Neisti


Neisti - 27.05.1936, Side 1

Neisti - 27.05.1936, Side 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 27. maí 1936 18. tbl. Æsingamoldveður íhaldsins í sambandi við ríkisverk- smiðjurnar. r Ihaldið notar lygar og blekkin£ar til þess að hylja árásir Kveldúlfs á sjómenn o£ landverkafólk. Undanfarna daga hefir foringjaklíka íhaldsins bæði í Reykjavík og víðar efnt til æsingafunda út af þeim bráða- birgðalögum sem gefin voru út um breitingar á stjórn Síldarverksmiðja rfkisins. Peir hafa látið kjaftaska sína og blaðsnepla breiða þær lygar út, að breitingin væri gerð til þess. að koma því i framkvæmd að ekki yrði greitt fast verð fyrir síldina, heldur aðeins hluti af verðinu, og svo upp- bót seinna ef hagnaður yrði. Með þessum lygum og fjarstæðum hafa þeir reynt að æsa upp sjómenn og blekkja þá til fylgis við sig. Peir sem nokkuð eru kunnugir þessum málum vita, að það er atvinnu- málaráðherrn sem sker úr um það, hvort greitt er fast verð fyrir síldina, eða hún tekin til vinnslu af framleið- endum á þeirra kostnað og greitt allt að 85 prc. af áætlunarverði út á hana. Jafnvel þp að gamla stjórnin hefði verið áfram, og allir verið sammála um að kaupa föstu verði, þá hefði það ekki verið gert, nema atvinnu- málaráðherra gæfi leyfi þar til. Pað þurfti ekki stjórnarskifti til að koma þessu í framkvæmd, það hefði verið hægt án þess, ef það hefði verið ætlunin. íhaldið hamaðist, jafnvel eftir að búið var að gefa af hálfu Alþ.flokks- ins yfirlýsingu um, að keypt skyldi föstu verði. Var það af umhyggju fyrir sjó- mönnum að íhaldið fór í þessar æsingar? Nei, moldvirðrinu var þyrlað upp af foringjum Sjálfstæðisflokksins, Kveld- úlfsklíkunni, til þess að draga athygli fjöldans frá sjálfum sér. I skjóli æs- inganna, vega þeir að fjár- hagslegu sjálfstæði þjóðar- innar með því að stöðva hin stórvirku atvinnutæki, togarana, vitandi þó, að mokafli er. Það er einnig annað sem vakti fyrir íhaldinu, með því að þyrla upp moldviðrinu og skal það skýrt í fáum dráttum. Á s.l. sumri brást síldveiðin að all- verulegu leiti, brást svo, að saltsíld- arútflutningur síðasta árs nam tæpum helming af úlflutningi ársins þar á undan, þó Faxaflóasildin sé meðtalin. Strax þegar sást að síldveiði mundi minni en venjulega, fór sildin að hækka í verði og hækkaði það mikið, að fyrir nýsíldina fékkst um tíma allt að því fimmfalt verð miðað við það sem var í byrjun síldveiðitímans. íhaldsblöðin öll og blaðpeðið Sigl- firðingur líka voru að koma með há- værar kröfur um hækkað síldarverð en voru venjulega á eftir tfmanum, þannig, að síldin var hækkuð áðuren kröfurnar komu. Nú í vetur hefur þorskafli brugðist svo hraparlega, að með fádæmum er. Um síðustu mánaðamót vantar um 18 þús. smálestir til þess að aflinn sé eins mikill og á sama tíma í fyrra, og var þó frekar aflatregða þá, Það hefur ekki orðið vart við, að verð á saltfiski hafi hækkað, þó fram- leiðslan yrði þetta mikið minni «n venjulega. Það hefir heldur ekki orð- ið vart við að íhaldsblöðin hafi gert háværar kröfur um hækkað saltfisk- verð. Pað sem liggur til grundvallar því, að íhaldsblöðin þegja um salt- fiskverðið er það, að illu heilli hafa íhaldsöflin. svindlarafyrirtækið Kveld- úlfur, ennþá ofmikil ítök um þau mál. Það er almannarómur, að Kveld- úlfur sé hluthafi í fiskfirmum bæði á Spáni og Ítalíu, sé raunverulega bæði seljandi og kaupandi fiskjarins ogeftir

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.