Neisti


Neisti - 03.06.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 03.06.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI Avextir socialismans. bramh. VI. Hinn nýji atvinnuvegur. ViðAlþýðuflokksmenn erum orðn- ir því svo vanir að heyra málgögn Sjálfstæðisflokksine gala um „bein“ og „bitlinga” að okkur dettur ekki í hug að kippa okkur upp við það þó að málpípa flokksins hér á Siglufirði kyrji þann óð. Pað er þó einkennandi við þenna sem annan málflutning ílls málstaðar að engin dæmi eru nefnd um „bitl- ingaaustur" núverandi stjórnar, eng- in rök reynt að færa fyrir þeim full- yrðingum og aðdróttunum semfram- sett eru — sem heldur ekki er von þar 8em engin til eru. Pegar ein- hver Alþýðuflokksmaður fær at- vinnu, sama hver hún er, þá heitir það á máli Sjálfstæðisflokksins „bitlingur". Sé einhver Alþýðu- flokksmaður skipaður í trúnaðar- stöðu eða starf, þá heitir það á máli Sjálfstæðisflokksins „bein“. Að elta ólar við slík skrif væri óðs manns æði, Myndi það vera efni í heila bók að hrekja allar þær staðleysur sem frá þeim hafa komið í því efni. Aftur á móti heyrist það aldrei nefnt á nafn, að sé ejálfstæðismað- ur skipaður eða kosinn í opinbera nefnd eða stjórn einhvers fyrirtækis í „Brautinni“, blaði kommúnista hér i bæ birtist grein þarsemtalað er um að togaraútgerð frá Siglufirði, sé lífsskilyrði fyrir a!lt verkafólk. Eg get ekki látið hjá líða, að skýra frá því, að það gladdi mig mikið þegar eg sá þessa yfirskrift og komst þá að raun um að sjón þeirra er að skýrast. Pað gladdi mig að þeir skuli sjá og viðurkenna, að þetta og fleiri mál sem Alþýðuflokkurinn hefir komið fram með og barist fyrir, séu hin réttu til hagsbóta fyrir vinn- andi fólk, og vænti eg þess, að þeir ljái þessu máli góðan stuðning til sigursællar lausnar. þess opinbera að það sé „bitlingur" eða „bein“. Pað heitir ekki bitl- ingur á þeirra máli, að Sveinn Benediktsson og Jón Pórðarson voru kjörnir i stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, en þegar Alþýðuflokks- mennirnir Páll Porbjörnsson og Jón Sigurðsson voru kjörnir til sama starfa, þá var það „bitlingur“. Pað hét ekki „bein“ á máli Sjálfstæðis- flokksins, þegar Sig. Kristjánsson og J. Arnesen voru kosnir í Síldarút- vegsnefnd, en þcgar Alþýðuflokks- mennirnir Finnur Jónsson og Oskar Jónsson voru kosnir í sömu nefnd, þá var það pólitískt „bein”. Svona mætti lengi telja. Pessi tvö dæmi eru aðeins sýnd til þess að benda á hinn óheiðarlega málflutning þess- ara manna og hina sterku tilhnéig- ingu þeirra til blekkinga og lyga. Við kosningu nefnda og skipun til opinberra starfa hefir þess alltaf verið gætt af núverandi stjórn að velja til þess hina hæfustu menn og reglumenn. Regla Sjálfstæðis- flokksins hefir aftur á móti alltaf verið sú, og er sú, að skipa kosn- ingasmala sína og óreglumenn í þær stöður og störf er þeir hafa yfir að ráða. Má i þvi sambandi benda á starfsmannaveitingar þeirra I Reykjavíkurbæ, og ekki síst hér á Siglufirði, þar sem þeir með til- styrk hægri arms Framsóknarflokks- ins hafa troðið 3 viðurkenndum óreglumönnum Sjálfstæðisflokksins í embætti hjá bænum og embætti er bæjarstjórn hefir yfir að ráða. VII. Verzlunin. Eins og áður hefir verið bent á, hefir á seinustu árum hafist inni- lokunarstefna meðal stórþjóðanna og krafan um jafnaðarviðskifti (þ.e. jafn mikið keypt af einni þjóð og henni er selt fyrir) meðal þjóðanna orðið æ háværari. Ollum sem til þekkja og fylgst hafa með opinber- um málum hin síðari ár er það kunnugt að utanríkisverzlun vorri var þannig háttað að við keyptum lítið sem ekkert af þeim þjóðum sem mest keyptu af oss, og að það sem við keyptum var mest keypt gegnum danska og enska milliliði svo að á hagskýrslum þeirra þjóða, sem raunverulega var keypt af, koma þau viðskifti ekki fram. (Spánn. Ítalía, Portugal), Pær þjóðir sem við keyptum mest af, keyptu aftur á móti lífið sem ekkert af oss (Dan- mörk, Noregur Bretland). Fyrver- andi ríkisstjórn átti að vera orðið ljóst, að við svo búið mátti ekki standa, ef að markaðir okkar ættu ekki að líða undir lok eða að minnsta kosti að skerðast stórkost- lega. Fyrverandi fjármálaráðherra, Ásgeir Ásgeirsson hafði líka gert tilraun til þess að kippa þessu í lag. Petta var þó tekið lausatökum og má vera að hinir ráðherrarnir hafi átt sinn þátt í því. Pað er a. m. k. vitað að þeir báðir hafa reynst svarnir féndur allra skyn- samlegra ráðstafana, er núverandi ríkisstjórn hefir gert til þess að kippa þessu í lag. Núverandi rík- isstjórn sá að hér þurfti skjótrar úr- lausnar við og með endurskipan gjaldeyrisverzlunarinnar var mál þetta tekið föstum tökum og hefir síðan verið unnið að því með elju og dugnaði að koma skipulagi á þessi mál. Verzlunarviðskiftum vor- um befir verið, svo sem unnt er, beint til þeirra Ianda, sem mest af okkur kaupa. Með þessu móti hefir fengist mun betri markaður fyrir afurðir vorar en ella, og er það einn þáttur í starfi núverandi ríkis- stjórnar, til bóta þ irmungará- standi setn nú ríkir í .. nnumálurn vorum. Á árinu 1935 — eina heila árinu sem núverandi ríkisstjórn hefir farið með völd — hefirtekist að bæta verzlunarjöfnuðinn um 5—6 miljónir króna, er það afar stórt spor í rétta átt þó að mikið vanti til þess að vel sé. Pessi árangur hefir orðið hinn mesti þyrnir í augum Sjálfstæðis- manna og hefir það gengið svo langt að formaður Sjálfstæðisflokks- ins Olafur Thors, sem jafnframt er frarnkvæmdarstjóri Kveldúlfs, hefir látið féiag sitt binda 6 af togurum félagsins við hafnargarðinn [í Reykja- vik, í mokafla, til þess eins að því er séð verður, að auka atvintiuleysið og svifta bjóðina þeim xjaldeyri, sem hún hejði fengið fyrir afla þann er togararnir ella hefðu veitt. Slíkt ábyrgðarleysi í stjórn eins stærsta atvinnufyrirtækis landsmanna er hvortveggja í senri bæði stórkost- lega vítavert og strákslegt. Kröfur hins vinnandi fólks hljóta að v e r ð a þær og þær einar að slíkir menn verðt sviftir þeim völdum er

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.