Pegar gamla sölusamlagið stóð og 5 menn réðu alveg yfir því, höfðu þeir engar sendi- ferðir nema til Miðjarðarhafsland- annaog til engra nýrra landa nema hvað núverandi skrifstofustjóri Fiski- málanefndar fór eitt sinn til suður- strandar Miðjarðarhafsins og fékk þar nokkra sölu, Hinsvegar voru framkvæmdarstjórarnir alltafáferða- lagi til gömlu markaðslandanna, sér til skemmtunar og heilsubótar, en nýjar leiðir datt þeim aldrei í hug að reyna. Pegar HéBinn Valdimarsson í byrjun Júlímán. «.l. tók sæti í itjorn S. í. F. hóf hann þegar máls á því að nauðsyn væri að leyta nýrra markaða og sölu fyrir salttisk og 4. júlí kom Jón Árnason með tillögu um að feja framkvæmkarstjórunum að framkvæma söluumleitanir í Ameríku, Englandi ogvíðar. Fram- kvæmdastjórarnir gerðu ekkert og var málið þá rætt í Fiskimálanefnd og talið nauðsynlegt að nefndin réðist í að senda mann eða menn til Suður- og Norður-Ameríku í þessu skyni og þá um leið að leita markaðs fyrir freðfisk og harðfisk. S. í. F. var skýrt frá þessu og kom þá Magnús Sigurðsson með tillögu 15. ág. um að senda mann til Suð- ur-Ameríku og Cuba og var sú tillaga samþykkt. En framkvæmda- stjóruni S. í F. þótti nú nóg að- gert í bili og höfðust ekkert að í málinu fyr en.eftir mánuð og ekki fyr en Fiskimálanefnd hafði til- kynnt að ef ekki yrði þá þegar að- hafst í málinu myndi hún senda mann sjálf í þenna leiðangur. Hefir það sýnt sig að Sjálfstæðismennirn- ir, íhaldið, í stjórn . S. í. F. hafa verið og eru á móti öllu samstarfi við fiskimálanefnd. Maöurinn sem sendur var til N .-Ameríku frá S.Í.F. Kristján Einarsson, og sem jafnframt álti að leita markaða fyrir freðfisk, flýtti för sinni evo sem mest liann mátti (!!) og var allur undirbún- ingur freðfisksölunnar ófyrirgefan- legt flaustursverk, og meðal annars gefnar rangar upplýsingar um um- búnað fiskjarins o. fl. Á þinginu 1.934 voru «ett lög um síldarútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu markaða o. fl. og þar með lagður vryggur skipulagsgrund- völlur undir þennan stórmerka at- vinnuveg. Pá voru einnig á þingi 1934 sett lög um fiskimatsstjóra, og voru að- alástæðurnar til þess ískyggilegar kvartanir frá markaðslöndunum um undirvigt og miður góða verkun. Var augljóst að þessu þurfti að kippa í lag. Loks hefir verið breytt stórlega lögunum um rekstur Síldarverk- smiðja ríkisins og keyptar 2 verk- smiðjur í tíð núverandi stjórnar og lokið við að byggja verksmiðju þá er var í smíðum. Hefir verð hrá- síldar hækkað stórlega og góðar vonir um að bræðslusíld hækki í sumar, (fersksíld til söltunar þegar hækkað í kr. 7,50 grófsöltuð tunna og önnur hækkun hlutfallsleg miðað við aðrar verkunaraðferðir). Ritstjóri Siglfirðings segir í grein sinni að Socialistar (!!) (hann gleym- ir því víst sá góði maður að Socia- listar eiga aðeins 1 ráðherra af 3) hafi lagt sjáfarútveginn í rústir með háspenntum tollum á öllum útgerð- arvörum og hækkuðum útflutnings- gjöldum. Eg veit ekki hvort rit- stjórinn heldur þessufram affáfræði eða að tilhneiging hans og ást á lýginni er orðið að svo rótgrónum vana að hann ekki veit sjálfur hve- nær hann segir satt og hvenær ekki. Núverandi ríkisstjórn og þá um leið Socialistar, hefir einmitt lækkað, en ekki hækkað tolla og útflutnings• gjald. Má þar til nefna lækkun síldarútflutningsgjaldsíns úr I kr. á tunnu niður í l^- prc. eins og af öðrum sjáfarafurðum. Pá hafa stjórnarflokkarnir afnumið hið íll* ræmda 6 prc. gjald af saltfiskinum. Ritstjórinn reynir heldur ekki til að nefna eitt einasta dæmi vaðli sínum til iönnunar. Hann veit það sjálf- ur að það er ekki til. Hann fer hér með rakalaus ósannindi sem hljóta að gera hann að minni manni í augum allra góðra manna. Alþýðuflokkurinn lofaði því fyrir kosningarnar (6. gr.) „að vinna að auknum markaði fyr;r afurðir sjáf- arútvegsmanna og bænda, meðal annars með aukinni vöruvöndun og margbreyttri vinnslu afurðanna, svo og með því að skipuleggja af- urðasöluna“. Pað hefir verið sýnt fram á það hér að framan að þetta hefir verið, gert og það verður haldið áfram ótrautt á þeirri braut af Alþýðu- flokknum, að vinna til heilla og hagsbóta fyrir hið vinnandi fólk til sjáfar og sveita. Framh. Játningin. Hinn 7. þ. m. birtist í Einherja grein eftir Kristján Kjartansson. Telur hann sig þar vera að svara Jóni Sigurðssyni, og verður sá hluti greinarinnar að biða heimkomu Jóns. Að þessi grein Kristjáns er 'hér gerð að umtalsefni, byggist á því, að hann gerir þar grein fyrir því, hversvegna Framsóknarmenn hér hafi, með aðstoð Sjálfstæðis- manna, svift Guðberg Kristinsson atvinnu sinni við Vinnumiðlunar- skrifstofuna. Minnist hann í því sambandi á Alþýðu- og Framsókn- arflokkinn, og segir meðal annars: „Pegar þessir flokkar mynd- uðú stjóm 1934, var garður samningur milli þeirra um samvinnu í landsmálum. Pessi samningur hefir verið rofinn af fulltrúum Alþýðuflokksins i stjórn Síldarverksmiðja Ríkis- ins og á Jón erindreki sinn drjúga þátt í því. Hann ætti því manna sízt að ræða um samningsrof milli flokka. Pað hefði verið óverjandi ráðstöfun af Framsóknarflokknum hér, að setja nokkurn fylgismann samningsrofa málefnasátt- málans sem skrifstofustjóra við Vinnumiðlunarskrifstofuna, þótt ekkert annað hefði komið upp á daginn en þau samn- ingsrof“. Petia er mjög athyglisverð yfir- lýsing. Pegar þess er gætt, að höfundur þessara ummæla er í stjórn Fram- sóknarfélagsins og formaður sama félags er ritstjóri blaðs þess, sem

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.