Neisti


Neisti - 19.05.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 19.05.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 19. maí 1936 17. tbl. » Avextir socialismans. Framh. III. Landbúnaðurinn. Alþýðuflokkurinn hefir frá önd- verðu gert sitt til hjálpar og við- reisnar smábænda og smáframleið- enda í landinu. Heíir hann alla- jafna sýnt fram á hvilík höíuð- nauðsyn það er fyrir alþýðu sjáfar og sveita að hafa sem nánasta sam- vinnu. íhaldsmennirnir, sem hafa verið að skreyta sig með orðatil- tækjum eins og „stétt með stétt" hafa aftur á móti gert allt sem þeir hafa orkað til þess að vekja úlfúð og sundrung milli þessara tveggja aðila. Alþýðuflokkurin'n hefir bent á það, að með hækkuðu kaupgjaldi verkamanna í kaupstöðum og sjáf- arþorpum vex kaupgeta verkalýð9- ins á afurðum bænda. Meiri kaup- geta verkalýðsins þýðir aukna sölu og hækkað verð landbúnaðarafurða, en verð þeirra er kaup bóndans sem að framleiðslunni starfar. Er það því auðskiljanlegt hverjum sem vill skilja það, að aukin velmegun verkamanna og kvenna í sjáfarþorp- um og kaupstöðum, hlýtur að leiða tii velmegunar bænda, leiða til aukinnar sölu og hækkaðs verðs á afurðum þeirra. Pað er líka viður- kennt nú, að innanlandsmarkaður landbúnaðarafurða vorra er sá besti og tryggasti. og verðið það hæsta sem íslenzkir bændur fá fyrir fram- leiðslu sína. íhaidsmenn, 9em nú kalla sig Sjálfstæðismenn hafa sí og æ klifað á því að hækkað kaupgjald til verkamanna í kaupstöðum og kaup- túnum — og þar með aukin kaup- geta almennings á landbúnaðaraf- urðum — væri stórhættulegt fyrir íslenzka bændur og smáframleið- endur. Bændur og smáframleið- endur hafa fyrir löngu séð í gegn- um þenna biekkingarvef 'háldsins, og hafa og eru sem óðast að taka í útrétta bróðurhönd Alþýðuflokks- manna í bæjum og kauptúnum landsins, til aukins samstart's í full- um skilningi á því að samstarf en ekki sundrung er og verður á ó- komnum tímum til blessunar fyrir alþýðu landsins. Peir skilja það, að einungis með samvinnu alþýð’ unnar í landinu, og bættri afkomu fólksins við sjáfarsíðuna, fæst eðli- legur og heilbrigður grundvöllur fyrir bættri fjárhagslegri afkomu bænda og smáframleiðenda. Um- hyggja íhaldsins nær helaur ekki til smábændanna sem sjálfir lifa á framleiðslu sinni, heldur aðeins og eingöngu til stórbændanna og stór- búareksturs, sem rekinn er eingöngu með aðkeyptu vinnuafli, en eigand- inn lifir luxuslífi í höfuðstaðnum og kemur hvergi nærri. Með lögum um „sölu og með- ferð mjólkur og rjóma o.fl.“ og um „sölu og meðferð sláturfjárafurða“ var lagður faslur skipulagsbundinn grundvöllur fyrir „samvinnu milli sveitabænda og verkafólks í kaup- stöðum um skipulagningu á sölu landbúnarafurða innanlands," (sbr. 6. gr. starfskrá Alþ.fl.) íhaldið, Sjálfstæðisflokkurinn, hefir frá byrj- un barist gegn þessuin lagasetning- um og torveldað framkvæmd lag- anna af fremsta megni. Má þar til nefna hið landsfræga mjólkur- verkfall íhaldsmanna í Reykjavík, predikun þeirra um grænmetisát, skaðlega kjötneyzlu o.fl. Utkoman hefir nú samt sem áður orðið sú að þrátt fyrir allt andóf íhaldsins, hefir tekist að lækka mjólkurlíterinn um 2 aura til neytenda, en fram- leiðendur þó fengið 2 — 4 aura hækkun á hvern líter. Árangur laganna um sláturfjárafurðir hefir einnig orðið sá, að bændur hafa fengið hundruðum þúsunda hærra verð fyrir afurðir sínar nú en áður fyrir atbeina stjórnarinnar, en jafn- framt hefir þess verið gætt að sú hækkun kæmi eigi niður á neytend- um nema að' örlitlu leyti, en er að mestu tekin af óþörfum milliliða- gróða. IV. Iðnaðurinn. Pó að allur umræddur greinar- flokkur í Siglfirðingi sé ómerkilegur vaðall, samansettur af fáfræði rit- stjórans og auðsærri tilhneiging hans til lyga og blekkinga, ber þó enginn kafli greinarinnar jafn aug- ljÓ9an vott um fáfræði mannsins eða þá vísvitandi ósannindi, eins og sá með ofangreindri fyrirsögn. Eins og öllum er ljóst hefir á seinustu árum hafist áköf innilokun- arstefna meðal stóiþjóðanna, og hver reynt að fullnægja þörfum síns lands bæði með neyzluvörur og aðrar vörur. Eins og nærii má geta kont þetta afar hart niður á oss Islendingum, sem aðeins höfð- um einhæfa markaðsvöru, neyzlu- vöru, að bjóða. Kom þetta því harðara niður á oss, þar sem vér einnig þurfum að kaupa að allar okkar nauðsynjar bæði til fatar og matar. Viðskifti vor höfðu líka áð- ur verið á þann veg að við keypt-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.